Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Nú ganga þeir fram með tárvot augu sem brugðust starfsskyldu sinni og þjóðinni á löggjafarþinginu.Upphafið hófst reyndar eins og kunnugt er þegar ríkisbankarnir voru seldir til fyrirfram ákveðinna Framsóknar - og Sjálfstæðismanna,sem höfðu litla sem enga þekkingu á rekstri banka.Augljóst var frá upphafi að flokkarnir ætluðu að nýta sér tryggann aðgang að fjárreiðum bankanna.Reyndar tókst þeim það fyrstu árin,en síðan varð frjáls - og auðhyggjan í bönkunum að óviðráðanlegri græðgi.Útrásin varð að einhvers konar ímynd hinna ríku og flottu,sem heilluðu verulegan hluta þjóðarinnar,enda ríkulega studdir af ráðamönnum flokkanna og ekki síst forsetanum.Það má segja að þessar blekkingar bankanna með meintri aðstoð ríkisstjórna,Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi gert græðgisklíkum bankanna kleyft að tæma þá rétt áður en þeir hrundu beint fyrir framan þær eftirlitsstofnanir,sem áttu að hafa lögformlegt eftirlit með þeim.
Nú þegar nefndin hefur skilað sínum gögnum til löggjafarþingsins og staðfest er að stærstum hluta af fjármunum bankanna var hreinlega stolið og að þjóðin verði að greiða hundruð miljarða fyrir þessi afbrot þeirra.Afleiðingar þessa þjófnaða leiðir m.a.til þess að að ríkissjóður hefur ekki fjármuni til að hjálpa tugþúsundum heimila frá gjaldþrotum.
Nú er hafin tímabundin útganga þingmanna af þinginu,sem með einum eða öðum hætti tengdust þessum meintu afbrotum.Það er lengi búið að segja þjóðinni ósatt og falsa fréttir á þessum vettvangi.Nú þegar menn vitna um ógæfu sína með tár á vanga til að öðlast samúð þjóðarinnar er hætt við að uppskeran verði eins og til var sáð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða leynd hvílir yfir eigendum Arion - og Íslandsbanka ?Utanþingsstjórn til 5.ára.
15.4.2010 | 13:25
Ríkisstjórnin hefur verið að ræða um gegnsæi í stjórnsýslunni svo þjóðin geti hlutlaust metið á lýðræðislegan hátt starfsemi framkvæmdavaldsins. Þegar hins vegar er spurt um nýju eigendur bankanna og stjórnendur þeirra ríkir algjör þögn.Það er eðlilegt miðað við alla fjármálaspillinguna ,sem undan er gengið,að allur almenningur geri kröfu um að fá fulla vitneskju um eigendur og rekstur bankanna.
Forsætis - og fjármálaráðherra ættu sjá sóma sinn í ,að sýna í verki að þeir vilji hafa öll opinber fjármálaviðskipti uppi á borðum.Sú leynd og endalausa pukur bankanna og stjórnmálamanna var megin orsök bankahrunsins.Þjóðin er besti endurskoðandinn ,við treystum ekki óhæfu löggjafar - og framkvæmdavaldi.Fjórflokkaklíkan á alþingi á m.a.stærstan þátt í að þriðji hluti þjóðarinnar er skuldsettur umfram eignir og þúsundir heimila búa við sára fátækt.
Hin ágæta skýrsla endurskoðenda leysir takmarkaðan vanda á gjörspilltu löggjafarvaldi,það verður allt að víkja og skipuð verði jafnframt a.m.k. til 5 ára utanþingsstjórn,valinkunnra innlendra og erlendra sérfræðinga,sem jafnframt kenni þjóðinni að virða almenna siðfræði,heiðarleika og réttarfarslegt lýðræði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurði ungur drengur sem var með foreldrum sínum við gosstöðvarnar í gærdag.Er ekki þessi sama kona að stöðva allar framkvæmdir í landinu bætti hann við ? Nærstaddir brostu og horfðu á drenginn.Ef hún lokar gosinu ætla ég að lemja kerlinguna,við eigum það öll,sagði hann og við eigum líka norðurljósin,sem glitra á himninum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)