Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Húsnæðiskosnaður aðal orsakavaldur verðbólgunnar-verði felldur út út neysluvísitölu.
29.7.2007 | 23:27
Þegar við skoðum tölur Hagstofunnar varðandi útreikninga neysluvísitölu kemur glögglega í ljós,að húsnæðiskosnaður er aðal orsakavaldur verðbólgunnar um þessar mundir.Verðtryggingin sem leggst á höfuðstól íbúðalána á því rót sína að rekja til þenslu á íbúðarmarkaðnum.Verðtrygging lána er versti óvinur ungs fólks,sem er að eignast sína fyrstu íbúð.Hún hefur t.d.s.l.tvö ár sé miðað við 12 - 14 milj.kr íbúðarlán hækkað höfuðstólin yfir 2.mil.kr.árlega.Það er engin trygging fyrir því að íbúðarverð hækki til samræmis við skuldaaukninguna.
Ég held,að miðað við þann óstöðugleika sem við verðum að búa við í verðlags - og húsnæðismálum væri rétt að taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölunni.Verðbólgan myndi lækka um helming,sem væri stærsta kjarabót þeirra,sem eru að eignast íbúð.Íslendingar búa einir Evrópuríkja við verðtryggingu lána og miklu hærri vexti.Við búum flest í eigin íbúðum,en víðast hvar í Evrópu eiga flestir um 30 - 50% íbúðir.Við búum því við allt önnur kjör í húsnæðismálum en nágrannar okkar í Evrópu.Það er löngu tímabært,að endurskoða ýmsa viðmiðunar útreikninga neysluvísitölunnar svo hún í reynd endurspegli verðbólguna á raunhæfan hátt á hverjum tíma.
Erlendir mótmælendur,sem virða ekki fyrirmæli lögreglu,verði tafarlaust sendir úr landi
24.7.2007 | 21:08
Mótmælendur sem nefna sig Saving Iceland hafa ítrekað valdið töfum og truflað starfsemi álfyrirtækja o.fl.hér á landi.Framkoma þessa fólks er ósæmileg,ógnandi og hættuleg og virðist fyrst og síðast vera að vekja athygli á sjálfum sér.Athafnir þeirra eru illa skipulagðar og marklaus áróður,sem á ekkert skylt við málefnaleg mótmæli.Þeir Vinstri Grænir sem leggja blessun sína á þessa tegund mótmæla ættu að skammast sín og eru sannarlega að valda sínum græna málastað tjóni.
Þeir mótmælendur, sem ekki fara að fyrirmælum lögreglunnar og valda sýnilegu tjóni og meintum lögbrotum vegna framkomu sinnar á að vísa tafarlaust úr landi og banna endurkomu þeirra til landsins.Við eigum að sýna umheiminum,að við tökum fast á svona tegund mótmæla,annars gætum við átt von á hvers konar mótmælum ofbeldis og skrílsláta.Við erum fámenn þjóð,sem verður að vera vel á verði gegn hvers konar ofbeldis mótmælaaðgerðuim.Þekkt er erlendis að slíkum hópum fylgir mikil fíkniefnaneysla og því verða löggæslumenn að hafa strangt eftirlit með þessu fólki við landgöngu og samneyti þess við ísl.fíkniefnaneytendur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnir lofsvert frumkvæði í utanríksismálum.
23.7.2007 | 22:03
Ferð utanríkisráðherra okkar til Israel og Palestinu til að kynna sér af eigin raun ástandið í þessum heimshluta er gott framtak til að skapa sér raunhæfa og sjálfstæða afstöðu á ástandinu.Í erlendum fréttaflutningi eru útgáfurnar af ástandinu þarna afar ótúverðar eftir því hver á hlut að máli.Viðræður hennar við leiðtoga Israel og Fatah hreyfingarinnar í Palestinu er gott innlegg hennar fyrir hönd Íslensku ríkisstjórnarinnar að láta þá vita um viðhorf okkar til stríðsátaka og hugsanlega aðstoð á félagslegum grundvelli.Öll ríki hafa þarna verk að vinna varðandi hvers konar hjálparstörf.Eyðileggingin og eymdin sker í augun hvert sem litið er.
Íslensk stjórnvöld geta veitt aðstoð til hinna stríðsþjáðu íbúa með ýmsum hætti.Við gætum t.d.tekið á móti flóttamönnum,sem eru ríkisfangslausir með ákveðinni lagabreytingu,sent þangað sérhæft hjúkrunarlið og lagt fram fjármagn til að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslustöðar.Vissulega getum við bæði sjáflstætt og með hinum Norðurlöndunum orðið tengiliðir að sáttaumræðum hinna stríðandi afla.Allt er betra en standa aðgerðarlausir,sírausandi um hvers konar stríðsglæpi,sem við kunnum lítil sem engin deili á.
Vinnuferð Ingibjargar er lofsvert framtak hennar,nú getur hún upplýst þjóðina betur en áður um viðhorf leiðtoga þessa ríkja og það sem fyrir augun bar.Þá fyrst er hægt að skapa sér raunhæfar hugmyndir um aðgerðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fá tugi þúsunda króna símareikninga v/Gsm án þess að tala í símann.
12.7.2007 | 21:32
Á ferðalögum erlendis verða GSM símanotendur oft fyrir miklu tjóni v/vankunnáttu sinnar á flóknu kerfi símans.Menn vara sig ekki á að aftengja talhólf símans þegar þeir eru erlendis.Þannig er mál með vexti ef ekki er svarað í símann áframsendir hann símtalið sjálfkrafa aftur til Íslands í talhólfsnúmerið og kosnaðurinn fellur á þann sem hringt er í.
Þannig getur ferðalangur lent í því,að oft sé hringt í hann,en hann nái ekki að svara,símtalið flyts í talhólfið og hann þarf að borga fyrir að móttaka símtalið erlendis og fyrir að hringja í talhólfið heim til Íslands.Ferðamaður erlendis borgar ávallt fyrir að móttaka símtal.Margur gleymir að hafa símann á sér á ferðum erlendis,en þegar heim kemur og næsti símareikningur birtist, koma óvæntar tugþúsunda upphæðir í ljós fyrir símtöl sem aldrei hafa átt sér stað.
Ég nenni ekki og kann ekki að skýra frá öllum klókindum símafyrirtækja að plokka af viðskiptavinum sínum peninga,en væri ekki ráðlegt að endurskoða öll þessi flóknu kerfi og gera þau einfaldari og gefa út stuttan og greinagóðan bækling um notkunarreglur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vöruverðkönnun ASÍ sýnir að lækkun virðisaukaskattsins fer beint í vasa kaupmanna.
10.7.2007 | 22:55
Ég var strax á móti þessari lækkun á virðisaukaskattinum,taldi mig vita af fyrri reynslu,að hann kæmi neytendum að litlu sem engum notum.Kaupmenn koma með allskonar skýringar á þessari niðurstöðu könnunarinnar til að réttlæta gerðir sínar.Þeir eiga að skammast sín að misnota aðstöðu sína gagnvart neytendum og ríkissjóði.
Ég taldi betra að þeir miljarðar,sem þessi lækkun á skattinum kostaði ríkissjóð færu í að hækka skattleysismörk.
Í æsku heyrði ég ljóta lýsingu á kaupmönnum,læt hana bara flakka í tilefni könnunar ASÍ.
Kaupmenn hafa svarta sál,
samviskuna fela.
Hjarta hafa hart sem stál,
og hlakka til að stela.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðtryggð íbúðarlán eða myntkörfulán.Eru stimilgjöld og lántökukosnaður tvígreiddur v/skuldbreytinga?
7.7.2007 | 22:18
Í fréttabréfi Fjármála heimilanna eru leiðbeiningar um íbúðarlán.Þar kemur m.a.fram:"Þegar verðbólga er lítil eða fer mínnkandi en verð ísl.krónunnar of hátt , er hagstæðara að taka verðtyggt lán en erlent.Þegar krónan hefur svo fallið,sem talið er óhjákvæmilegt þó enginn viti hvenær það gerist,gæti verið rétt að skuldbreyta í erlenda myntkörfu.Gallinn við skuldbreytingar er hins vegar stimpilgjöld ríkisins og uppgreiðslu -lántökukosnaður bankanna,sem getur reyndar vegið mun þyngra en skattur ríkisins."
Hvernig má það vera að ríkið geti tekið tvisar sinnum stimilgjöld af sama íbúðarláni og bankar einnig í formi uppgreiðslu eða lántökukosnaðar v/skuldbreytinga?Bankar taka líka vexti af myntkörfulánum til viðbótar lántökukosnaði. Er þetta allt gert með samþykki stjórnvalda og Fjármálaeftirlitsins? Áhugavert væri að fá skýr svör frá ábyrgu stjórnvaldi um þennan viðskiptamáta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hörmuleg atburðarás feðgana Bjarna og Guðjóns verði til lyktar leidd með úrskurði KSÍ.
6.7.2007 | 21:35
Það sem gerðist í knattspyrnuleik Keflavíkur og Akranes verður að leiða til lykta með úrskurði KSÍ.Þessi atburður er fyrst og síðast brot á heiðursmannareglum leikmanna að bolti sé ávallt tekinn úr leik ef ætla má að leikmaður hafi orðið fyrir meiðslum.Í þessu tilviki eins og kunnugt er sparkaði leikmaður Keflavíkinga botanum út af vellinum,svo hægt væri kanna ástand leikmanns Akurnesinga.Atburðarásin varð síðan sú að Bjarni Guðjónsson tók boltann og skaut viðstöðulaust á mark Keflvíkinga og skoraði mark í stað þess að afhenta Keflavíkingum boltann á hefðbundin hátt.
Þetta er óheiðarlegasta atvik sem ég hef augum litið í hópíþróttum hér á landi.Þjálfari liðs Akraness Guðjón Þórðarson faðir Bjarna gerði enga tilraun til að leiðrétta þennan hörmulega atburð.Hann átti náttúrlega að gefa liðsmönnum sínum fyrirmæli um að leyfa Keflvíkingum samstundis að skora mark.Þannig hefði hann getað komið í veg fyrir öll þau vandræði sem af þessu hlaust.Aðkoma Guðjóns að þessu máli og yfirlýsingar í leikslok gera hlut hans í íslenskri knattspyrnu ógleymanlegan og á eftir að koma ágætum leikmönnum Akurnesinga illa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)