Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Á ekki orð til að lýsa eymd ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Hef verið erlendis undanfarnar vikur og tekið mér frí  frá blogginu.Þakka þeim sem hafa samt heimsótt mig.Svo kom flensan og lagði mig og þá las ég blöðin.Náttúrlega hafði ekkert breyst nema verðrið .

Þrátt fyrir að rúmlega 200 miljarðar króna hafa bæts við skuldir almennings á s.l. fjórum árum vegna verðbóta sem bætast við höfuðstól  verðtryggðra lána gerir ríkisstjórnin EKKERT í verðbólgumálum.Þetta þýðir í reynd að á þessu tímabili hafa tæpar tvær miljónir bæst við skuldir hvers heimilis í landinu.

Hagfræðingur ASÍ Ólafur Darri Andrason lét hafa það eftir sér sér í Fréttablaðinu í dag,að líta mætti á verðtrygginguna sem leið til að lifa við óstöðugleika.Veit ekki Ólafur, að engin þjóð innan ESB býr við verðtryggingu,þar er ekki leyfilegt að henda efnahagsóreiðunni yfir almenning.

Hvernig væri að hækka verðbætur lána um helming í t.d.30% og fella húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölu eins og ég hef margoft lýst.Vilji og réttlæti er allt sem þarf til að skera okkur niður úr verðbólgusnörunni.Jafnaðarmaðurinn, sem í mér býr er hreint út sagt að sprynga út af vesaldóm og úrræðaleysi þessar ríkisstjórnar í efnahags  -  og réttlætismálum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband