Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skemmuþjófurinn

Guðrún kemur inn með öndina í hálsinum og segir:"Skemman stendur opin ég held að þjófur sé inni í henni."Það getur ekki skeð segir Álfur."Álfur hleypur út að skemmudyrunum og kallar inn og spyr:"Er hér nokkur?" - og svarað er :"Hér er enginn."- "Ég vissi að það gat enginn verið," segir Álfur og læsir skemmunni,staulast síðan heim í bæinni og sest á rúmið sitt.Þá spyr Guðrún:Var nokkur í skemmunni? Álfur svarar:Þar sagðist enginn vera.Hver gat sagt það nema þjófurinn? Álfur hleypur aftur út að skemmunni og hittir þá svo á,að þjófurinn er með peningakistil í fanginu að troðast úr um skemmudyrnar.Álfur tekur þjófinn  og leggur hann og þrýstir að kverkum hans og segir að hann eigi alls kostar við hann,en biður þjófinn að liggja kyr meðan hann sækir ólarreipi inn í eldhúsið til að binda þjófinn með.Þegar Álfur kemur aftur er þjófurinn á bak og burt með peningakistilinn.Nokkru síðar fannst þjófurinn og þýfið og var hann dæmdur  til hýðingar,sem Álfur framkvæmdi.

Úrtak úr sögu Jónasar Hallgrímssonar skálds.Hver er Álfur nútímans og hver er þjófurinn? Er til einhver samsvörun við þá félaga?


Skrautsýning Gay Pride um næstu helgi - Er athyglissýkin að skemma fyrir samtökunum?

Markviss barátta samkynhneigðra á undanförnum árum fyrir réttindum sínum hefur skilað góðum árangri.Þeir hafa opnað dyrnar fyrir þúsundum Íslendinga,sem geta nú horft fram á veginn af öryggi og bjartsýni.Þessi barátta tekur samt seint endir,alltaf verða margir,sem sjá homma og lesbíur í öðru ljósi en gagnkynhneigðra.

Þessar miklu skrautsýngar á síðari árum til að sýna kraft og getu samtakanna eru að mínu viti komnar út í öfgar.Það er hægt að halda hátíðar á margvissari hátt með yfirveguðum hætti með því að höfða meira til tilfinninga fólks með látlausum tjáningum í stað hvers konar skrautsýninga, öskurs og trumbuslátta.Vissulega eiga samkynhneigðir að halda sína hátíð í miðbænum með ræðum,hljómleikum og ýmsum öðrum skemmtiatriðum.

Manni finnst að umgjörð sýninganna séu mótaðar af ákveðinni athyglissýki,sem yfirtekur góðan ásetning og getur skapað ákveðna tortryggni.

Gleðilega hátíð hommar og lesbíur.


Réttlætismál að hafa álagningaskrár opnar - Veitir aðhald að skattsvikum.

Ungir Sjálfstæðismenn hafa árum saman kvartað sáran yfir að skattaskrár séu opnar í nokkra daga eftir birtingu.Skattayfirvöld hafa ávallt ákveðið að hafa skrárnar opnar fyrir almenningi.Þetta er lýðræðisleg aðgerð fyrir jöfnum aðgangi allra að skránum,sem jafnframt mun vera gert til að skapa aðhald að skattsvikum.Hér erum við að ræða um opinbert fjármagn skattgreiðenda í sameiginlegan sjóð landsmanna.Það er eðlilegt að skattsvikarar séu mótfallnir slíkum birtingum,en af hverju ættu ungir Sjálfstæðismenn  að vilja setja ábreiðu yfir meint brot af þessu tagi?

Í þessum skrám sést greinilega,að margir þeirra sem stunda sjálfstæðan rekstur virðast ekki greiða skatta í  neinu samræmi við eignir og umsvif.Hinum almennum launþegum,sem greiða lögbundna  skatta af sínum tekjum sárnar eðlilega að sjá marga atvinnurekendur greiða  sáralítið til samfélagsins.Það er stór þáttur í lýðræðisskipun þjóðarinnar að hafa þjóðfélagið eins opið og gegnsætt eins og kostur er.


Besta veðrið í Evrópu á Íslandi í júní og júlí - Samt leitar fólk í hitasvækjuna við Miðjarðarhaf.

Náttúra Íslands heillar alla,sem vilja njóta hinnar margbreytilegu  fegurðar,sem einkennir hvern landshluta.Það er alltaf hægt að velja sér nýja staði,þar sem  náttúran er óendanlegur æfintýraheimur nýrra leiksviða.Gott veður er hvergi betra en á Íslandi,við njótum allra góðviðrisdaga tilbreytingin frá löngum og oft hörðum vetrum er mikil.

Menn segja að það sé aldrei á vísan að róa með veðurfar hérlendis.Það er rétt,en í mínum huga eru þó öll sumarveður hér  betri kostur,en dvelja  í óbærilegri hitasvækju við Miðjarðarhaf eða á Flórída í 30 - 40 stiga hita.Hins vegar er góður kostur að fara til heitari landa yfir vetrartímann.

Það eru ýmsar leiðir til að ferðast ódýrt um landið okkar,en þá verðum við að skipaleggja þær miðað við aðstæður og kröfur hvers og eins.

Það er líka góð útivera að fara í golf og leggja undur sig nokkur fjöll á hverju ári.Þá er fátt skemmtilegra en fara að veiða í vötnum á kyrrlátum og fallegum stöðum í faðmi náttúrunnar.Njótum landsins,við erum svo rík að eiga þetta land.Látum ekki erlenda auðhringi og innlenda græðgisvetningu eyðileggja  landið okkar og framtíðar auðlegð  í virkjunarmálum.


Eru varnarmál Íslands sýndarmennska óskilgreindra aðgerða.

Nú er rætt um fjórar eftirlitsferðir herþota frá USA til Íslands á ári.Þá eru óskilgreindar ferðir flugvéla og herskipa frá öðrum NATO ríkjum.Hér virðist vera eins og áður var heimsóknir frá þessum ríkjum,en ekki um neinar skipulagðar eftirlitsferðir á hafsvæðinu umhverfis Ísland.

Beiðnir um lágflug herþota yfir ákveðnum hálendissvæðum Íslands á náttúrlega aldrei að leyfa.Slíkar beiðnir eru tilkomnar vegna andstöðu viðkomandi NATO ríkja við slíkum flugum í sínum heimaríkjum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ætti að fá breska og norska herfræðinga til að skilgreina varnar - og eftitlitskerfi þjóðarinnar,en vera ekki að leita til fleiri þjóða eins og gert hefur verið,það flækir og veikir þessi mál.Varnarskilda NATO þjóða einn fyrir alla er í gildi,það er hins vegar okkar mál að fara með daglegt eftirlit í gegnum radsjárkerfið.Huldusamningur forsætisráðherra í varnarnálum við Bandaríkjastjórn þarf að skilgreina.

Efling löggæslu,landhelgisgæslu og Almannavarna er framlag okkar í öryggis- og varnarmálum.Það þarf að samhæfa sem eina heild og skýra allar aðgerðaráætlanir vel fyrir þjóðinni.


Húsnæðiskosnaður aðal orsakavaldur verðbólgunnar-verði felldur út út neysluvísitölu.

Þegar við skoðum tölur Hagstofunnar varðandi útreikninga neysluvísitölu kemur glögglega í ljós,að húsnæðiskosnaður er aðal orsakavaldur verðbólgunnar um þessar mundir.Verðtryggingin sem leggst á höfuðstól íbúðalána á því rót sína að rekja til þenslu á íbúðarmarkaðnum.Verðtrygging lána er versti óvinur ungs fólks,sem er að eignast sína fyrstu íbúð.Hún hefur  t.d.s.l.tvö ár sé miðað við 12 - 14 milj.kr íbúðarlán hækkað höfuðstólin yfir 2.mil.kr.árlega.Það er engin trygging fyrir því að íbúðarverð hækki til samræmis við skuldaaukninguna.

Ég held,að miðað við þann óstöðugleika sem við verðum að búa við í verðlags - og húsnæðismálum væri rétt að taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölunni.Verðbólgan myndi lækka um helming,sem væri stærsta kjarabót þeirra,sem eru að eignast íbúð.Íslendingar búa einir Evrópuríkja við verðtryggingu lána og miklu hærri vexti.Við búum flest í eigin íbúðum,en víðast hvar í Evrópu eiga flestir um 30 - 50% íbúðir.Við búum því við allt önnur kjör í húsnæðismálum en nágrannar okkar í Evrópu.Það er löngu tímabært,að endurskoða ýmsa viðmiðunar útreikninga neysluvísitölunnar svo hún í reynd endurspegli verðbólguna á raunhæfan hátt á hverjum tíma.


Erlendir mótmælendur,sem virða ekki fyrirmæli lögreglu,verði tafarlaust sendir úr landi

Mótmælendur sem nefna sig Saving Iceland hafa ítrekað valdið töfum og truflað starfsemi álfyrirtækja o.fl.hér á landi.Framkoma þessa fólks er ósæmileg,ógnandi og hættuleg og virðist fyrst og síðast vera að vekja athygli á sjálfum sér.Athafnir þeirra eru illa skipulagðar og marklaus áróður,sem á ekkert skylt við málefnaleg mótmæli.Þeir Vinstri Grænir sem leggja blessun sína á þessa tegund mótmæla ættu að skammast sín og eru sannarlega að valda sínum græna málastað tjóni.

Þeir mótmælendur, sem ekki fara að fyrirmælum lögreglunnar og valda sýnilegu tjóni og meintum lögbrotum vegna framkomu sinnar á að vísa tafarlaust úr landi og banna endurkomu þeirra til landsins.Við eigum að sýna umheiminum,að við tökum fast á svona tegund mótmæla,annars gætum við átt von á hvers konar mótmælum ofbeldis og skrílsláta.Við erum fámenn þjóð,sem verður að vera vel á verði gegn hvers konar ofbeldis mótmælaaðgerðuim.Þekkt er erlendis að slíkum  hópum fylgir mikil fíkniefnaneysla og því verða löggæslumenn að hafa strangt eftirlit með þessu fólki við landgöngu og samneyti þess við ísl.fíkniefnaneytendur.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnir lofsvert frumkvæði í utanríksismálum.

Ferð utanríkisráðherra okkar til Israel og Palestinu til að kynna sér af eigin raun ástandið í þessum heimshluta er gott framtak til að skapa sér raunhæfa  og sjálfstæða afstöðu á ástandinu.Í erlendum fréttaflutningi eru útgáfurnar af ástandinu þarna afar ótúverðar eftir því hver á hlut að máli.Viðræður hennar við leiðtoga Israel og Fatah hreyfingarinnar í Palestinu er gott innlegg hennar fyrir hönd Íslensku ríkisstjórnarinnar að láta þá vita um viðhorf okkar til stríðsátaka og hugsanlega aðstoð á félagslegum grundvelli.Öll ríki hafa þarna verk að vinna varðandi hvers konar hjálparstörf.Eyðileggingin og eymdin sker í augun hvert sem litið er.

Íslensk stjórnvöld geta veitt  aðstoð til hinna stríðsþjáðu íbúa með ýmsum hætti.Við gætum  t.d.tekið á móti flóttamönnum,sem eru ríkisfangslausir með ákveðinni lagabreytingu,sent þangað sérhæft hjúkrunarlið og lagt fram fjármagn til að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslustöðar.Vissulega getum við bæði sjáflstætt og með hinum Norðurlöndunum orðið tengiliðir að sáttaumræðum hinna stríðandi afla.Allt er betra en standa aðgerðarlausir,sírausandi um hvers konar stríðsglæpi,sem við kunnum lítil sem engin deili á. 

Vinnuferð Ingibjargar er lofsvert framtak hennar,nú getur hún upplýst þjóðina betur en áður um viðhorf leiðtoga þessa ríkja og það sem fyrir augun bar.Þá fyrst er hægt að skapa sér raunhæfar hugmyndir um aðgerðir.


Fá tugi þúsunda króna símareikninga v/Gsm án þess að tala í símann.

Á ferðalögum erlendis verða GSM símanotendur oft fyrir miklu tjóni v/vankunnáttu sinnar á flóknu kerfi símans.Menn vara sig ekki á að aftengja talhólf símans þegar þeir eru erlendis.Þannig er mál með vexti ef ekki er svarað í símann áframsendir hann símtalið sjálfkrafa aftur til Íslands í talhólfsnúmerið og kosnaðurinn fellur á þann sem hringt er í.

Þannig getur ferðalangur lent í því,að oft   sé hringt  í hann,en hann nái ekki að svara,símtalið flyts í talhólfið og hann þarf að borga fyrir að móttaka símtalið erlendis og fyrir að hringja í talhólfið heim til Íslands.Ferðamaður erlendis borgar ávallt fyrir að móttaka símtal.Margur gleymir  að hafa símann á sér á ferðum erlendis,en þegar  heim kemur og næsti símareikningur birtist, koma óvæntar  tugþúsunda upphæðir í ljós fyrir símtöl sem aldrei hafa átt sér stað.

Ég nenni ekki og kann ekki að skýra frá öllum klókindum símafyrirtækja að plokka af viðskiptavinum sínum peninga,en væri ekki ráðlegt að endurskoða öll þessi flóknu kerfi og gera þau einfaldari og gefa út stuttan og greinagóðan bækling um notkunarreglur 


Vöruverðkönnun ASÍ sýnir að lækkun virðisaukaskattsins fer beint í vasa kaupmanna.

Ég var strax á móti þessari lækkun á virðisaukaskattinum,taldi mig vita af fyrri reynslu,að hann kæmi neytendum að litlu sem engum notum.Kaupmenn koma með allskonar skýringar á þessari niðurstöðu könnunarinnar til að réttlæta gerðir sínar.Þeir eiga að skammast sín að misnota aðstöðu sína gagnvart neytendum og ríkissjóði.

Ég taldi betra að þeir miljarðar,sem þessi lækkun á skattinum kostaði ríkissjóð færu í að hækka skattleysismörk.

Í æsku heyrði ég ljóta lýsingu á kaupmönnum,læt hana bara flakka í tilefni könnunar ASÍ.

Kaupmenn hafa svarta sál,

samviskuna fela.

Hjarta hafa hart sem stál,

og hlakka til að stela.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband