Umferð erlendra olíuskipa verði háð ströngu eftirliti á hafsvæðinu fyrir Norðurlandi.
10.10.2009 | 15:26
Sama gildi um önnur skip sem flytja eitur - og spylliefni á þessu hafsvæði.Hætta á hafís á þessu svæði frá Grænlandi er mikil og allir sjófarendur sem þekkja til aðstæðna þarna vita að ósýnilegir jakar eru öllum skipum stórhættulegir.
Um þetta þarf að nást alþjóðlegt samkomlag áður en siglingaleiðin við Norðirpólin verður opnuð.Tilkynningarskylda skipa sem fara um þetta hafsvæði og efnisflutningar verða að koma til,Íslendingar,Norðmenn og Grænlendingar myndu sjá um þetta eftirlit.
Sú mikla hætta sem hafsvæði þessa þjóða geta orðið fyrir er augljós.Farist skip eða alvarlegur leki komi á þau,sem eru að flytja jafnvel yfir 200 þúsund lesta farma af olíu eða eiturefnum myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins.Fersk - og hreinleiki okkar sjávararafla myndi fljólega stórskaða ímynd þeirra þjóða,sem við eigum viðskipti við á fiskmeti vegna þeirrar miklu skipaumferðar ,sem verður eftir opnun pólleiðarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.