Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fiskveiðistjórnun, sem brýtur niður lífsafkomu sjávarbyggða á ekki að virða.

Í mjög athyglisverðum Kompás þætti Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan , kom m.a.fram ,að gífurlegu magni af fiski væri kastað í sjóinn og aðeins verðmesta fiskinum landað.Þá kom einnig fram ,að landað færi fram hjá vikt í stórum stíl,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís ,magntölum á fisktegundum sé breytt í miklum mæli við löndun  með því að setja verðminni fisktegundir efst í fiskkerin o.fl.Þessar upplýsingar hafa verið kunnar á annan áratug. Allir sem að þessum málum koma virðast meðvitaðir eða beinir þátttakendur í svindlinu ,enda hagnast flestir vel á því. Eins og kunnugt er,er sökudólgurinn og orsakavaldurinn í allri þessari rúllettu, lögin um fiskveiðistjórnun frá 1991,þegar heimilað var framsal og leiga á kvóta.Þá opnuðust allar gáttir og hver reyndi með sínum hætti að hagnast sem mest á þessu arfavitlausa kerfi.

Þróunin hefur orðið sú, að leiguverð á kvóta  er það hátt,að engin rekstargrundvöllur er fyrir leigutaka, að hún beri sig ,nema þverbrjóta lögin eins og lýst er hér að framan.Þá er kaupverð á kvóta svo hátt,að þar er heldur enginn rekstrargrundvöllur og nýliðun í útgerð óhugsandi.Það sem vekur mesta athygli  nú, er algjört sinnulaysi og þögn stjórnvalda.Það er eins og allir séu múlbundnir eða úrræðalausir um að stíga fram og gera skyldu sína á þessum vettvangi.Er herkví LÍÚ og fiskistofu studd af ríkisstjórninni svo sterk,að allir sjó- og útgerðarmenn séu þar innikróaðir og úrræðalausir.Nú á að skera niður þorskkvótann um 30% og ganga að smáútgerðinni dauðri.Ætla viðkomandi sjómenn að láta orð andmæla nægja enn og aftur í stað þess að láta verkin tala.

Sjómenn og útgerðarmenn hljóta að gera sér grein fyrir því,að þessu fiskstjórnunarkerfi verður aldrei breytt nema þeir hafi forgöngu um það sjálfir.Er kannski til í dæminu,að það sé flestum í hag að búa til svona svindkerfi,sem allir geti eitthvað hagnast á?Hvar er eftirlit Fiskistofu og lögreglunnar,hafa þeir fyrirmæli um að horfa fram hjá afbrotum af þessum toga,sem ætla má að varði fleiri tugi miljarða árlega.

Hvernig væri nú, að hundruð sjómanna og útgerðamanna um land allt myndu kæra sjálfan sig til viðkomandi yfirvalda fyrir að brjóta þessa ranglátu löggjöf og myndu þannig reyna að knýja fram nýja fiskveiðilöggjöf.Þá kæmi í ljós umfang hinna ýmsu brota,sem tengast þessu kerfi.Fyrir uppljóstrun viðkomandi brota á fiskveiðilöggjöfinni yrði ekki sakfellt.Ef allt um þrýtur kæmi til greina að allir færu á sjó samtímis um óákveðinn tíma.Slík aðgerð væri einsstök í Íslandssögunni og myndi vekja heimsathygli.Þetta þarf að skipuleggja afar vel og gerast samtímist um land allt.Nauðsyn brýtur lög,er gamalt og gott máltæki,sem svo sannarlega á við í þessum málum.Hér er um að ræða umfangsmesta spillingar - og sakamál Íslandssögunnar,sem  daglega siglir á sléttum sjó fyrir framan nefið á ríkisstjórn,alþingi og viðkomandi yfirvöldum.Eru það ekki gjörspillt stjórnvöld,sem láta þetta viðgangast?

Fannst tímabært að birta þessa grein aftur v/niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar.


Guð blessi Jóhannes sagði gamall maður þegar hann greiddi fyrir vöruna við peningakassann.

Ég var sem oft áður að versla í Bónus í Hafnarfirði og var í biðröð við peningakassann þegar háaldraður maður var að greiða fyrir vöruna.Hann brosti framan í afgreiðslumanninn þegar hann setti veskið í vasann og sagði hátt og skýrt:"Guð blessi Jóhannes í Bónus,án hans værum við illa stödd."

 Ýmsar hugsanir fóru á flug við að heyra þessi orð gamla mannsins.Vissulega hefur Jóhannes og Jón Ásgeir mótað lágt matvöruverð  hér á landi allt frá því þeir hófu verslunarrekstur.Margir tala um Jóhannes sem mann litla mannsins,sem hafi gert meira fyrir neytendur en nokkur annar og jafnvel meira en stéttarfélögin fyrir sína umbjóðendur.

Athyglisvert er einnig að Bónusverslanirnar um allt land bjóða upp á sama vöruverð.Ættu ekki stjórnvöld að taka þá feðga sér til fyrirmyndar og hafa sömu upphitunar  - og rafmagnsgjöld um allt land.Ég hef alltaf  dáð þá fyrir framsýni,dugnað og hlýhug til þeirra sem minna meiga sín.


Hvenær ætlar ríkisstjórnin að hækka laun starfsfólks á ríkisspítölunum.

Það er löngu fullreynt að ekki er hægt að manna hunduð starfa á sjúkrahúsunum á þeim launum sem í boði eru.Hver vill taka á sig þá ábyrgð,sem af þessum leiðir m.a.í lengri biðlistum og gífurlegu álagi á starfsfólki.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig heilbrigðismálaráðhr.tekur á þessum málum.Í fréttum var skýrt frá því,að sjúklingar væru nú í nokkrum mæli fluttir á sjúkrahús á landsbyggðinni.Hér hlýtur að vera um að ræða tímabundna úrlausn á vandamálinu.

Það hljóta allir launþegar í landinu í að vera sáttir við að laun starfsfólks í hjúkrunarstéttum verði hækkuð verulega til að manna þessar stöður á sjúkrahúsunum,en verði ekki til að hleypa af stað launaskriðu.Aðilar vinnumarkaðarins ættu að taka höndum saman með ríkisvaldinu og hækka strax laun starfsfólks á sjúkrahúsunum. 


100% lán banka samkvæmt brunabótaverði er almennt um 60-70% af verðgildi íbúða.

Sé miðað við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð fá þeir 100% lán samkvæmt brunabótamati íbúða.Þar sem brunabótamatið er oftast um 60-70 %af núgildandi verðmæti íbúða þurfa íbúðaeigendur að greiða t.d.fyrir 16 miljóna íbúð 5-6 mil.til viðbótar láninu.Er þá átt við að eigið fé lántakanda sé um 2.milj.Það getur reynst flestum þungt í skauti sérstaklega þeim sem hafa verið í námi.Þannig er búið að unga fólkinu í landinu.Viðbótarlán til að brúa bilið er flestum um megn sökum hárra vaxta.

Ég hreinlega skil ekki að bankar skulu nota brunabótagjaldið , sem viðmiðun á lánveitingum,þar sem það hefur ekki fylgt eftir húsnæðisverðinu undanfarin ár.Ofan á allt þetta bætast verðbætur,sem hafa hækka höfuðstól lánanna um milj. á ári.sé miðað við 7 -9 % verðbólgu s.l.2 - 3 ár. Hér er verk að vinna fyrir ríkisstjórnina , enda um að ræða eitt mesta hagsmuna - og réttlætismál  samtíðarinnar. 


23.ára reynsla af kvótakerfinu til uppbygginar fiskistofna er ónothæft.

Niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar sanna að kvótakerfið hefur unnið gegn uppbyggingu fiskistofna og því ætti stofnunin að leggja til,að kerfið verði lagt niður.Sóknarmark strandveiðiflotans eins og Færeyingar nota við sínar fiskveiðar verði tekið hér upp.Þá geta sjávarbyggðirnar farið að blómstra á ný og trillukarlanir njóti frelsis og fullra mannréttinda.Framsal , leiga og hvers konar brask á fiskveiðiheimildum verði bannað og ríkið innheimti hæfilegt veiðigjald,sem staðfesti að fiskurinn sé ennþá sameign þjóðarinnar.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin getur fengið einhverju umbreytt í þessum málum innan ríkisstjórnarinnar,alla vega verður flokkurinn að upplýsa þjóðina hver hans stefna er,annað er ósættanlegt.

Huglaus sjávarútvegsmálaráðhr.er ekki líklegur til að standa gegn ofurvaldi LÍ Ú og allt sitji við sama borð.


Frábær frammistaða kvenna landsliðsins í knattspyrnu.

Það var gaman að vera á Laugardalsvellinum og sjá kvenna landsliðið okkar vinna þær frönsku.Baráttuviljinn og gott skipulag lögðu grunninn að þessum  glæsilega sigri.Landsliðið okkar hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár.Þær hafa  verið lítið í sviðsljósinu sé miðað við karla landsliðið,sem öll athygli hefur beinst að.Því miður er karlarnir afar slakir og margir þeirra eiga hreint ekkert erindi í liðið sökum leti og sérhlífni og er þar ekki liðsstjórinn undanskilinn.Þá vantar alla þá baráttu og gleði sem konurnar hafa til að bera í sínum leikjum.

Áfram stelpur, leiðin hjá ykkur liggur bara upp á við,þið eruð frábærar.Ég ætla bara að vona að áhorfendur streymi á völlinn á landsleikinn við Serba n.k.fimmtudag.Það er  löngu tímabært að stjórn KSÍ leggi meira fjármagn til þjálfunar  og uppbyggingar kvenna knattspyrnunnar en hingað til. 


Umhverfisráðhr.Þórunn Sveinbjarnard.vill að hvalveiðum sé hætt.Raunhæft mat á aðstæðum.

Umhverfisráðhr.er ákveðin og greind kona,sem ætlar ekki að stíga ölduna með þeim sem vilja viðhalda hvaladrápi.Við höfum á  undanförnum árum verið að byggja upp framtíðarstefnu um hvalaskoðun við Íslandsstrendur.Þessi atvinnustarfsemi við ferðamenn hefur gengið afar vel og það væri afar óskynsamlegt ef nokkrum hvalveiðisinnum væri áfram heimilaðar hvalveiðar.

Þjóðin hefur verulegar tekjur af hvalaskoðun og fjöldi manna er sköpuð atvinna í kringum þessa starfsemi og eru þá ótaldar tekjur flugfélaga af þúsundum farþega, sem hingað koma í þessum tilgangi.Ég vona að ríkisstjórnin beri gæfu til að vera samstíga í þessum málum,þó svo að sjávarútvegsráðhr.sé ennþá ráðviltur,verða aðrir að vísa honum veginn frá hvaladrápi.

Það  er oft  ekki nóg að hafa heimildir,heldur hvernig þær nýtast okkur best á alþjóðlegum vettvangi.Afdráttarlaust bann á hvalveiðum um óákveðinn tíma eiga að vera þau skilaboð sem ríkisstjórnin sendir til þjóða heims. 


Ásetningur seðlabankastjóra að toppa forsetann í launum augljós.

Þessi síðasta tilraun Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra að skyggja á forsetann með hærri launum er augjós brella.Þetta er náttúrlega siðlaust með öllu að hækka sjálfan sig um hundruð þúsunda til þess eins að vera tekjuhæsti maður ríkisins og toppa forsetann jafnframt í launum.Að koma fram með þær upplognu ástæður fyrir kauphækkuninni,að undirmenn hans yrðu ella með hærri laun.Þessi leikflétta er svo augljós,að hver heilvita maður hlýtur að sjá í gegnum hana.

Það alvarlegasta við þetta allt saman er fordæmið,sem Davíð sýndi  reyndar líka þegar hann var forsætisráðherra,þegar eftirlaun ráðherranna í hans  ríkisstjórn voru stórlega hækkuð.Þetta er maðurinn sem ætti að ganga á undan með gott fordæmi um ráðvendni og sparnað.Þetta er maðurinn,sem sífellt hefur hamrað á ASÍ og BSRB að hækkun launa færu strax út í verðlagið og myndu valda óðaverðbólgu.Þetta er maðurinn,sem gerði sig að athlægi í Baugsmálinu með alls konar yfirlýsingum.Þetta er maðurinn,sem á að vera kjölfesta þjóðarinnar í peningamálum,en hefur sett margfalt Evrópumet í vaxtahækkunum.Er líklegt að góð lending náist í næstu kjarsamningum,með svona veganesti  í forgrunni.


Landsliðið okkar í knattspyrnu er þokkalegt miðað við höfðatölu landsmanna o.fl.

Það eru aðeins nokkur ár síðan knattspyrnumenn hérlendis gátu farið að æfa reglulega innanhúss eftir að yfirbyggðir fótboltavellir komu til sögunnar.Þá keppir íslenska landsliðið 2 - 3 sinnum sjaldnar en flest önnur landslið í Evrópu.Þá hefur fjármagn til landsliðsins og alm.knattspyrnuþjálfunar verið að skornum skammti.Á því verður að ráða bót.Nú stendur börnum  og unglingum til boða betri þjálfun en áður,sem mun byggja upp sterkari liðsheildir en áður.

Það er þekkt hér sem annars staðar í heiminum að kenna landsliðsþjálfaranum um ef illa gengur.Oftar en ekki er það þó heildarumgjörðin og skipulag viðkomandi stjórna,sem ræður mestu um árangurinn.Núna er t.d.Eyjólfur að taka inn nýja leikmenn og gefa þeim tækifæri með landsliðinu.Hann sýnir kjark og djörfung í þeim efnum,sem á eftir að skila okkur árangri.

Hins vegar skal viðurkennt,að leikstíll landsliðsins er nokkuð sundurlaus og ómarkviss og stundum finnst manni vanta meiri kraft og neista í suma leikmenn.Það er óþolandi að sjá menn  á hálfri ferð í landsleik,við eigum alltaf að gera þá kröfu til landsliðsmanna,að þeir leggi sig alla fram.Hafi þeir gert það, en samt tapað leik ,geta þeir borið höfuðið hátt.Þessi fámenna eyþjóð okkar getur bitið frá sér,það höfum við sýnt í gegnum tíðina við ýms knattspyrnustórveldi Evrópu.Það er vissulega sárt að tapa mörgum leikjum í röð,en við stöndum fast með okkar mönnum,þeirra tími kemur.


Ætlarðu virkilega að éta hana ömmu mína?

Ætla nú að hvíla mig á pólutíkinni og fara að segja skemmtilegar sögur úr fortíðinni.

Ungur maður kom á tollpóststofuna og afhenti tollgæslumanninum tilkynningu um póstsendingu,sem hann væri að sækja.Tollvörðurinn sótti pakkann og opnaði hann í viðurvist móttakanda.

Í pakkanum reyndist vera glerkrukka,sem innihélt gráleitt duft.Tollvörðurinn opnaði krukkuna og handlék því næst efnið milli fingrana og bar að munni sér.Ungi maðurinn horfði agndofa á tollvörðinn og fórnaði höndum."Hvað ertu að gera maður?Veistu ekki,að þetta er hún amma mín.Ætlarðu virkilega að éta hana?"stamaði hann. "Guð minn góður sagði tollvörðurinn og spýtti hraustlega á gólfið,setti lokið á krukkuna og afhent hana piltinum með þeim orðum,að hann skyldi varðveita vel það,sem eftir væri af ömmu hans.

Það skal teki fram að viðkomandi tollvörður er samviskusamur og var nýbúinn að vera á námskeiði um fíkniefnamál.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband