Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Knýja fram lausnir með valdi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - ESB ríki okkur andstæð.

Það virðist nokkuð augljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríki innan ESB ætla að reyna að knýja Íslendingina til að gera upp við sparifjáreigendur á Bretlandi,Holllandi Þýskalandi og reyndar víða áður en kæmi til úthlutunar úr sjóðnum.Smáríki eins og Ísland eru sýnilega talin auðveld bráð,sem hægt sé meðhöndla að vild.Við höfum verið að vona að öll Norðurlöndin stæðu með bræðraþjóð sinni til að leysa okkur að hluta til úr skuldasnörunni,sem sífellt herðir meir að.Augljóst er að ísl.þjóðin gæti aldrei ein  og óstudd komist út úr þessu skuldafeni.

Um ein miljón sparifjáreigenda í nokkrum Evrópulöndum virðast hafa tapað um  eitt þúsund miljörðum,en ekki hefur ennþá verið upplýst um hver endanlega tala er.Þá hefur ekki heldur verið upplýst  um hver fjárhagsleg staða ísl.bankanna er hérlendis.Maður hefði haldið ,að nóg hafi verið lagt á þjóðina okkar að vera með handónýta  mynt,sem búin er að rústa hagkerfið,en að þjóðin þurfi samtímis að vera lömuð af ótta og sorg vegna aðgerða nokkra fjárglæpamanna,sem í skjóli afglapahátta pólutískra ráðhr.og óhæfra embættismanna ,sem hafa haldið verndarhendi yfir þeim. 


Mannvænlegasti og skemmtilegasti þingm.Framsóknarfl.farinn af þingi.

Það er mikil eftirsjá að Bjarni Harðarson skuli hafa hætt þingmennsku.Hann er málefnalegur og heiðarlegur og pólutískur vegvísir hans hreinn og beinn.Ég hefði nú haldið ,að hann hefði getað haldið  áfram sem þingmaður,gjörningur hans var óhapp,en ekki gerður af yfirlögðu ráði.Hann vildi axla ábyrgð og hætti,sem er óþekkt í íslenskri stjórnmálasögu við slíkar aðstæður.

Bjarni vildi efla störf þingsins,efla frelsi og jafnfram rýmka lýðræðið. Það er mikill skaði fyrir þingið að missa Bjarna hann er líka einlægur og skemmtilegur persónuleiki.Ég las alltaf bloggið hans Bjarna og vona hann haldi áfram að skifa.

Óska þér góðrar framtíðar.


Hvar eru inneignir hundruð miljarða sparifjáreigenda ,sem ísl.bankar eru ábyrgir fyrir.

Hafa ísl.bankar í Evrópu flutt hundruð miljarða kr.í skattaparadísir í Karabiska hafinu og víðar?Óupplýst er ennþá hvað varð af þessum peningum,en fullvíst má þó telja að stærstum hluta þeirra hafi verið komið undan til landa,sem m.a.taka að sér vörslu  ólögmætra  fjármuna,sem blandast oftar en ekki aðgerðum hvers konar alþjóðlegra glæpahringa.

Það á ekki að líðast,að þeir sem hafa komið umræddum fjármunum undan réttvísinni ,geri ekki strax grein fyrir hvar þeir eru niðurkomnir og skili þeim aftur til sparifjáreigenda.Það á náttúrlega að yfirheyra Þessa aðila,sem eiga hlut að máli og setja þá í farbann þangað til fyrir liggur staðfesting þeirra um meðferð á umræddu fé.

Ríkisstjórnin og önnur viðkomandi íslensk yfirvöld verða að sýna í verki,að þeir hafi í frammi lögformlegar aðgerðir og  rannsóknir á þessum meintu brotum,svo ríkisstjórnum erlendra ríkja,sé fullkomlega ljóst,að Íslendingar ætli sér að upplýsa þessi mál innan - sem utanlands og láta þá sem reynast sekir svara til saka.Ríkisstjórnin og aðrir lögboðnir eftirlitsaðilar  hefa dregið fæturnar í þessum málum og staðið afar illa að allri upplýsingaöflun er lýtur að meintum sakarefnum.Við erum í reynd að takast á við langstærstu fjársvikamál Íslandssögunnar,sem geta ráðið um langa framtíð hvernig þjóðinni mun vegna.


Mannvænlegasti og skemmtilegasti þingm.Framsóknarfl.hættur á þingi.

Það er mikil eftirsjá að Bjarni Harðarson skuli hafa hætt þingmennsku.Hann er málefnalegur og heiðarlegur og pólutískur vegvísir hans hreinn og beinn.Ég hefði nú haldið ,að hann hefði getað haldið  áfram sem þingmaður,gjörningur hans var óhapp,en ekki gerður af yfirlögðu ráði.Hann vildi axla ábyrgð og hætti,sem er óþekkt í íslenskri stjórnmálasögu við slíkar aðstæður.

Bjarni vildi efla störf þingsins,efla frelsi og jafnfram rýmka lýðræðið. Það er mikill skaði fyrir þingið að missa Bjarna hann er líka einlægur og skemmtilegur persónuleiki.Ég las alltaf bloggið hans Bjarna og vona hann haldi áfram að skifa.

Óska honum góðs gengis.


Mótmælum á að sinna strax með skýrum aðgerðaráætlunum ríkisstjórnarinnar.

Helgi eftir helgi kemur fólk í hundraða - og þúsundavís til að mótmæla aðgerðrleysi ríkisstjórnarinnar.Öll kynningastarfsemi er nánast í skötulíki og ráðleysi ráðhr.algjör.

Hérvillingar eins og Davíð , Geir og Halldór Ásgrímsson á sínum tíma bera höfuðábyrgð á því að fjársjóðir til lands og sjávar hafa verið teknir frá þjóðinni á sýndarverði og úthlutað til flokksbræðra og vina sinna á undanförnum árum.Hér er m.a.átt við fiskveiðiheimildir,bankana og fjölda ríkiseigna.Nú lifir fólk við hvíldarlausan ótta,er í þúsunda tali að missa íbúðir og atvinnu og um þúsund fyrirtæki verða gjaldþrota á þessu ári.

Þjóðin er er loks búin að fá nóg.Ef mótmælum verður ekki sinnt strax með skýrum aðgerðaráætlunum munu brjótast út hörkulegri mótmælaaðgerðir en við höfum áður litið.Ég hef aldrei á langri æfi funndið jafn mikla undirliggjandi reiði til stjórnvalda.Komi til alvarlegra aðgerða mótmælenda við lögreglu mun allt ástand stigmagnast og verða að miklu báli.Það mun reynast erfitt að slökkva þá elda meðan Sjálfstæðisfl.fer með stjórn.Við eigum enga sérhæfa óeyrðalögr.nema fámenna víkingasveit.Þá má líka ætla að lögreglan gengi ekki samstíga til slíkra aðgerða.

 


Öll aðkoma að skipulögðum rannsóknum á meintum brotum skandall.

Hver ber ábyrgð á því,að ekki skuli hafa verið strax hafist handa um lögformlega rannsókn á starfsemi bankanna þegar ríkið tók við rekstri þeirra ? Fjármálaeftirlitið sá um framkvæmd á yfirtöku bankanna til ríkissins og hefði því strax átt að hafa samband við ríkissaksóknara um aðkomu hans embættis að málinu.Ljóst var þá strax af þeim upplýsingum,sem fyrir lágu að þyrfti að leita til erlendra sérfræðinga til að rannsaka bankana og ýms stór fjármálafyrirtæki í viðskiptum við þá.Ljóst var þegar í upphafi að fjöldi Íslendskra embættismanna væru vanhæfir að koma að rannsókninni,enda ynnu þ'úsundir starfsmanna hjá þessum aðilum.

Það skipti mestu máli að tryggt væri þegar við yfirtöku bankanna að koma í veg fyrir undanskot og breytingu gagna,sem hefðu að geyma veigamestu sönnunargögnin innan lands sem erlendis.

Þá þurfti einnig að kanna hina síðbúnu stjórnsýsluaðför Fjármálaeftirlitsins , Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar og skattayfirvalda. að hinum ýmsu meintu þáttum málanna. Það hefur allt verið í baklás varðandi heildarrannsóknir þessara meintu fjársvikamála.Ýmsar getgátur eru uppi í þjóðfélaginu um ástæður þess,enda ríkir persónu - og pólutískir hagsmunir í veði.Ég hef litla trú á því að öllum steinum verði velt við eins og forsætisráðhr.segir.Af hverju beitti hann og dómsmálaráðhr. sér ekki strax fyrir að erlendir sérfræðingar kæmu  til landsins til að gera heildarúttekt á umfangi málanna.


Fólk missir atvinnu og húsnæði -fer síðan úr landi í þúsundavís.

Þetta er það versta sem getur komið fyrir eina þjóð,en var þó að mestu fyrirséð fyrir nokkrum mánuðum.Hvað gerði ríkisstjórnin ? Ég hef ekki séð neina aðgerðaáætlun af hennar hendi.Vextir hækka.verðbólgan og matvaran hækkar,reyndar eru öll efnahagsmál í rúst.

Verðtrygging lána fer þó verst með þjóðina af öllum slæmum verkum þessarar og fyrrverandi ríkisstjórna.Nú bætist atvinnuleysið við og þá fer fólkið í tugþúsundatali úr landi.Engin veit hvort eða hvenær það kemur aftur heim.Stjórnmálamenn blaðra um aðgerðir,en gera engar raunhæfar aðgerðir til úrbóta.Þekkingaskortur ,athafna  - og skipulagsleysi ríkisstjórnar og alþingis   virðist algjör.

Verðtryggingu húsnæðismála verður að afnems strax.Hækkanir á höfuðstól lánanna verður ríkisstjóður að taka yfir og gæti þannig orðið tímabundinn eigandi að íbúðunum,þar til verðbólgan verður komin niður í a.m.k.2 % .Á sama tíma verður að lækka vextina til samræmis við það sem gerist hjá ESB ríkjum.Stjórnvöld og reyndar þjóðin öll verður að berjast gegn atvinnuleysinu,ekkert er verra en missa fólkið úr landi.


Enn berast ótíðindi frá bönkunum.50 miljarða lán yfirmanna Kaupþings afskráð..

Nú er komið í ljós að æðstu starfsmenn  Kaupþingsbanka fengu afskrifaðar persónulegar skuldir hjá bankanum um 50 miljarða rétt áður en hann var yfirtekinn af ríkinu.Ekki hefur tekist að ná sambandi við fyrrverandi bankastjóra bankans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Fjármálaeftirlitið hafði ekki " heimilað "neinar slíkar afskriftir af skuldum starfsmanna hjá bankanum.Talið er líklegt að svipað hafi gerst hjá hinum bönkunum,en það verður staðfest á næstu dögum.Ef þetta reynist rétt er um að ræða stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar.Það er augljóst að Íslendingar verða að fá hóp erlendra sérfræðinga  á sviði fjársvikamála til að rannsaka málin til hlýtar.Hætt er við að þúsundir Íslendinga séu vanhæfir að koma að rannsóknum bankanna og því best að halda þeim utan heildar rannsóknar málsins.Verst er hvað dregist hefur að hefja rannsóknirnar,þær hefðu átt að hefjast um leið og bankarnir voru teknir yfir til ríkissins.Sú almenna spilling sem virðist hafa viðgengist í bönkunum bendir til þess,að hin opinbera stjórnsýsla sé meira eða minna tengd þeim fjársvikum, sem þar áttu sér stað.Rannsóknunum verður því að beina utan sem innan bankanna,sem gerir hana flóknari og tímafrekari.

Stöndum saman,stöndum saman sagði forsætisráðhr.við upphaf kreppunnar.Mín skoðun er sú að þjóðin eigi eftir að tvístrast og mikill ótti og hatur nái tökum á henni þegar hún sér hvernig allt var í pottinn búið.Hnignun á réttarfarlegu lýðræði hefur öllum verið augljós lengi, það hefur verið endalaust logið að þjóðinni og fréttir falsaðar eftir að auðhyggjan festi rætur og græðgin tók við.


Laun öryggisgæslu lífvarða verði greidd af þeim sem hennar njóta.

Svo óvinsælir eru forsætisráðhr.og Seðabankastjórari vegna starfa sinna,að þeim eru lagðir til öryggisverðir.Dómsmálaráðhr.virðist hafa ákveðið þessar öryggisaðgerðir í samráði við viðkomandi menn vegna reiði og óróa almennings um störf þeirra.

Hafi menn brugðist svo trausti þjóðarinnar vegna pólutískra - og rangra stjórnsýsluaðgerða umræddra manna ,að þurfi að koma til sérstakrar öryggisgæslu þeim til handa ,tel ég eðlilegt ,að þeir sem hennar njóti greiði persónulega fyrir hana.Hér er um verulegar peningaupphæðir að ræða,sem almenningur í landinu á ekki að greiða neitt fyrir.


Ríkisstjórnin leggi strax á borðið aðgerðaráætlun um greiðslu húsnæðislána.

Aðgerðar - og manndómsleysi ríkisstjórnarinnar að leggja ekki fram skilvirkar tillögur um úrlausnir í húsnæðismálum eru óþolandi.Öll óvissa skapar ótta og hvers konar óþægindi.Við viljum vita nákvæmlega hver staðan er,svo við getum brugðist sem best við aðstæðum.Það er oft sagt að slæm frétt sé betri en engin,það á ekki síst við um fjárhagslega stöðu heimila og fyrirtækja.

Þúsundir Íslendinga eru á leið úr landi.Þeir eru í þúsunda vís að missa atvinnu og húsnæði.Fjölskyldur með börn í skóla,eiginmenn verða að yfirgefa fjölskylduna.

Ennþá situr þessi ráðlausa ríkisstjórn aðgerðarlaus á meðan þjóðinni blæðir.Eitt er víst,að þjóðin verður að losna strax við Seðlabankastjóra og forsætisráðhr.sem skorta þekkingu,ranghverfa staðreyndum og viðhafa forhertan blekkingina áróður.Í þjóðskipulagi frjálshyggju kapitalisma,þar sem fjöldi ráðandi manna í þjóðfélaginu verða þrælar auðhyggjunnar og græðginnar,vegna þeirrar innbyggðu meinsemda,sem fylgja óheftum kapitalsisma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband