Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hvítflibbar frjálshyggjunnar mótmæla á Austurvelli.

Nú eru það mest svartklæddir hvítflippar sem hafa tekið að sér að mótmæla stjórnarstörfum ríkisstjórnarinnar.Menn sem áður baktryggðu sig hjá valdhöfunum sem fínir menn berja nú saman skeiðum pottum og pönnum.Þarna mátti sjá heimsk trúfífl eins og fyrrverandi þingmenn og bankastjóra,sem hafa dregið pólutískt myrkur yfir höfuð  varnarlausra manna.

Það setur að manni nábít og böggul fyrir brjóst að horfa yfir þennan hvítflippa hóp,reyna með þessum hætti að losna undan afleiðingum verka sinna.Þegar frjálshyggju kapitalistinn er búinn að leggja undir sig Austurvöll með bareflum búsáhaldabyltingarinnar þá gæti hæglega verið að þeir væru farnir að svíða undan sinni eigin rangsleitni.


Furðulegar yfirlýsingar forustumanna ríkisstjórnarinnar - stjórn - og getuleysi.

Þegar Jóhanna og Steingrímur hafa verið spurð undanfarið hvað líður aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum,þá hefur svarið ávallt verið að fyrst þurfi að ljúka við Icesave málið.Þessi svör lýsa vel stjórnleysi og vanmætti ríkisstjórnarinnar.Það hefur verið öllum ljóst lengi að skuldir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja hafa farið ört vaxandi á sama tíma og kaupmáttur fer mínnkandi og ættu því fyrir löngu síðan að vera búin að fá afgreiðslu.

Getuleysi ríkisstjórnarinnar  í málefnum heimilanna er algjör þó vitað sé að um 30% þeirra skulda meira en eignir standa fyrir og þúsundir leita eftir mataraðstoð í hverjum mánuði,þá stendur ríkisstjórnin ennþá ráðalaus og ræðir um einhverja fíflhyggju,sem engum kemur að gagni.Engin aðgerðaráætlun eintóm óvissa og heimskuleg greiðsluaðlögun er það sem fyrir þjóðinni blasir í þessum efnum,sem leiðir til sívaxandi ótta og hörmunga.

Við verðum að fá utanþingsstjórn og losna við löggjafarþingið eins og það leggur sig.


Afskrifa íbúðarskuldir,sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna.

Það var löngu vitað eftir fall bankanna að svigrúm var í bankakerfinu til að takast á við hinar gífurlegu húsnæðisskuldir.Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankana var gert ráð fyrir afskriftum í þessum tilgangi.

Það verður að finna raunhæfa leið um greiðslugetu  og veðrými heimilanna.Hér er um flókin mál að ræða,þar sem sumir lántakendur reyndu af fremsta megni að standa í skilum  og fengu m.a. tímabundna aðstoð  aðstandenda  og gerðu ýmis skonar sparnaðaraðgerðir til að ná endum saman.Aðrir eyddu um efni fram og greiddu ekki tilskyldar afborganir af íbúðarlánum.Enn aðrir hættu að borga af lánum vegna fjárhagserfiðleika eða í mótmælaskyni við lánveitendur.

Það kann að verða erfitt að finna meðalveginn um sanngjarna úrlausn á íbúðarskuldum,en niðurfelling verðtryggingu lána t.d.s.l.tvö ár kemur sterklega til greina ásamt fleiri hliðaraðgerðum fyrir þá sem verst eru staddir.

Mest um vert er að hefjast strax handa,biðin um raunhæfar aðgerðir hefur valdið tugþúsunda heimila miklum vanda og þúsundir leita nú úrlausna erlendis.


Icesave málið verður ekki óbreytt samþykkt á alþingi.

Icesave samkomulagið stenst ekki,þar sem engin ríkisábyrgð er á Tryggingasjóði innistæðu eigenda.Enginn ísl.ríkisábyrgð verði fyrr en eftir samþykkt alþingis.

Það er augljóst að ekki var leitað eftir viðeigandi ráðgjöf innan eða utanlands áður en Icesave samkomulagið var undirritað. Um það eru okkar færustu lagafrófessorar og hæstaréttalögmenn sammála.Íslendingar verða að óska eftir nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga og viðurkenna um leið handvöm og kunnáttuleysi  sitt við samningsgerðina bæði er lýtur að lagalegum og fjárhagslegum þáttum málsins.

Þó við ljúkum þessu máli ekki með reisn úr því sem komið er,skulum við samt í lokin gera það á  lögformlegan  og drengilegan hátt. 


Ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skuldir heimilanna í landinu

40 þúsundir heimilia eru skuldsett langt umfram eignir,sem eru rúmlega 35 % af þjóðinni.Samkvæmt yfirlýsingu félagsmálaráðhr.í kvöldfréttum hefur ríkisstjórnin enga áætlun um að lækka skuldir heimilanna.Ríkisstjórnin hafi enga fjármuni til þess segir ráðhr.skuldir verða áfram frystar og höfuðstóllinn heldur áfram að hækka.Þúsundir heimila fara í gjaldþrot og landflótti er skollinn á.

Þeð er augljóst að ríkisstjórnin hefur engin tök á þessum skuldamálum þjóðarinnar og gerir sér mjög takmarkaðar hugmyndir um afleiðingar þeirra. Niðurröðun forgangsmála gengur allt út á Icesave málið og bankana,meðan heimilunum í landinu blæðir út.Heimilin í landinu eiga alltaf að skipa fyrsta sæti ríkisstjórnarinnar þegar jafn alvarleg kreppa gengur yfir.Sjálfsagt hafa margir kosið Jóhönnu Sigurðard.í alþingiskosningunum í þeirri trú,að hún stæði föst fyrir þegar hagsmunir efnaminna fólks væri annars vegar.Því miður hefur hún ekki komið fram með neinar tillögur til að leysa efnahagsvanda þessa fólks.Sársaukinn og reiði fólksins sem hér á hlut að máli  hafnar aðgerðarleysi hennar  og Samfylkingunnar.

Ef allar lausnir Icesave málsins og aðrar skuldir þjóðarinnar upp á 2000 miljarða á að leysa með hækkun skatta  og skulda þá ætti ríkisstjórnin að fara frá og utanþingsstjórn taki við.Það hafa reyndar allir aðilar fjórflokkanna fengið tækifæri að sýna ábyrga stjórnsýslu,en engum tekist.Framkvæmda - og löggjafarvaldið er samanofið í einn pakka,þannig getur lýðræðið aldrei sinnt sínu hlutverki.  


Eva Joly fordæmir framferði breta,Hollands,ESB og Norðurlandanna.

Enn og aftur gerist Joly málssvari Íslendinga gegn ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Greinin birtist samtímis í Aftenposten,Le Monde, Daily Telegraph og Morgunblaðinu.Hún átelur harðlega ábyrgðalausa afstöðu sumra ríkja ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gangvart hruni íslenska efnahagskerfisins.Hún sendir Norðurlöndunum einnig tóninn,að þau skuli ekki bregðast við þeirri kúgun sem Íslendingar hafið orðið fyrir,það dragi úr raunverulegum vilja þeirra til að veita bræðraþjóð sinni stuðning.Joly telur að alþjóðasamfélagið yppi öxlum og láti sem engra breytinga sé þörf og beiti land eins og Íslendinga þrýstingi af fullkomnu miskunarleysi.

Ég vona að íslenska þjóðin sýni henni þakklæti fyrir frábæra grein,hún vill veita ísl.þjóðinni aðstoð og vekja athygli umheimsins á vandamálum þóðarinnar.Ísl.þjóðin skortir líka reynslu og þekkingu í samskiptum við stórþjóðir einkanlega á sviði fjármála.

Það vakti athygli eftir að greinin birtist,að aðstoðarmaður forsætisráðhr. skyldi vera að gagnrýna Joly vegna umfjöllunar hennar á þessum málum.Ef þessi gangrýni er í anda forsætisráðhr.ætti hún að skammast sín,sem hefur ekki einu sinni komið opinberlega fram við viðsemjendur okkar í Evrópu til að andmæla því miskunarleysi sem Íslendingar hefur verið sýnd.

Daily Telegraph


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband