Nú verður þjóðin að standa saman - efla einingaranda og frelsið,
25.12.2009 | 15:58
Það er örlát og góð þjóð,sem er ávallt tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem þurfa á aðstoð að halda í sárri neyð.Þó okkur skorti oft samstöðu og einingaranda í stjórnmálum,þá er hins vegar sá samúðarhugur og kærleikur til staðar þegar mest á ríður það er sjálf vonin.
Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp heilbrigt og menningalegt þjóðfélag. Hvað er andlegt frelsi ? Það er m.a.lausn undan blekkingum persónuleikans og sjálfslyginni.
Það er staðreynd,hvort heldur við erum trúaðir,vantrúaðir eða allt þar á milli,að við verðum að leita styrks í trúnni.Ef við látum berast stjórnlaus fyrir vindi og iðandi straumi,verðum við fyrr eða síðar að taka út andlega þjáningu.
Kenningin um ódauðleika sálarinnar er efasemdarmönnum íhugunarefni en ekki hlutlæg sönnum.Hún skyggir samt ekki á kristna trú.Á meðan við miðum líf okkar hér á jörðu að meira eða minna við undirbúing annars lífs,er og verður trúin á Jesúm Krist eiíf.
Í bók sem ég skrifaði 1994 og ber heitið Þögnin Rofin,fjallaði ég m.a.um örlagaþrungnar sakamálsögur,sem leiddu mig oft inn í trúarlegar hugleiðingar.Nú þegar kreppir að þjóðinni og óvissan um farsæla niðurstöðu í efnahagsmálum er ekki til staðar og löggjafarþingið nær ekki að sameinast um úrlausnir,þá erum við í miklum vanda stödd.Þó bjarráðin séu oft vandfundin,þá verða stjórnvöld og fólkið í landinu að standa nú saman eins og við höfum ávallt gert þegar stór slys og hörmungar hafa gengið yfir.
Þær þúsundir Íslendinga sem nú verða að leita aðstoðar hjálparstofnana og tugþúsundir heimila, sem eru að missa húseignir verða að fá varanlega hjálp.Til að ná því markmiði verðum við öll að standa þétt saman og ástunda sannleikann og heiðarlegt hugarfar.
Gleðilega hátíð og farsæl komandi ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.