Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Lækkun bifreiðatrygginga verði nýttar í þágu umferða - og öryggismála.

 Hér er eitt af  framlögum mínum til umferðamála í stuttu máli.

10% lækkun árslega í samfelld tíu ár frá núgildandi  75% afslætti af  lögboðnum ábyrgðartrygginum bifreiða, séu þær innan ákveðinna tjónaviðmiðunar , sem trggingarfélagið ákvarðar.Að tíu  tjónalausum árum liðnum fengi tyggingarhafi nýjan bindandi  samning við tryggingarfélagið ,  sem næmi 85% afslætti ábyrgðartryggingar.Hér er um að ræða hvatningu til bifreiðaeigenda og tryggingarfélaga um bætta umferðarmenningu.

Lendi bifreiðaeigandi hins vegar  í umtalsverðu tjóni,sem hann er valdur að utan tjónamarka tryggindarfélagsins,missir hann 10 %lækkunina,sama gildir um  umferðalagabrot  varðandi hraðakstur ökumanna og einnig fyrir ölvun - og fíkniefnaakstur o.fl.

Gaman að fá álit ykkar á frekari aðgerðum tryggingafélaga við bifreiðaeigendur í umferðar - og öryggismálum.


Móðir jörð sameign okkar allra.

Var að horfa á þáttinn í sjónvarpinu um jörðina.Þetta sjónvarpsefni er það áhugaverðasta og jafnframt skemmtilegasta,endalaus fróðleikur um lífið og tilveruna.Ég hef árum saman horft á þessa þætti frá erlendum stöðvum,fæ alltaf ný sjónarhorn, fræðslu og þekkingu af nýjum lífverum,hvernig þær tvinnast saman í heilstæða heimsmynd.Tréin,súrefnisgjafi okkar jarðarbúa og heimili miljóna lífvera. Höfin,vötn,ár og jöklar,vatnsforðabúrin, orkugjafar og  matarkistur.Gróðurinn í miljónum tegunda jurta og dýraríkið  óendanlega.Við finnum vind loftsins  og sjáum himininn, sól og stjörnur,en hinar ókunnu og óendanlegu víddir veraldar, sem mannleg þekking mun aldrei að fullu höndla,en eitt   lífið hænufet vísinda nær stöðugt lengra út í  geiminn og bætir stöðugt við þekkingaforða okkar.

Ástæðan fyrir þessari stuttu og fátæklegu lýsingu móður jarðar,er að minna okkur stöðugt öll á,  að vernda umhverfið og náttúruna. Hinn tæknivæddi heimur í dag hefur í valdi auðhyggju stórfyrirtækja umbylt umhverfi og lífríki náttúrunnar með pólutískum tilstyrk. Stöðugt undanhald fyrir ofurtrú og blekkingum peningavaldsins fyrir bættum lífskjörum á kosnað náttúrunnar , er  stærsta vandamál samtíðarinnar.Við verðum að þekkja og skilgreina okkar takmörk fyrir hamingju og velferð fjölskyldunnar,þar ráðum við hver og einn ferðinni.Fögur og ómenguð MÓÐUR jÖRРer stærsta gjöf okkar til barnanna okkar.Þetta  " GRÆNA KAPPHLAUP" frá miðju til hægri og vinstri í pólutíkinni hugnast mér fremur illa,látum verkin tala,hin litskrúðuga  fallega náttúra Íslands skartar öllum litum,við þurfum að hlúa að þeim öllum. 


Alþingi, sjálft löggjafarvaldið og dómskerfið rúið trausti samk.skoðanakönnun Gallup.

Samkvæmt þessari Gallup könnun nýtur alþingi aðeins 29% traust og dómskerfið 31%.Aldrei frá því mælingar hófust 1993 hafa þau verið svo gjörsamlega rúin trausti.Athygli vekur ,að nánast allan þennan tíma hefur núverandi ríkisstjórn setið að völdum.Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir sjálft löggjafarvaldið og þjóðina í heild og ekki bætir úr skák vantrú og virðingaleysi þjóðarinnar á dómskerfinu.

Sjálfsagt er enginn einhlýt skýring á þessu,en eitt er víst, að þjóðin upplifir í svona ríkum mæli virðingarleysi og vantraust á þessar grundvallarstoðir stoðir lýðræðisins.Þegar frjáls - og auðhyggjan flæðir út um allt í skjóli ríkisstjórnarinnar ,uppskerum við í samræmi við það.


Tvískinnungsháttur og blekkingar Framsóknarfl.varðandi sameign þjóðarinnar.

Jón Siurðsson,form.Framsóknarfl.staðfesti á flokksþinginu í dag,að flokkur hans legði ríka áherslu á,að allar sameignir þjóðarinnar yrðu staðfestar þjóðareign  samk.stjórnarskrá lýðveldisins.Stjórnarflokkarnir höfðu samkvæmd stefnuyfirlýsingu flokkanna staðfest að ljúka framkvæmd þessa veigamikla máls á þessu kjörtímabili og við það verði staðið.

Allir stjórnmálaflokkar eru sammála þessum eignaréttarmálum sameigna í orði en ekki á borði. Jafnaðarmenn og síðar Samfylkingin  hafa árum saman barist fyrir framgangi þessa mála m.a.vegna framkvæmda laga um fiskveiðiheimildir innan efnahagslögsögunnar.Þá var Frjálslyndifl.stofnaður á sínum tíma til að berjast gegn ólögmætri skiptingu og meðferð fiskveiðiheimilda.

Framsóknarfl.og Sjálfstæðisfl.bera alla ábyrgð á framkvæmd úthlutunar fiskveiðiheimilda.Þeir hafa með ýmsum lagabreytingum allt frá 1984 er kvótinn var settur á og síðan 1991 þegar framsal og leiga hans varð að veruleika.Fiskveiðiheimildir eru samk.lögum sameign þjóðarinnar,en allir vita að þau eru ekki virt.Sala og leiga og hvers konar brask á kvóta hefur aldrei samrýms ákvæðum laga um fiskveiðiréttindi.Hér hafa útgerðarmenn tekið sér eignarétt í stað nýtingaréttar og komist upp með það undir verndarvæng núverandi ríkisstjórnarfl.Tugmiljarða verðmæti fyrir kvóta hefur verið selt og umbreytt í skuldabréf í óskyldum rekstri.Þannig er búið að arðræna sjávarútveginn og leggja fjölda sjávarbyggða í rúst.

Nú ætlar Framsóknarfl.að koma þessari sameign að nafninu til undir stjórnarskrá.Dettur nokkrum heiðvirðum manni í hug að einhver breyting yrði á meðferð fiskveiðiheimilda við það,þjóðin á lögum samkvæmt í dag allan fisk innan efnahagslögsögunnar.Ég leyfi mér að vona að þjóðin sjái í gegnum þennan blekkingarvef Framsóknarfl.Eina leiðin til að fá þennan eignarétt virtan er að koma ríkisstjórnni frá völdum.Það er ekki nóg að koma sameignum þjóðarinnar undir stjórnarskrá ef  nýting og framkvæmd eignaréttar er ekki tryggð,eins og dæmin sanna í stjórnun fisveiðiheimilda. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband