Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Verðtrygging á íbúðarlánum verði afnumin frá 1.jan.2008 og aðskilin frá neysluvísitölu.
23.6.2010 | 17:41
Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að húsnæðiskosnaður eigi ekki að vera skráður samk.neysluvísitölu,enda er hér ekki um neysluvöru að ræða,heldur fasteignir ,sem greidd eru lögbundin fasteignagjöld af.
Ef þessi leið hefði verið valin og jafnframt bönnuð gengistryggð erlend lán væri ekki 40% heimila í landinu skuldsett langt umfram eignir.Verðtryggingin er í reynd ekkert annað en ólögmæt okurlán,sem veldur því að margfalda höfuðstól húsnæðislána.
Stjórnvöld sem láta svona viðskiptahætti viðgangast og bera fulla lagalega ábyrgð ættu að hverfa af alþingi og lúta sakamála rannsókn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Neyðarlög verði sett til hjálpar nauðstöddum og fátækum heimilum.
10.6.2010 | 16:37
Sú sára fátækt sem herjar á tugi þúsunda heimila í landinu verður ekki bætt með núverandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bankanna.Reyndar eru þær aðgerðir ómarktækar og einungis pólitískar yfirbreiðslur yfir höfuð varnarlausra heimila.Verst af öllu er að lántakendur eiga engar útgönguleiðir,þeir geta ekki selt eignir sínar,þær stórlækka í verði og verðtryggingar margfalda höfuðstóla lánanna.Þessi skuldafangelsi,sem ríkisvaldið og bankarnir hafa skapað varða um 40 þúsundir Íslendinga.
Þetta ástand er að rótfestast í hugum manna,fólk flykkist umvörpum úr land í þúsunda vís og sífellt fjölgar þeim þúsundum heimila,sem leita aðstoðar í formi matvæla og fjármuna hjá hjálparstofnunum.Sú mikla reiði og sársauki sem fólk býr við verður ekki leystur með hendur í skauti aðgerðarleysis stjórnvalda.Það mun standa fast á skoðunum sínum.
Pólitískir vegvísar löggjafarvaldsins í þessum efnum eru svo þröngir að þeir lokast inni á eigin bás,en það gerist ekki sjálfkrafa.Þjóðin verður að hafa sterkan einingaranda og kjark til að losna undan þeirri pólitísku áþján og grimmd,sem við búum við.Enn og aftur skora ég á stjórnvöld að afnema verðtrygginguna,hún er stærsti örlagavaldur verðbólgu og skulda.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)