Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Skilanefndarmenn bankanna með 25 þúsund krónur pr.klst.- 5 mil.kr.mánaðarlaun.

Á sama tíma og almenn laun lækka og skattar hækka í landinu er græðgin enn að spenna launabogann hjá svonefndum skilanefndum gömlu bankanna.Hér er um að ræða lögfræðinga og endurskoðendur sem fá fyrir 7.klst vinnu jafnmikið og mánaðarlaun verkamanna.Ég efast um siðferðiskennd skilanefndarmanna og reyndar ríkisstjórnarinnar líka sem greiða þeim slík ofurlaun.Á sama tíma og tugþúsundir landsmanna búa við sára fátækt, eru að missa húsnæði sitt ,flykkjast umvörpum úr landi og verða að fá mataraðstoð .

Það er svo sárt að vera vitni að svona tilfinningaleysi og ótíðindum auðhyggju ásýndarinnar,sem engu eyrir hvernig sem ástatt er fyrir þjóðinni.Hvar er samúðin með þjóð í nauð.Það setur að manni enn meiri kvíða og sorg að vita af fjölda manns,sem er tilbúinn  að nýta sér núverandi aðstæður  þjóðarinnar sjálfum sér til  persónulegrar framdráttar.


Eru engar opinberar sérreglur um öryggismál jökla - og annara óbyggðaferða.

Vegna þeirra tíðu slysa og óhappa,sem orðið hafa í jökla - og fjallaferðum hefur það leitt hugann að opinberum almennum öryggisreglum.Sýslumaðurinn á Selfossi sagði í viðtali vegna hinnar vítæku leita björgunarsveita ,að engar sérreglur væru til staðar í þeim efnum.

Vera kann að hinar velþjálfuðu bjögunarsveitir okkar og löggæslunnar hafi leitt til þess,að opinberir aðilar telji þar nóg að gert.Þeir aðilar sem skipuleggja jökla og fjallaferðir og hafa atvinnu af slíku ættu að hafa  opinberar sérreglur um lögmæt réttindi til slíkra ferða.Hér á ég við alla umferð um hálendið og sérstaklega er lýtur að öryggismálum.Lögleiða ætti staðsetingartæki í öllum farartækjum,sem notuð eru til jöklaferða ,einnig í afskiptum óbyggðum.

Það skal fram tekið,að ég hef takmarkaða reynslu af slíkum ferðalögum,en skora á alla viðkomandi aðila að taka öryggismálin til endurskoðunar.Bjögunarsveitum okkar og löggæslu verður seint fullþakkað í bráð og lengd þeirra mikilvægu störf fyrir land og þjóð.


Eru myntkörfulánin ólögmæt - Hver verður niðurstað Hæstaréttar.

Alltaf bætist eitthvað nýtt í fjármálaóreyðu bankanna.Náttúrlega átti aldrei að samþykkja myntkörfulánin.Fljótlega varð ljóst,að þau gætu valdið lántökum mjög víðtæku tjóni.Þó varð ekki brugðist við að breyta myntkörfulánunum þá strax í hefðbundin krónulán.Það sáu allir sem höfðu smá fjármálaþekkingu að lánin gætu ekki gengið  í fljótandi  handónýtu örmyntakerfi samferða verðtryggingunni.

Tjónið af þessari hringavitleysi allri saman hlýtur að lenda á bönkunum ef Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héðaðsdóms.Kannski eigum við enn eftir að sjá bankana endasteypast af eigin vanþekkingu og flónshætti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband