Enn er afstaða dómsmálaráðhr.óbreytt í lögreglustjóramálinu - skortir þekkingu á staðháttum.

 Dómsmálaráðhr. vill  ennþá að embætti lögreglustj.komi undir samgöngu-fjármála - og dómsmálaráðuneytið,en eins og kunnugt er fer lögreglustj.Jóhann R.Benediktsson  nú neinn með yfirstjórn þessara mála.Rétt er að árétta,að allt frá því að varnarsamningurinn var gerður 1951 við Bandaríkin, þá hefur ávallt lögreglustj. eða sýslumaður gegnt yfirstjórn löggæslumála á Keflavíkurflugv.í 56 ár,en embættið kom þá eins og kunnugt er undir utanríkisráðneytið,þar til varnarliðið fór.Nú vill dómsmálaráðhr.að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum verði auglýst til umsóknar til að koma því undir áðurnefnd  ráðuneyti.Líklegra er þó að aðgerðin sé gerð til að losna við Jóhann R.Benediktsson,lögreglustjóra úr starfi.Slík aðgerð er talin af þekktum lögfræðingum jafngilda uppsögn úr starfi og standist ekki  lög.

Núverandi yfirstjórn hefur alla tíð  hentað þessu embætti vel og enginn ágreiningur verið um það,fyrr en núverandi dómsmálaráðhr.vill fara að þrískipta yfirstjórn þess.Aðal rök hans fyrir þessari breytingu er að spara fjármuni.Yfirleitt er þessu öfugt varið,að sameining embætta og sveitastjórna séu gerð til hagræðis og spara fé.Persónulega sé ég engin haldbær rök hjá ráðhr.fyrir þessari breytingu.Ég tel mig gjörþekkja þessa stofnun bæði fjárhags - og rekstrarlega eftir að hafa starfað þar á sínum tíma,sem deildarstj.á þriðja tug ára.Vænlegast til að leysa þennan ágreining hefði dómsmálaráðhr.átt að hafa frumkvæði að því að ný lög yrðu sett um framkvæmd  stjórnskipunar á löggæslu og -öryggismálum á Keflav.flugv.Þau kæmu ekki lengur undir samgöngu - og fjármálaráðhr.heldur einungis undir dómsmálaráðhr.Þá færi lögreglustjórinn  á Suðurnesjum með  með alla lögformlega stjórnun löggæslu - og öryggismála m.a.í flugstöðinni eins og margsinnis hefur verið óskað af löggæslumönnum á staðnum.

Ég hef áður á bloggsíðum mínum lýst skipulagháttum embættisins er viðkemur störfum í flugstöðinni.Hér er aðalega  um að ræða lögreglu -tollgæsu - og öryggismál og landamæraeftirlit o.fl.Þá hefur fíkniefnaeftirlit verið stóraukið eins og kunnugt er.Flest þessara starfa tengjast með einum eða öðrum hætti komu - og brottfararfarþegum og fraktflugi.Skipulag þessara starfa samtengjast á  öryggislegum vettvangi,enda er hér um samverkandi störf að ræða ,sem verður að skipuleggja samk.áætlun flugfélaga til og frá landinu.Það ætti því öllum að vera augljóst,sem að þessum skipulagsmálum koma,að þrískipting valds myndi stjórnsýslulega tefja boðleiðir og veikja stjórnunarhætti embættisins stórlega.Það væri afar slæmt ef Jóhann R.Benediktsson og fleiri starfsmenn embættisins hættu störfum þarna vegna ágreinings við dómsmálaráðhr.Jóhann er hæfileikaríkur,dugmikill kjarkmaður,sem hefur sýnt í verki hversu megnugur hann er.

Enn og aftur bið ég því dómsmálaráðhr.að koma sér upp úr þeirri svartavillu sem hann hefur rótfest sig í þessu máli.Hins vegar er ég sammála ráðhr.um a.m.k.200 - 300 manna varalið,sem hægt væri að nýta ef lögregluna skortir mannafla við sérstakar aðstæður,annað er ábyrgðarleysi.

 


Hryðjuverkadeild FBI illa skipulögð og undirmönnuð um 40% - slæmar fréttir

Bandarískur alríkismaður skýrði bandarískum þingmönnum frá því,að hryðjuverkadeild FBI væri illa í stakk búin að takast á við alvarleg hryðjuverk.Starfsmenn deildarinnar væru undirmannaðir um 40% og  jafnframt væri deildin illa skipulögð einkum sökum þess, að illa gengi að halda reyndum mönnum í starfi og ungir og óreyndir lögreglumenn kæmu í staðinn.

Þessi alríkismaður taldi hryðjuverkadeildina  vanta menn með góða tungumálaþekkingu og mikil vanþekking þeirra væri almenn á menningaheimi íbúanna.Þetta eru afar slæmar fréttir,þar sem talið hefur verið að aðgerðaráætanir Bandaríkjamanna varðandi hryðjuverk væru þær bestu í heimi.Ýmsar þjóðir hafa sent sínar sérsveitir til þjálfunar gegn hryðjuverkum einmitt til Bandaríkjanna.Reyndar kemur mér þetta ekki á óvart,því í stríðinu í Irak hafa Bandaríkjamenn orðið m.a.að beita þjálfuðum hermönnum hryðjuverkadeilda,sem hefur væntanlega skaðað deildina hjá FBI.

Þá hefur ekki verið staðfest hvort framburður alríkismannsins sé fullkomlega marktækur,en honum hefur þó ekki verið mótmælt.Fyrir okkur Íslendinga eru þetta ekki góðar fréttir,við höfum treyst Bandaríkjamönnum í meira en hálfa öld fyrir varnar - og öryggismálum okkar og haft góð samskipti við þá.Nú eru það hins vegar alls konar alþjóðleg hryðjuverk,sem herja á heiminn og við þurfum að fá alla þá bestu þjálfun fyrir okkar sérsveitarmenn sem kostur er á.


Lífeyrissjóðir landsmanna eru ekkert áhættufé fyrir bankana.

Nú er nokkrir Sjálfstæðismenn að leggja til að lífeyrissjóðirnir komi frekar en orið er að verðbréfakaupum í bönkunum.Þetta eru slæmar fréttir,þegar bankarnir eru búnir að spenna bogann of hátt og missa marks,þá eiga landsmenn í formi lífeyrisstjóðanna að lyfta þeim upp á stallinn.

Þjóðin öll á þessa lífeyrissjóði,hún ræður hvernig þeim verður ráðstafað,ekki ríkisstjórnin eða ríkissjóður.Við erum búin að vera vitni að græðgisvæðingunni hvernig hún hefur stjórnlaus sett efnahagsmál þjóðarinnar í þá sjálfheldu,sem við búum við og sjáum ekki fyrir endan á henni.

Látið lífeyrissjóðina í friði þeir eru okkar lífæð inn í framtíðina.Þeir eru ekkert áhættufé til að laga lausfjárstöðu bankanna,né til að auka tiltrú erlendra lánadrottna á þeim.


20 konur (fíklar ) hafa látist af völdum fíkniefna á einu ári.

Þessar niðurstöður staðfesta hversu háð  og ávanabindandi sterk fíkniefni eru.Móður tilfinningar og kærleikur  fyrir börnum sínum verður sýnilega að víkja þegar fíkniefnin hafa náð þeim heljartökum,sem leiðir til þess að mæður svifta sig lífi eða efnin leiða til láts þeirra með öðrum hætti.Um tuttugu mæðralus börn á einu ári af þessum sökum er staðreynd.

Feður verða forsjáraðilar barna  með öllum þeim skyldum og réttindum sem því fylgir.Í sumum tilvikum hafa þeir einnig látist af völdum fíkniefna og verða þá barnaverdunarnefndir að annast um hver framtíð barnanna verður.Stundum þarf að úrskurða hvort forsjáraðili sé hæfur til að annast umsjá barn.Umboðsmaður barna kemur einnig að þessum málum í auknum mæli.

 

Hér er oft um mjög viðkvæm og sársaukafull mál að ræða.Oft eru forsjáraðilar vegna fíkniefna  - eða áfengisneyslu ekki færir um að annast börnin og koma þá oft til nánustu ættingar.Ég starfaði eitt sinn tímabundið  í barnarverndarnefnd  og það var mér mikil lífsreynsla.Ánægjulegt þegar vel tiltókst,en sorgin gat orðið djúp og sár  ef málin tóku langan tíma vegna hvers konar missættis aðila.


Stórar kyrkislöngur í Florida (Everglades svæðinu ) valda ótta .

Upphaflega voru þessar slöngur heimilisdýr,en þegar þær stækkuðu var þeim sleppt í sýkin.Þar hafa þær  náð allt að 5 m.lengd.Þær hafa m.a.gleypt hunda og ráðist á krókódíla og því ljóst að mönnum stafar hætta af þeim.Veiðmenn hafa drepið eitthvað af þeim,en það hefur lítið að segja,þar sem þær fjölga sér mjög ört,eiga 60 - 80 egg árlega.Búist er við að kyrkislöngurnar nái innan tíðar til nærliggjandi fylkja.

Yfirvöld líta alvarlegum augum á þennan hættulega vágest og unnið er að skipulögðum vörnum m.a. á Everglades svæðinu. 


Condolleezza Rice utanríkisráðhr.Bandaríkjanna mótmælir hvalveiðum Íslendinga.

Rice kom hingað til Íslands í gærdag.Hún mótmælti ályktun alþingis Íslendinga varðandi meðferð fanga Bandaríkjshers í Guanttánamo.Taldi að við ættum að kynna okkur skýrslu frá Öryggis - Samvinnustofnun Evrópu þar að lútandi.Þá mótmælti hún einnig hvalveiðum okkar.Hópur þingmanna í  fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram ályktunartillögu að hvalveiðum  þar í landi  verði hætt bæði vísinda - og atvinnuveiðum.

Íslendingar ættu að banna hvalveiðar af tveimur megin ástæðum.Enginn markaður er fyrir hvalkjöt erlendis lengur og mjög vaxandi hvalaskoðun er orðinn vænlegur atvinnuvegur víðsvegar kringum landið,sem skapar þúsundum Íslendinga atvinnu og miljarða tekjur. 

Hvalveiðar eru eins og kunnugt er illa séðar af miljónum manna um víða veröld.Þær verkar afar sterkt á tilfinningalíf fólks,sem telur hvalina stærstu dýr veraldar vera tign hafanna, skynsöm og hæfileikarík dýr með sterka sköpun.Þegar ég var til sjós,sem var reyndar ekki lengi,fann ég sterka kennd með þessum tilkomumiklu dýrum.Hvalverkunarstöðin í Hvalfirði var ekki stoppistöð mín á ferðum þar framhjá.  


Salan á Ísl.Aðalverktökum ólögmæt samk.dómi Hæstaréttar - Hvað næst ?

Ekki heyrist  neitt frá opinberum aðilum hvernig  fullnustu dóms Hæstaréttar í þessu máli verði háttað.Hver ætlar að sjá um að dómurinn nái fram að ganga eins og lög mæla fyrir.Verður ráðherrum fyrrv.ríkisstjórnar þar á meðal núverandi forsætisráðhr.,Valgerður Sverrisd. o.fl..sem báru fulla ábyrgð á sölu hluta ríkisins í Aðalverktökum látnir sæta lögformlega ábyrgð? Verður samningum ryft ?

Hér er um afar stórt mál að ræða,þar sem m.a.hæsta tilboði í fyrirtækið var hafnað til að útvaldir starfsmenn og hluthafar gætu eignast það á hagkvæmu verði.Ekki hefur verið upplýst hvað ríkið tapaði miklum fjármunum vegna þessa viðskipta.Hér virtist vera um pólitískan gjörning að ræða,sem þarf að upplýsa.Ættu jafnvel viðkomandi stjórnmálamenn að segja af sér þingmennsku og ráðherrastörfum vegna þessa máls? Þjóðin á að fylgjast vel með svona málum og sjá hvernig dómnum verður framfylgt.Hér er um að ræða eitt af stærstu fjármála - og viðskiptabrotum samtímans,svona mál er mælikvarði á taumlausa spillingu.Hér er ekki um að ræða að afsaka afglapaverk heldur þaulhugsað ásetningsbrot.


Órökstudd andstaða forsætisráðhr.án viðræðna við ESB sýnir ábyrgðar - og úrræðaleysi.

Hræðsla forráðamanna Sjálfstæðisfl.að innganga Íslands í ESB myndi hafa það í för með sér, að Sjálfstæðisfl.myndi klofna.Þessa kenningu hefur m.a.Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.viðurkennt í viðtali á Stöð 2 fyrir nokkru síðan.Skoðanakannanir benda einnig til að fleiri flokkar eins og VG og Framsóknarfl.myndu taka djúpa dýfu ef Íslendingar samþykktu inngöngu í ESB.

Stjórnmálamenn verða að fara að vilja þjóðarinnar,ræða rök með og móti ESB,en vera ekki vísvitandi að blekkja þjóðina af ótta við eigin frama.Ósannar staðhæfingar eða rangar skilgreininar á ESB eru ekki líklegar til að ná réttlátum niðurstöðum.Fullyrðingar andstæðinga ESB,að Íslendingar missi sjálfstæði sitt að stærstum hluta m.a í heilbrigðis - og menntamálum og skerði stórlega viðskiptafrelsi sitt eru vísvitandi að blekkja og hræða þjóðina um inngöngu í ESB.Við höfum reyndar upplifað þennan áróður að mestu leiti áður með inngöngu í EFTA.Halda nokkrir í alvöru að hartnær 30 ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru hrædd um að missa sjálfstæði sitt.Ekkert ríki innan ESB hefur gengið úr bandalaginu.Hins vegar er rétt að hafa í huga,að í efnahagsmálum þurfum við ótalmörgu að breyta til að fá inngöngu í bandalagið,vegur þar þyngst verðbólga og okurvextir.

Þá ræður þjóðin endanlega hvort við samþykkjum eða höfnum inngöngu,það er sú lýðræðislega niðurstaða sem við verðum öll að lúta,en ekki persónulegu valdabrölti forsætisráðhr.o.fl.


Verndarfylgd Harry prins ók á ofsahraða - Lögreglunni kennt um.

Þessar upplýsingar eru frá fjölskyldu, sem ók eftir  M-4 hraðbrautinni skammt frá London og var vitni að ofsaakstri verndarfylgdar lögreglunnar með Harry prins.Taldi fjölskyldan sig í stórhættu þegar lögreglan ók fram fram úr þeim og hafi fjölskyldan orðið að auka hraðann upp í 160 km.til að sleppa við árekstur við fylgdarbifr.prinsins.

Eðlilega vekur svona ofsaakstur með prinsinn skelfingu breta og leiðir hugann að dauðaslysi móður hans Díönu prinsessu fyrir nokkrum árum,sem er sjálfsagt sögulegasta bílslys sögunnar.Ekki hefur verið upplýst hvað olli þessum ofsaakstri með prinsinn að þessu sinni.


Áhugavert og gaman að hlusta á Margréti Pálu og Eddu Karlsd.í Kastljósi .

Þessar ágætu og hæfileikaríku konur gera okkur áheyrendur bjartsýna.Þær hafa markað spor  hvor á sínu sviði í íslensku samfélagi,sem munu varðveitast langt inn í framtíðina.Þær efla andlegt frelsi og rýmka um leið stoðir lýðræðisins.Margrét Pála er frumkvöðull í leikskóla- og uppeldisfræðum,hún hefur markað ný viðhorf til þessa mála.Það er ekki aðeins að börnin séu hamingjusöm í leikskólum Hjallastefnunnar,foreldrar barnanna njóta þeirrar reynslu líka.Margrét Pála fær okkur til að hrífast með sér í háleitum hugsjónum og einingu tilverunnar,hún er sérstök kona,sem vill byggja upp menningalegt þjóðfélag.

Edda Karsdóttir er minna þekkt,en hefur í nokkur ár verið einn fremsti fjármálasérfræðingur þjóðarinnar.Þjóðin hlustar á spár hennar og hvers konar fjármálaskýringar,hún færir skýr rök fyrir máli sínu og framkoma hennar er trúverðug.Hún hefur starfað bæði  hjá KB banka og Landsbankanum við góðar orðstýr.Hún hefði fyllilega verðskuldað að vera Seðlabankastjóri,en sú staða er því miður frátekin fyrir uppgjafa pólitíkusa.

Kærar þakkir Margrét Pála og Edda fyrir frábæra kvöldstund í Kastljósi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband