Góðar fréttir í kreppunni - Búið að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum

Það gleður okkur skíðafólkið mikið ,að nægur snjór er kominn til að opna skíðasvæðið og veðurspá hagstæð næstu daga.Vonandi fáum við tækifæri að skíða yfir jólin og fram yfir áramót svo skólakrakkarnir geti verið með.

Ég spái góðum skíðavetri eins og í fyrravetur og þá er bara að nýta sér vel hvítu ábreiðuna.Fátt er betra en njóta frelsisins, fegurðina og víðsýnið frá fjallatoppum Bláfjalla,sem eru víðsýnasta svæði hér á suðseturhorni landsins.

Hafið alltaf öryggið í fyrirrúmi,farið vandlega yfir skíðabindingarf og jafnframt að gæta þess vel að skóstærðir hjá börnum og unglingum passi vel.

Góða skíðahelgi og akið varlega vegna hálku á vegninum.


Er það brot á samkeppislögum að vera með lægsta vöruverðið í landinu ?

Samkeppnisstofnun hefur dæmt Bónus í hundruð miljóna kr.sekt fyrir brot á Samkeppislögum.Þeir hafi misnotað markaðsstöðu sína gangvart  samkeppisaðilum.Fróðlegt verður að sjá hvernig Samkeppnisstofnun grundvallar og skilgreinir þessa aðgerð.

Bónus hefur alla tíð auglýst,að þeir hafi markvist unnið að því að geta selt matvöru og ýmsa aðra vöruflokka á lægsta og sama vöruverði um allt land.Þeim hefur svo sannarlega tekist það með ágætum og hafa verslanir þeirra verið eftirsóttar í byggðalögum víðsvegar um landið og fólk haft að orði að Bónusverslanir væri besta launabótin.

Ég hélt að lágt vöruverð skipti íbúana mestu máli og þannig hafi Bónus átt þátt í lægra vöruverði annara samkeppnisaðila. Ég hef alltaf haldið að Samkeppnisstofnun væri að stuðla að lægra vöruverði með sínum aðgerðum.Ef ein verslunarkeðja verður of stór á þá að mínka hana eða skipta til samræmis við aðrar svo samkeppnin verði eðlileg.Þetta mun aldrei takast fremur en samkepnni banka,útgerðarfyrirtækja o.fl.

 


Hundruð miljarða þjófnaðir frá bönkunum verði tafarlaust skilað til þjóðarinnar.

Það verður ekki látið lengur viðgangast að 25 - 30 karlmenn og þrjár konur komist upp með það að setja þjóðina á hausinn með undanskotum fjármuna úr bönkunum í skattaparadísir víðsvegar um heiminn.Vitað er um ólögskráð hundruð ísl. fyrirtækji sem eru m.a. staðsett í Luxemburg,Mön,Karabískahafinu,Ermasundseyjum og víðar.Ekki er mér kunnugt um að fyrir liggi marktækar niðurstöður frá skattayfirvöldum um hversu háar upphæðir hér er um að ræða.en ætla má að þær skipti hundruðum miljarða.

Það verður ekki hjá því komist,að allir þeir sem bera ábyrgð í þessum efnum,hvort heldur þær eru persónulegar eða pólutískar verða að axla ábyrgð gagnvart landi og þjóð. Hin síðbúna rannsókn,sem dómsmálaráðhr.er nú loks að ýta úr vör með sérstökum saksóknara verður fróðlegt að sjá hvernig tiltekst.Það er mín skoðun að allir þeir aðilar,sem gerst hafa brotlegir samk.lögum verði refsað.Þá þarf sérstaklega að kanna hvort meintar mútur kunni að hafa haft áhrif á opinbera stjórnsýslu í þessum málum gagnvart bönkum,en eins og kunnugt er hafa ýms atvik komið upp í samskiptum þessa aðila,sem þykja bera með sér óeðlilegar niðurstöður.

Þjóðin hefur látið fjötra sig í auðhyggju,nautnagræðgi og hvers konar sálarlausu prjáli.Nú er tími breytinga og hreinsa út úr þjóðfélaginu frjálshyggju meinsemdina.


Fólk þarf að vita hvert skal stefna og hvað miklu skal kosta til - efasemdir um málatilbúnað dómsmálaráðhr.

Til að sefa óttann og reiði fólks verður að setja fram raunhæfa aðgerðaráætlun um framtíð lands og þjóðar til lengri tíma litið.Fólk verður undanbragðalaust að fá að vita hvert skal stefna og hverju á þjóðin að kosta til.Þjóðin  verður  að geta litið til framtíðar í efnahagsmálum.Hver  á t.d.að vera  framtíðarskipun í gengismálum þjóðarinnar,hvernig ætlar ríkisstjórnin að kveða niður verðbólguna og lækka vexti og verðlag.Ætlar ríkisstjórnin eða einstakir ráðhr. enga ábyrgð að axla,þó augljóst sé að bæði Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi ekki gegnt sínu eftirlitshlutverki.

Allur málatilbúningur dómsmálaráðhr.varðandi rannsóknir þessa bankamála virðast vera afar illa grundaðar og jafnvel  gera ýmsir  lögmenn  alvarlegar athugasemdir við þær.


Úrræðalausir ráðhr.Samfylkingarinnar í banka - og húsnæðismálum.

Viðskiptaráðhr.virðist ekkert hafa fylgst með störfum endurskoðenda KPMG á meintum fjársvikamálum í Glitni.Kemur af fjöllum þegar honum er bent á að umræddir endurskoðendur séu vanhæfir vegna fyrri tengsla við þá sem endurskoðunin beindist að.Umrædd mál höfðu þó verið til umræðu undanfarnar vikur meðal almennings og í fjölmiðlum.Þá hefur einnig komið í ljós að yfirlögfræðingar og endurskoðendur í Kaupþingi og Glitnir voru  að fara yfir reikningsskil bankanna með samþykki yfirmanns Fjármálaráðuneytisins.Hann virtist líka hafa haft  takmarkaðar upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna rétt áður en neyðarlögum var beitt og þeir teknir í vörslu ríkisins.Hann fékk þó af kurteisisástæðum að standa við hliðina á Geir þegar hann svaraði spurningum fréttamanna.

 

Þá hefur Jóhanna Sigurðard.félags - og tryggingamálaráðhr.samþykkt að lengja lánstíma í 70 ár til að tryggja að allir geti nýtt sér heimildir til skuldbreytinga í 30 ár.Þetta er svo sauðvitlaust,að það setur að manni þunglindi að lesa svona rugl.Fólk vill fyrst og síðast viðráðanleg lán,sem hægt er að greiða niður á sem skemmstum tíma.Til að svo megi vera ,verður við að koma verðbólgunni a.m.k niður í 3 - 4 % til að losna við verðtrygginguna eins og ESB ríkin.Að leggja til  að lengja stöðugt í hengingarkaðlinum við þær aðstæður sem við búum nú við er bara framlenging á skuldasöfnuninni og sýnir uppgjöf ríkisstjórnarinnar í húsnæðis - og vaxtarmálum.

Davíð hefur fengið þyngstu ákúrurnar hingað til og Samfylkingin neitar að taka stjórnarfarlega ábyrgð á hans verkum.Er ekki tímabært fyrir Samfylkinguna að líta sér nær og láta a,m.k. viðskiptaráðhr.hverfa af sviðinu eins fljótt og auðið er og hans nánustu samverkamenn hjá Fjármálaeftirlitinu.Þessa menn skortir öll trúverðugheit og virðast ekki taka neina ábyrgð á sínum störfum .

 


Beiting hryðjuverkalaga Breta gegn starfsemi Icesave bankanum er eðlileg.

Mikill hatur og reiði Íslendinga í garð Breta vegna setningar hryðjuverkalaga er að stærstum hluta ekki verðskuldað.Þegar viðkomandi breskum yfirvöldum varð ljóst,að búið var að fjarlægja úr bankanum að stærstum hluta innistæður  breskra sparifjáreigenda og koma þeim úr landi mun hafa verið ákveðið að beita hryðjuverkalögum,sem gæfu viðkomandi rannsóknaraðilum nægjanlega víðartækar heimildir til rannsóknar.

Þá virðist nokkuð augljóst,að Breta hafi líka haft í huga að geta nýtt sér alþjóðlegt samstarf lögreglunnar,sem hryðjuverkalögin taka til.Þar má m.a.nefna aðgerðir og undirbúning hvers konar hryðjuverka, flutninga á ólögmætum fjármunum til staða, sem m.a. eru þekktir  fyrir varðveislu og undankomu peninga,sem eru notaðir til ólögmætra hergagnaviðskipta,fíkniefna,mannsals o.fl.

Við Íslendingar eru oft kjánalegir og illa upplýstir þegar fjallað er um alþjóðleg mál. Látum okkur oft  litlu varða  nema málin taki til okkar eigin hagsmuna.Sjálfsagt verður þetta mál Icesave til lyktar leitt og þá geta menn dæmt um aðkomu Breta og þeirra Íslendinga sem hlut eiga að máli.


VG ítreka andstöðu sína við aðild að ESB - Engar tillögur um myntbreytingar.

Það er ljóst,að VG eiga litla sem  enga samleið með öðrum flokkum að sækja  um inngöngu í ESB og taka upp evru.Nú bendir allt til að Sjálfstæðisfl.og Framsóknarfl.munu samþykkja á sínum landsfundum í janúar aðild að ESB ef samkomulag næst um að Íslendingar hafi full yfirráð í sjávarútvegsmálum.Eins og kunnugt er hefur Samfylkingin samþykkt umsókn í bandalagið á þeim forsendum.

Það er því ljóst að VG munu róa einskipa í þessum málum á komandi árum og eiga því enga möguleika að  komast í ríkisstjórn.Það vekur furðu mína hvað VG mælast í skoðunarkönnunum.Flokkurinn hefur afar fátæklega og einhliða stefnu í atvinnumálum byggða á auknum sprotafyrirtækjum í ferðamálum og smáum iðnfyrirtækjum.Gott sem það nær og skapar verulega atvinnu.Hins vegar verðum við líka að byggja upp orkufrekan iðnað (þó ekki meira af álverum,ljúka þó við álverið í Helguvík ) t.d.stóriðju í grænmetisframleiðslu, fullvinnslu í matvælaframleiðslu á fiskmeti,vatni o.fl.

Steingrímur Sigfússon er orðinn útspilaður.þyrfti að stíga til hliðar.Nokkrar konur í framlínu VG eru vel hæfar að taka við forustu í flokknum.

 

 


Davíð heldur áfram að rasskella Geir og niðurlægja.

Nú skýrir Davíð frá því,að hann hafi aðvarað Geir í júní s.l.um að staða bankanna hafi verið  á núlli,en ríkisstjórnin hafi ekkert gert.Reyndar hafði Davíð sagt mánuði fyrr eða í mai,að staða bankanna vær í lagi.Nú vill Davíð koma allri sökinni á Geir af því hann er að undirbúa endurkomu sína að stjórmálum á ný.Hótar að vísu jafnframt,að ef hann verði látinn hætta sem Seðlabankastjóri verði hann að fá sér vinnu,enda maður á besta aldri og þá sé eðlilegt að hann fari aftur í stjórnmálin.

Davíð veit sem er af tuga ára stjórnmála samstarfi við Geir ,að hann getur ráðið ferðinni og látið Geir framfylgja sínum skoðunum.Þetta kemur berlega fram í mynt - og ESB  og ýmsum skipulagsmálum frjálshyggjunnar.Þetta hefur valdið ýmsum vandræðum í samstarfi Sjálfstæðisfl.við Samfylkinguna,sem vill ekki taka neina ábyrgð á verkum Davíðs í Seðlabankanum.

Svo gæti farið ef Geir heldur áfram stuðningi sínum við  Davíð sem Seðlabankastjóra ,að samstarfi núverandi stjórnarflokka ljúki fyrr en seinna,sennilega snemma vors.

 

 


Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð og sýna fullann skilning á reiði fólks.

Það er mikilvægt að ráðamenn viðurkenni ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í þjóðafélaginu.Nú er hætta á að ólgan magnist og komi til alvarlegra átaka milli lögreglu og mótmælenda.Fólki finnst því ógnað af aðgeraleysi stjórnvalda,reiðin og sársaukin brýst út. Leynimakk og óljós eða jafnvel röng skilaboð ríkisstjórnarinnar virka sem olia á eld.Við höfum margsinnis orðið vitni að því,að stjórmálamenn segja eitt í dag og annað á morgun.

Það verður að sýna tilfinningum fólks fullan skilning ,mótlæti þess við hinum ýmsu vandamálum eru afar fjölbreytilegar,það missir atvinnu sína,húsnæði og verður að leita sér vinnu erlendis.Óttinn og reiðin rótfestist við þessar aðstæður,sem undanfarnar og núverandi ríkistjórnir bera fulla ábyrgð á.Viðurkenni ekki stjórnvöld ábyrgð sína og  mistök  verða þau hrakin  frá völdum.Hvað viðtekur vitum við ekki,en ósamstæð stjórnarandstaða með afar illa skilgreindar aðgerðaráætlanir  er ekki heldur fýsilegur kostur fyrir land og þjóð.


Verðtrygging lána verði aftengd áður en krónan er sett á flot.

Ríkisstjórnin á nokkrar leiðir  til að draga úr fólksflótta úr landi,það er m.a. að afnema verðtryggingu lána sé verðbólga yfir 4 %.Fresta gjaldþrotum íbúðarlána einstaklinga og arðbærra fyrirtækja þar til búið er að skipta um gjaldmiðil og koma böndum á verðbólgu og vexti.Neysluvísitala verði endurskoðuð vegna veigamikilla  breytinga,sem orðið hafa á neysluhlutföllum þjóðarinnar, rýrnun launa og skulda aukningu heimilanna undanfarin ár.

Veigamesta og mest áríðandi aðgerð þjóðarinnar er nú að hamla með öllum hugsanlegum aðgerðum gegn flótta fólks úr landinu.Ef við missum tugþúsindir manna úr landi verður sá skaði seint eða aldrei bættur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband