Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Framkvæmdar - og getuleysi fyrrv.ríkisstjórnar í vegamálum veldur nú gífurlegum umferðartöfum.

Þær endalausu tafir sem fólk á höfuðborgarsvæðinu verður fyrir, er fyrst og síðast um að kenna,að vera ekki búnir að byggja Sundabraut.Engin samstaða var í fyrrv.ríkisstjórn að hefja þessar framkvæmdir og alltaf var Sundabraut látin víkja fyrir vegaframkvæmdum á landsbyggðinni.Reyndar má segja,að allir þingmenn Stór - Reykjavíkursvæðisins hafi sýnt þessari framkæmd lítinn áhuga.Sífellt óábyrgt blaður og kjaftæði á annan áratug um ytri - og innri leið ,brú og göng.Eitt er víst,að fyrrv.samgönguráðherra Sturla Þórðarson var alls óhæfur að hafa framgöngu í þessu máli og ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hafði engan áhuga né getu til að gera neitt í málinu.

Nú þegar skólarnir hófust,kom endanlega í ljós að vegirnir bera ekki þann umferðarþunga,sem er á morgnanna og má segja að samfelldar  þéttar bílaraðir séu allt frá Mosfellsbæ niður í miðborg Reykjavíkur.Þetta öngþveiti er ekki bara vandamál  þeirra sem bíða langtímum  saman að komast ferða sinn,heldur er hér líka um að ræða eitt stærsta öryggismál  íbúa Stór - Reykjavíkursvæðisins.Ef einhver sú vá kæmi,að skyndilega þyrfti að flytja íbúa þessara svæða í burtu,þá er ljóst að Vesturlands - og Suðurlandsvegir myndu ekki nægja.Ekki síst þessvegna átti Sundabrautin fyrir mögum árum að hafa forgang í verkefnaröð vegalagna á landinu.Þeir sem bera ábyrgð á þessum mistökum eiga ekki að koma nálagt stjórnmálum né annari stjórnsýslu.Hvort hér ræður allsherjar aulaskaður,skipulagsleysi eða eitthvað ennþá verra, verður hver og einn að dæma,sem situr fastur í umferðaöngþveitinu þessa dagana.


Tugir miljóna barna vinna 12 - 14 klst.á dag - Launin 2 - 3 dollarar á viku.

Vinnuþrælkun á börnum er mjög tíð í fjölmennustu ríkjum heims Kína og Indlandi,ennfremur í Bangladesh og rómversku Ameríku.Kannanir sem gerðar hafa verið í þessum efnum á vegum barnahjálpar  SÞ.og ýmissa annara samtaka,sem láta sig varða þessi veigamiklu málefni sýna,að vinnuþrælkun barna hefur aukist síðari ár m.a.vegna mikilla fjárfestinga  Bandaríkjamanna og V-Evrópuríkja o.fl.iðnríkja í þessum löndum.Vinnuaðstaða þessa barna er víðast hvar afar slæm og ómannleg.

Ástæðan er öllum augljós,ódýr vinnukraftur, meiri arður.Auðhyggjan og græðgin er alls staðar undirrót barnaþrælkunar.Ódýrari vara er uppskeran á kosnaðað ungu barnanna,sem þræla um 12-14 klst.á dag fyrir 2 - 3 dollara laun á viku.Nú eru Íslendingar farnir að flytja frosinn fisk í stórum stíl til pökkunar í neysluumbúðir í Kína fyrir Evrópumarkað  og víðar..Hvað skyldum við borga fyrir vinnuna þarna? Erum við orðnir þátttakendur á heimsmarkaði í barnaþrælkun? Fróðlegt væri að vita hvaða laun börnin  í Kína fá fyrir  pökkun á fiskinum okkar.


Hvað get ég gert fyrir afa,hann er alltaf fullur.

Mér datt í hug að segja ykkur eftirfarandi sögu,þegar ég var að hlusta á sjónvarpsstöðina Omega,þar sem fyrrverandi áfengissjúklingar og fíkniefnaneytendur voru að segja frá lífsreynslu sinni

Ég þekki persónulega til þessa máls,sem ég ætla að skýra ykkur frá.Þannig eru mál með vexti,að ungur drengur ,  sem misst hafði móður sína sjö ára gamall og faðir hans fór til Bandaríkjanna  og hafði engin afskipti af syni sínum.Strákurinn fór þá til afa síns,sem var ekkjumaður og bjó í lítilli íbúð.Hann hafði frá því hann var ungur maður verið mikill óreglumaður.Þá voru engin meðferðarúrræði fyrir áfengissjúklinga nema Stórstúka Íslands.Ég ásamt mörgum öðrum reyndum að fá afa hans til að hætta að drekka,en ekkert gekk.Hann var afar þrjóskur,en var góður við drenginn og milli þeirra ríkti vinsemd og kæreikur.

Þegar strákurinn var tíu ára gamall,sagði hann mér frá fyllibittu,sem hefði hætt að drekka eftir að hann fór að vera á samkomum hjá Hvítasunnusöfnuðinum.Nú vildi hann reyna að koma afa sínum á svona samkomu og bað mig að hjálpa sér.Þegar við léðum máls á þessu við karlinn,harðaneitaði hann í fyrstu og kvaðst ekki þurfa að skola brennivíninu niður með einhverju guðsorði.Hann var all drukkinn þegar við ræddum við hann.Ég sagði honum, að á samkomunni væri fallegur og skemmtilegur söngur,sem væri gaman að hlusta á,en afinn var söngmaður góður og hafði yndi af músik.Eftir nokkurt þref fórum við á samkomuna og sátum aftarlega í kirkjunni.Afinn fór að brosa þegar hann heyrði sönginn og hóf upp sína dimmu bassarödd svo undirtók í salnum.Það fór ekki fram hjá neinum að ný rödd var kominn í salinn.Það er skemmst frá því að segja,að í lok samkomunnar, var afi  strax hrókur alls fagnaðar.Hann fór með hendina í rassvasann og ætlaði að ná í silfirlitaða pelann sinn,sem við höfðum tekið frá honum

án þess að hann yrði þess var.Þið megið ekki hafa rangt við í kirkjunni,sagði hann hlæjandi og faðmaði strákinn að sér.

Þarna hófst fyrsta fagnaðarganga  afa.Hann spurði ekki eftir silfurpelanum sínum oftar.Nú fór afi   á hverja samkomu og strákurinn oft með honum.Tveimur árum seinna var afi allur,hann fékk krabbamein.Æfin hans afa var dæmigerð fyrir áfengissýkina,en kærleikurinn var alltaf til staðar þegar drengurinn átti hlut að máli.Við meigum ekki játa trúna með vörunum einum saman,við verðum af einlægni að hleypa Guði inn til okkar,þá er svo auðvelt að umbera okkur,sagði gamla góða fyllibittan við mig sömmu áður en hann lést.


Hvað get ég gert fyrir afa,hann er alltaf fullur?

Mér datt í hug að segja ykkur eftirfarandi sögu,þegar ég var að hlusta á sjónvarpsstöðina Omega,þar sem fyrrverandi áfengissjúklingar og fíkniefnaneytendur voru að segja frá lífsreynslu sinni

Ég þekki persónulega til þessa máls,sem ég ætla að skýra ykkur frá.Þannig eru mál með vexti,að ungur drengur ,  sem misst hafði móður sína sjö ára gamall og faðir hans fór til Bandaríkjanna  og hafði engin afskipti af syni sínum.Strákurinn fór þá til afa síns,sem var ekkjumaður og bjó í lítilli íbúð.Hann hafði frá því hann var ungur maður verið mikill óreglumaður.Þá voru engin meðferðarúrræði fyrir áfengissjúklinga nema Stórstúka Íslands.Ég ásamt mörgum öðrum reyndum að fá afa hans til að hætta að drekka,en ekkert gekk.Hann var afar þrjóskur,en var góður við drenginn og milli þeirra ríkti vinsemd og kæreikur.

Þegar strákurinn var tíu ára gamall,sagði hann mér frá fyllibittu,sem hefði hætt að drekka eftir að hann fór að vera á samkomum hjá Hvítasunnusöfnuðinum.Nú vildi hann reyna að koma afa sínum á svona samkomu og bað mig að hjálpa sér.Þegar við léðum máls á þessu við karlinn,harðaneitaði hann í fyrstu og kvaðst ekki þurfa að skola brennivíninu niður með einhverju guðsorði.Hann var all drukkinn þegar við ræddum við hann.Ég sagði honum, að á samkomunni væri fallegur og skemmtilegur söngur,sem væri gaman að hlusta á,en afinn var söngmaður góður og hafði yndi af músik.Eftir nokkurt þref fórum við á samkomuna og sátum aftarlega í kirkjunni.Afinn fór að brosa þegar hann heyrði sönginn og hóf upp sína dimmu bassarödd svo undirtók í salnum.Það fór ekki fram hjá neinum að ný rödd var kominn í salinn.Það er skemmst frá því að segja,að í lok samkomunnar, var afi  strax hrókur alls fagnaðar.Hann fór með hendina í rassvasann og ætlaði að ná í silfirlitaða pelann sinn,sem við höfðum tekið frá honum

án þess að hann yrði þess var.Þið megið ekki hafa rangt við í kirkjunni,sagði hann hlæjandi og faðmaði strákinn að sér.

Þarna hófst fyrsta fagnaðarganga  afa.Hann spurði ekki eftir silfurpelanum sínum oftar.Nú fór afi   á hverja samkomu og strákurinn oft með honum.Tveimur árum seinna var afi allur,hann fékk krabbamein.Æfin hans afa var dæmigerð fyrir áfengissýkina,en kærleikurinn var alltaf til staðar þegar drengurinn átti hlut að máli.Við meigum ekki játa trúna með vörunum einum saman,við verðum af einlægni að hleypa Guði inn til okkar,þá er svo auðvelt að umbera okkur,sagði gamla góða fyllibittan við mig sömmu áður en hann lést.


Hafði stundum dreymt hann,en nú stóð hann fyrir framan mig.

Var staddur fyrir nokkru í Kringlunni og var að fá mér kaffisopa.Tveimur borðum frá mér sat maður og kona.Maðurinn horfði mikið til mín og þetta áhorf var að verða fremur óþægilegt.Þegar ég stóð upp og gekk fram hjá borðinu þeirra,stóð hann einnig upp og tók í hendina á mér og kynnti sig og spurði hvort ég væri Kristján Pétursson.Sá er maðurinn sagði ég.Þú átt stóran þátt í lífi mínu,sagði hann og bað mig að setjast hjá þeim.Þú gætir sjálfsagt aldrei giskað á hver ég er,svo ég ætla að segja þér sögu mína í stuttu máli.

Þegar ég var rúmlega fimm ára gamall Kristján, þá komst þú fyrst inn í líf mitt.Þá varstu í Barnaverndarnefnd í Keflavík.Foreldarar mínir voru miklir áfengissjúklingar og pabbi barði mömmu.Þau voru talin óhæf að annast mig.Ég man vel eftir því þegar þú komst,þá þorði ég ekki að vera inni í húsinu og var úti á götu um miðja nótt.Þú baðst mig að koma út í bíl,þú myndir fara með mig til góðrar konu,sem myndi hjálpa þér.Þú settir kuldaúlpu yfir mig ,mér var voðalega kald.Nú veit ég vel hver þú ert, sagði ég,þú hefur svo oft komið upp í huga mér og í draumum líka í gegnum tíðina.Litli fallegi ljóshærði hrokkinhærði strákurinn var okkur öllum afar kær í Barnaverndarnefnd.

Þegar sýnt var að þú færir ekki aftur til foreldra þinna ,var þér komið tímabundið til yndislegra hjóna,sem áttu tvö drengi.Þau ættleiddu þig,þangað kom ég nokkrum sinnum að hitta þig næstu tvö árin,það hefur alla tíð verið mér ógleymanlegt,fósturforeldrar þínir og þú voru svo yndislega góð við mig.  Nú  framhaldið hefur allt verið á einn veg ,sagði hann.Ég fékk góða menntun í Þýskalandi og hef dvalið lengst af þar og giftist þessari yndislegu konu þar,sem hann kynnti mig fyrir.Ég sagði honum að konan,sem var form.Barnaverndarnefndar á þessum tíma og kom honum til fósturforeldra sinna væri látinn fyrir mögum árum.Ég veit það ,sagði hann,ég hef krossað nokkrum sinnum yfir leiðið hennar.Það verður gaman að vita þegar mig dreymir þig næst hvernig þú lýtur þá út sagði ég.Sagan verður ekki rakin lengra,við áttum þarna áhugaverðar samræður um lífið og tilveruna.


Gamall maður fær aðstoð frá ungri stúlku á Vífilstaðavegi.

Þegar ég ók upp Vífilstaðaveginn í morgun,veitt ég athygli öldruðum  manni með staf í hendi á gangstéttinni.Hann gekk fram og til baka og virtist eitthvað miður sín.Ég ók spölkorn fram hjá honum,þar sem ég gat lagt bílnum og ætlaði að huga að honum og bjóða aðstoð ef þess væri þörf.Í sama mund ber að unga stúlku ca.7-8 ára gamla, sem hleypur til gamla mannsins.Þegar ég kom til þeirra segir stúlkan,að gamli maðurinn viti ekki hvar hann eigi heima.Ég redda þessu sagði sú litla,tók upp gemsann  og hringdi .Hún amma hlýtur að vita hvar hann á heima,hún þekkir alla gamla karla.Vissi ég ekki,sagði hún brosandi,tók í hönd gamla mannsins og sagði ég fylgi þér heim.Öldungurinn brosti og sagðist stundum tína sjálfum sér,en það kemur alltaf einhver mér til hjálpar.

Þessi stutta en yndislega stund,sem ég upplifði þarna var svo hugljúf og falleg,að ég vildi láta ykkur njóta hennar með mér. 

 


Yfir 1600.mil.kr.árslaun aðalbankastjóra KB banka.

Samtals greiðir KB banki aðalbankastjórum sínum yfir 1600 mil.kr.í árslaun.Laun hvers um sig eru  rúmar 8OO mil.kr.sem eru meira en tvöfalt hærri en hæstu bankastjóralaun á hinum Norðurlöndunum.Nú er eðilega spurt hver ákvarðar þessi laun þeim til handa.Ekki er um sjáltöku að ræða,bankastjórnin hlýtur að bera ábyrgð á þessum launum.

Á hvaða grundvelli er þessar launaákvaranir teknar og hvaða viðmiðanir er stuðst við? Bankastjórnin beinlínis verður að upplýsa hluthafa bankans um þessi ofurlaun bankastjóranna og reyndar á þjóðin siðferðislegan rétt á að vita hvernig hægt er að greiða mönnum yfir 200 sinnum hærri laun en almenn verkamannalaun.

Svona launatölur eru ekki gott innlegg í komandi samningum launþegafélaganna við vinnuveitendur sína.  


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðhr.aftengir Ísland frá Írakstríðinu.

 Yfirlýsing utanríkisráðherra að  Íslendingar gegni ekki lengur  hernðarhlutverki í Írak var hárrétt ákvörðun og henni til sóma.Það þurfti að skera okkur niður úr þeirri snöru,sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson settu Ísland í með ólögmætum hætti á sínum að tíma að eiga aðild að Írakstríðinu.

Ísland  gæti hins vegar orðið þátttakandi að stríðsátökum sem NATO ríki með þeim hætti að leyfa umferð innan ísl.landhelgi og notkun hernaðarmannvirkja á Keflavíkurflugv.og aðgang að höfnum landsins.Slíkir öryggis - og varnarsamningar  hafa þegar verið gerðir við nokkur NATO ríki.Ég hef reyndar ekki séð þessa samninga,en þeir ættu að gangast okkur við núverandi aðstæður.Við þurfum hins vegar að endurskoða okkar eigið  varnar - og öryggisskipulag hér innanlands..Einleikur dómsmálaráðhr í ríkisstjórnni á þeim vettvangi er ekki til heilla fyrir land og þjóð.Um þau mál mun ég fjalla síðar.


Víkingasveit lögreglunnar verður í miðborginni um helgar til aðstoðar lögreglunni.

Ég get ekki séð að lögreglan hafi  haft neinn hemil á þeim sjóðfullu ungmennum og fíkniefnaneytendum sem hafa lagt undir sig miðborg Reykjavíkur um helgar.Sóðasakpur út um allt,bréfarusl,matarleyfar,glerbrot,ælur,vindlingahrúgur á gangstéttum og götum fyrir framan skemmtistaðina,auk þess sem menn míga á götum úti og upp við hús og krota á veggi.Allt þetta geta menn fengið staðfest á ferð sinni um borgina síðla nætur.Hvers konar árásir fylgja Þessu næturlífi og hefur slysadeild  Borgarspítalans vart undan að gera að sárum manna.

Er ekki nóg komið af þessu stjórnleysi og  aumingjahætti stjórnvalda.Það á að framfylgja reglum á veitingastöðum,sem hafa leyfi til áfengissölu að afgreiða ekki áfengi til áberandi  drukkinna manna.Þá á lögreglan að kæra menn á almannafæri,sem eru sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu  hættulegir umhverfi sínu.Þetta er allt hægt að gera með lögformlegum hætti ef vilji er fyrir hendi. Það á að beita verulegum sektum fyrir afbrot af þessum toga.Mér sýnist að hægt hafi verulega á umferðinni eftir að sektir fyrir hraðakstur voru hækkaðar,er ekki líklegt að sóðaskapnum og barsmíðunum í borginni myndi fækka  ef sektum væri almennt beitt fyrir brot af þessum tagi.Ég skora á lögregluna og borgaryfirvöld að taka fast á þessu stjórnlausa ástandi.


Stjórnlaus sjóðfull ungmenni og fíkniefnaneytendur hafa miðborgina á sínu valdi um helgar.

Ég get ekki séð að lögreglan hafi neinn hemil á þeim sjóðfullu ungmennum og fíkniefnaneytendum sem hafa lagt undir sig miðborg Reykjavíkur um helgar.Sóðasakpur út um allt,bréfarusl,matarleyfar,glerbrot,ælur,vindlingahrúgur á gangstéttum og götum fyrir framan skemmtistaðina,auk þess sem menn míga á götum úti og upp við hús og krota á veggi.Allt þetta geta menn fengið staðfest á ferð sinni um borgina síðla nætur.Hvers konar árásir fylgja Þessu næturlífi og hefur slysadeil  Borgarspítalans vart undan að gera að sárum manna.

Er ekki nóg komið af þessu stjórnleysi og  aumingjahætti stjórnvalda.Það á að framfylgja reglum á veitingastöðum,sem hafa leyfi til áfengissölu að afgreiða ekki áfengi til áberandi  drukkinna manna.Þá á lögreglan að kæra menn á almannafæri,sem eru sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu  hættulegir umhverfi sínu.Þetta er allt hægt að gera með lögformlegum hætti ef vilji er fyrir hendi. Það á að beita verulegum sektum fyrir afbrot af þessum toga.Mér sýnist að hægt hafi verulega á umferðinni eftir að sektir fyrir hraðakstur voru hækkaðar,er ekki líklegt að sóðaskapnum og barsmíðunum í borginni myndi fækka  ef sektum væri almennt beitt fyrir brot af þessum tagi.Ég skora á lögregluna og borgaryfirvöld að taka fast á þessu stjórnlausa ástandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband