Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Capacent könnun sýnir að 68% vilja taka upp evru og mikill meirihluti vill ganga í ESB.

Þjóðin er sýnilega búin að missa alla tiltrú á krónunni,stuðningur við ervuna hefur aukist 22% síðan í febrúar.Nú vilja 68 % evruna en aðeins 31,7 % vilja halda krónunni.46,8 % eru nú hlinnt inngöngu í bandalagið en 29% andvíg og 22 % óákveðnir.

Miðað við þessar niðurstöður ber ríkisstjórnni að hefja undirbúning að viðræðum við ESB.Það gæti líka flýtt fyrir,að ríkisstjórnin fari að taka á efnahagsmálunum á vitrænan hátt og færa þau til samræmis við þær reglur sem gilda innan ESB eins og t.d. verðbólgu,vaxtamál,verðtrygginar,hátt matarverð o.fl.

Ríkisstjórninni ber að fara að vilja þjóðarinnar þegar hann er jafn afgerandi eins og undanfarnar kannanir sýna.Niðurstöður í viðræðum í ESB verða síðan ákvarðaðar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Íslenskum ríkisstjórnum hafa afar oft verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og þjóðin finnur til öryggisleysis.Misskipting valds, séttamunur , úrræða - og miskunarleysi gagnvart láglaunafólki er áberandi.Þá er löggjafar - og framkvæmdavaldið í reynd ekki aðskilið,en það veikir lýðræðið sérstaklega þegar einn og sami flokkurinn er áratugum saman í ríkisstjórn. Þessi taumlausa og villta útrás víkinganna og bankanna berja nú að dyrum hjá ríkissjóði og vilja fá hundruð miljarða tryggingu,svo bankarnir geti fengið lánsfé á samkeppnishæfum kjörum.

Ríkið ber enga ábyrgð lengur á rekstri bankanna,þeir eiga að standa á eigin fótum,það þýðir ekkert fyrir þá að belgja sig út árlega með hundruðum miljarða gróða,en koma svo skríðandi að biðja um hjálp.Hvað varð af öllum gróðanum ? Væri ekki ráð,að þeir gerðu nákvæma grein fyrir fjáreiðum sínum. Það eru væntanlega engin vandkvæði á að fá hingað evrubanka,þá losnum við við flotkrónuna og fengjum væntanlega húsnæðislán á eðlilegum vöxtum og án verðtrygginga.


Ótímabærar fréttir af kynferðisáreitni eða blyðgunarsemi sóknarprestins á Selfossi.

Enn og aftur gera fréttastofur sig seka um ótímabærann fréttaflutning.Á meðan ekki er farið með lögformlegum  hætti að yfirheyra stúlkurnar og rannsaka málið og ekki liggur fyrir staðfestur framburður þeirra, eiga fréttastofur alls ekki að birta neina frétt um málið.Hér er ég ekki að bera neitt blak af sóknarprestinum,sem ég þekki ekki neitt,heldur að hafa í huga þá miklu mannorðshnekki,sem viðkomandi verður fyrir hvort heldur hann reynist sekur eða saklaus.Við þekkum ótal sögusagnir,sem komið hefur verið á kreik af illgjörnum lygalaupum til að eyðileggja mannorð viðkomandi karla og kvenna.Persónulega varð ég tvisvar að kæra sama dagblaðið fyrir meiðyrði og vann þau mál bæði í Hæstarétti.Um var að ræða afbotamenn,sem ég þurfti að hafa afskipti af í alvarlegum sakamálum  á sínum tíma sem löggæslumaður.

Málið fer nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Suðurlands.Málið var af foreldri annarar stúlkunnar vísað  fyrst til Barnaverndarstofu,en þar sem stúlkurnar hafa náð lögboðnum aldri til dómsmeðferðar verður málið afgr.í Héraðsdómi.Hins vegar getur Barnaverndarstofa  verið lögreglu og dómstólnum til aðstoðar ef þess er óskað.

Frásögn og upplifun Jörg Sonderman organista í Selfosskirkju af þessu máli á heima hjá lögreglunni opinberar ályktanir hans eru eins og fréttamannanna ótímabærar.Hvað liggur honum á að koma skoðunum sínum á framfæri áður en lögreglan  hefur lokið a.m.k.frumrannsókn í málinu?eða


Svonefndir lestarstjórar valda stórhættu í umferðinni - þarf að breyta umferðarlögum?

Nánast alltaf verða á vegi manns í umferðinni ökumenn,sem aka lödurhægt,langt undir lögboðnum hraða.Þeir valda umferðarhnútum,sem leiðir til sífellds framúrakstur,sem veldur oft mikilli áhættu sérstaklega á tvíbreiðum akbrautum.Oft er um háaldrað fólk eða veikburða  að ræða,sem á erfitt með að aka á eðlilegum hraða.Að sjálfsögðu eigum við að taka tillit til þessa fólks í umferðinni,en spurningin er hvort lögreglan eigi ekki að skoða oftar ökuskírteini þessa fólks og meta ökuhæfni viðkomandi eftir aðstæðum.

Aldur fólks er afstæður og því ekki hægt að setja neinar reglur um hámargsaldur við akstur bifr.Með læknisvottorðum er úrskurðað hvort viðkomandi hafi næga sjón,en um annað  ástand þeirra er lítt kannað.Ég held að full þörf sé á að skilgreina betur en nú er lög og reglur um útgáfu ökuskírteina og auka m.a. eftirlit lögreglu með ökumönnum,sem halda niðri lögmætum ökuhraða.

Hér á ég sérstaklega við ökumenn,sem aka t.d.á 50 -70 km.hraða utanbæja,þar sem ökuhraði er leyfður 90 km.og einnig þá sem aka lödurhægt innanbæjar miðað við lögboðinn hraða.

Eftir því sem ökutækjum fjölgar er enn meiri nauðsyn á halda uppi þeim hraða sem leyfður er.Kínverjar eru t.d.farnir að kæra bifreiðastj.fyrir of hægan akstur á akbrautum,sem eiga að bera meiri umferð.


mbl.is Sektaðir fyrir að keyra of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarbúnaður lögreglu verður að vera öruggur til að halda uppi lögum og reglu.

Við þær  breyttu aðstæður sem skapast hafa á vettvangi lögreglunnar undanfarið er augljóst að kylfur og táragas nægja ekki við almenn lögreglustörf.Ef hin almenna lögregla á að geta framkvæmt sín skyldustörf að halda uppi lögum og reglu og vernda fólk fyrir ágangi og árásum  óróaseggja og hvers konar afbrota - og glæpamanna verða þeir að hafa tiltækan þann varnarbúnað sem með þarf.Ef lögreglan telur almennt að hún þurfi rafstuðabyssur til að vernda borgaranna og sjálfa sig þá eiga yfirmenn lögreglunnar að verða við því.Slysatíðni lögreglum.hefur aukist mikið og jafnvel nokkuð meira en gerist í nágrannalöndum okkar.

Lögreglumenn eiga oftast maka og börn,föður og móður,sem hafa oft miklar áhyggjur af þeim.Þau vita að hver dagur ber í skauti sér ýmis konar hættur.Þá eru lögreglumönnum einkanlega sem vinna við fíkniefnarannsóknir hótað ýmsum aðgerðum af hendi afbrotamanna.Menn ættu að setja sig í spor þessa manna og líta sér nær þegar kemur að börnunum okkar.


Lagið okkar og sviðssetningin á laginu okkar í Evrópukeppninni eitt allsherjar klúður.

Þvi oftar sem ég horfi á þetta myndband og heyri þennan tilfinningasnauða  hávaða og öfgvafulla látbrað líður mér illa.Að þetta skuli vera framlag okkar,sem eigum fullt af hæfileikaríkum lagahöfundum er alveg dæmalaust.

Þá er þessi sífellda keppni milli söngvarana og hljómsveitarinnar hvor geti yfirkeyrt hinn í hávaða ekki líkleg til að láta vel í eyra.Hver ræður þessari ömurlegu sviðsetningu,þar sem söngvararnir eru að stórum hluta yfirskyggðir af einhverjum aukapersónum,sem eiga þarna ekki heima.Við verðum að skipuleggja þennan undirbúing á faglegum nótum og koma honum úr þessu klessuverki tómleikans. 


Sölumagn íbúðarhúsnæðis fimm sinnum meiri en markaður er fyrir.Er vá fyrir dyrum?

Nú er staðfest að um 5000 íbúðir séu til sölu á stór - Reykjavíkursvæðinu og þúsundir íbúða losni þegar erlendir iðnðarmenn fari héðan,sem verður fyrr en síðar vegna samdráttar.Talið er að 1500 íbúðir þurfi til að metta markaðinn á ársgrundvelli.Hér eru því væntanlega fimmfalt fleiri íbúðir á þessu svæði en markaður er fyrir.Allir hljóta  að sjá afleiðingar svona fjárfestinga,sem veldur gífurlegu verðfalli íbúða og þúsunda gjaldþrota.Hér gæti því verið um að ræða dýpstu lægð í ísl.efnahagsmálum í áratugi.Kannski er nú að skapast grundvöllur eins og víðast hvar í Evrópu fyrir kaupleigu íbúðir,en þá verða vextir og verðbólga að vera hliðstæð því sem gerist hjá ESB.

Það er táknrænt fyrir ísl.iðnðarmenn,að verktakafélög hafa flutt inn á undanförnum árum þúsundir erlendra iðnðarmanna til að byggja margfalt fleiri íbúðir en þörf er á.Nú verða þeir sjálfir atvinnulausir innan ekki langst tíma og verða þá í þúsunda vís að leita atvinnu erlendis.Því er eðlilega spurt hvort framboð og efirspurn hafi ekkert með markaðinn að gera eða er græðgis - og fíflhyggja verktakafélaga og banka að ganga frá ísl iðnðarmönnum og íbúðareigendum.Svo horfa stjórnmálamennirnir og bankarnir á þessa höfuðlausu sköpun.Það er stundum sagt að mannshöfuð sumra sé ekki aðeins þungt,það er líka lengi að skapast. 


Samfylkingin tapar fylgi - fylgi Sjálfstæðisfl.óbreytt.

Það er áhugavert að virða fyrir sér þessar niðurstöður í skoðunarkönnuninni.Svo virðist sem kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir kosningar séu farnar að skaða flokkinn.Það sama skeði með Framsóknarfl.í samstarfi við Sjálfstæðisfl.Andstæðingar Samfylkingarinnar eru eðlilega að krefja hana um að standa við kosningaloforðin einkanlega þegar illa árar í efnahgsmálum með hækkum verðbólgu og vaxta o.fl.

Sjálfstæðisfl.siglir sem fyrr sléttann sjó,hann hefur alltaf haft það fyrir reglu að vera sparsamur á loforðin fyrir kosningar til að þurfa ekki að standa við nein loforð,hefur látið nægja að stefna beri að hinu og þessu í þjóðfélaginu.Hinn almenni kjósandi krefur eðlilega þá frambjóðendur ,sem lofa hinum og þessum umbótum.

Þegar Alþýðufl.var í samstarfi við Sjálfstæðisfl.í svonefndri Viðreisnarstjórn milli 1960 - 1970 fór hann afar illa út úr því samstarfi ,var við það að fá engan mann kjörinn.Þá sem fyrr fygldi Sjálfstæðisfl.sinni meginreglu að vera sparsamur á kosningaloforðin og héld sínu fylgi.Satt best að segja er ég hræddur um að Samfylkingin hafi ekkert lært að reynslu Alþýðufl.og eigi eftir að bera mikið tjón af samstarfi sínu við íhaldið.Samstarfsflokkar í ríkisstjórn við íhaldið hafa ávallt tapað fylgi,þeir kunna að láta samstarfsflokkinn skýla sér þegar á móti blæs.Ég er enn að vona að Ingibjörg Sólrún láti nægjanlega oft myndast skýr pólutísk og málaefnalega skil milli sín og Sjálfstæðisfl.svo hún falli ekki í sömu gryfju og Alþýðufl.á sínum tíma að halda dauðahaldi í ráðherrastólanna og leyfa málefnunum að fljóta framhjá.


Góð niðurstaða hjá hjúkrunarfræðingum - Órjúfanleg samstaða kom málinu í höfn.

Þjóðin fagnar niðurstöðu málsins.Uppsagnir hjúkrunarfræðinga dregnar til baka og nefnd verður skipuð til að gera tillögur um nýja samninga fyrir 1.maí 2009.Þetta mál er búið að vera mikið  klúður af hendi heilbrigðisráðhr.allt í einum hnút fram á síðustu stundu.Hann fær þó plús fyrir að ná samkomulagi,en svona starfsaðferðum á ekki að beita í mjög viðkvæmum  samningsviðræðum við starfsmenn heilbriðgisþjónustunnar.Þjóðin fagnar niðurstöðu málsins.Uppsagnir hjúkrunarfræðinga dregnar til baka og nefnd verður skipuð til að gera tillögur um nýja samninga fyrir 1.maí 2009.Þetta mál er búið að vera mikið  klúður af hendi heilbrigðisráðhr.allt í einum hnút fram á síðustu stundu.Hann fær þó plús fyrir að ná samkomulagi,en svona starfsaðferðum á ekki að beita í mjög viðkvæmum  samningsviðræðum við starfsmenn heilbriðgisþjónustunnar.

Samningsviðræður Kaupþings og Spron - Niðurstöður innan tiðar.

Slæm fjárhagsstaða Spron  mun leiða  til  sameinginar við Kaupþing innan tíðar.Það mátti svo sem búast við einhverri breytingu eftir að stöfnfjáreigendur Sparisjóðanna fóru að selja hlutabréf sín með  gífurlegum hagnaði eins og kom í ljós  m.a.þegar fjármálaráðhr.seldi bréf sín í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrrir 50 milj.kr.

Það er mikil eftirsjá í Sparisjóðunum,sem hafa í gegnum árin lánað mikla fjármuni um land allt til húsbygginga og atvinnureksturs og allskonar góðra mála í sínum byggðalögum.Fari svo að Kaupþing eignist þá,munu mörg byggðalög missa þá góðu þjónustu,sem Sparisjóðirnir hafa veitt þeim í tímans rás.Hér er um stór landsbyggðarmál að ræða,sem þarf að fylgjast vel með.Auðhyggjustefnan með tilheyrandi græðgi er farin að gerjast innan Sparisjóðanna og þá verður stutt í að þeir hoppi upp í sængina hjá stóru bönkunum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband