Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Jafntefli við Norðmenn á heimavelli var ágæt útkoma.
1.11.2008 | 18:01
Það var gaman að sjá baráttuandann í liðunu.Slæm byrjun,sjö mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik.Í seinni hálfleik sýndi silfurliðið hvað í því býr,þrátt fyrir að 4.menn vantaði í liðið.Logi setti 13 mörk í leiknum og sannaði að hann er einn af þremur bestu leikmönnum landsins.Það er gaman að sjá þessar frændþjóðir keppa,þar er hvergi gefið eftir.
Aðgerðar - og manndómsleysi ríkisstjórnarinnar að leggja ekki fram skilvirkar tillögur um úrlausnir í húsnæðismálum eru óþolandi.Öll óvissa skapar ótta og hvers konar óþægindi.Við viljum vita nákvæmlega hver staðan er,svo við getum brugðist sem best við aðstæðum.Það er oft sagt að slæm frétt sé betri en engin,það á ekki síst við um fjárhagslega stöðu heimila og fyrirtækja.
Þúsundir Íslendinga eru á leið úr landi.Þeir eru í þúsunda vís að missa atvinnu og húsnæði.Fjölskyldur með börn í skóla,eiginmenn verða að yfirgefa fjölskylduna.
Ennþá situr þessi ráðlausa ríkisstjórn aðgerðarlaus á meðan þjóðinni blæðir.Eitt er víst,að þjóðin verður að losna strax við Seðlabankastjóra og forsætisráðhr.sem skorta þekkingu,ranghverfa staðreyndum og viðhafa forhertan blekkingina áróður.Í þjóðskipulagi frjálshyggju kapitalisma,þar sem fjöldi ráðandi manna í þjóðfélaginu verða þrælar auðhyggjunnar og græðginnar,vegna þeirrar innbyggðu meinsemda,sem fylgja óheftum kapitalsisma.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)