Færsluflokkur: Dægurmál

Norðurpólsísinn verður að mestu horfinn 2030 - Hvaða áhrif hefur það ?

Rannsóknir sýna að siglingaleiðin milli Kyrrahafs og Norður Íshafsins muni hugsanlega opnast eftir rúm 20 ár yfir sumartímann.Ef sjávar - og lofthitin heldur áfram að hækka eins og undanfarin ár,þá telja sérfræðingar að þessi niðurstaða verði raunin.Miklar breytingar verða á lífríki sjávar hér við Ísland,nýjar fisktegundir frá heitari hafsvæðum mun leita hingað og eitthvað af fiskstofnum okkar munu leita til norðlægari hafsvæða. Nú þegar hefur fjölgað nokkuð fuglategundum hér á landi og landbúnaður hérlendis mun einnig njóta góðs af auknum hita a.m.k.tímabundið.

Þá er talið að lífræn efni í þíðandi sífrera norðurslóða losi um enn meiri gróðurhúsa lofttegundir.

Ætla má að hérlendis verði komið upp stórum hafnarmannvirkjum til umskipunar á vöruflutningum milli heimsálfa í austri og vestri.Sjálfsagt geta Íslendingar hagnast tímabundið á þessum veðurfarsbreytingum,en allir sérfræðingar telja að af hitun jarðar og breytingar hafstrauma stafi mannheimi ógn af ,sem allar þjóðir verða að takast á við í auknum mæli.Aukning á mengun á heimsvísu er í reynd vegvísir á að hnötturinn okkar breytist í óbyggilegar auðnir.Það gengur ekki lengur að auðhyggjan og græðgin dragi pólutískt myrkur yfir höfuð jarðarbúa og ranghverfi málum og blekki fólk.Sú viðspyrna sem við kunnum að eiga í þessum málum verða allar þjóðir að sameinast um.


Verðbólgan veltur áfram með auknum þunga (14,5 % ) - Hæsta verðbólga í 17 ár.

Var ekki búið að ákveða fyrir nokkrum mánuðum að stofna til þjóðarsáttar um úrlausnir í efnahagsmálum ? Ekkert heyrist frá ríkisstjórninni, ASÍ eða öðrum aðilum vinnumarkaðarins.Staðfestir þögnin að ekkert sé verið að vinna að þessum málum.Það eina sem heyrist frá forsætisráðhr.að verið sé að vinna við að aðstoða bankana,en ekki orð um verðbólguna, okurvextina,verðtryggingar,afkomu heimilanna og hina handónýtu krónumynt okkar.Hvers á þjóðin að gjalda á hún ekki rétt á að fá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í efnahgsmálum þ.e. staðreyndir málsins á borðið ?Ég held að farsælast væri fyrir Sjálfstæðisfl.að skipta um formann,við verðum að hafa sýnilega forustu í ríkisstjórn með skilvirkan vegvísir fyrir framtíðina.Sé miðað við síðustu Gallup skoðanakönnun er Sjáfstæðisfl.með 32 % kjörfylgi,en fengi um 3 - 4 % minna upp úr kjörkössunum,sé miðað við alþingiskosningar.

 Nú standa ekki nema rúm 50 % kjósenda á bak við ríkisstjórnina samk.skoðunarkönnun,en voru um 80% í upphafi stjórnarinnar.Ríkisstjórnin uppsker eins og hún sáir,það er alveg augljóst á þessum tölum.

Samfylkingin ber náttúrlega pólutíska ábyrgð á rekaldi ríkisstjórnarinnar,það er sorglegt að sjá hana halda uppi bágbornum röksemdum fyrir aðgerðarleysi forsætisráðhr.Ingibjörg ætti strax að koma saman aðgerðrhópi með  aðilum vinnumarkaðarins,BSRB og ríkisstjórnarinnar um úrlausn efnahagsmála.Þolinmæði fólks er þrotin,verðtryggingar húsnæðismála á meðalháum lánum er í dag 1,6 milj.kr.á ári,sem bætist ofan á höfuðstól lánanna.Þið ættuð að horfa í augu unga fólksins,sem er að reyna að  eignast  sína fyrstu íbúð og hefur langt allt sitt sparifé að veði,en eiga nú ekki lengur fyrir skuldum.Orð án innhalds hafa ekkert gildi,það þýðir ekki lengur að ranghverfa málum og blekkja fólk.


Forseta Íslands og menntamálaráðhr.ber að þakka.

Framganga forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir,menntamálaráðhr.ber að þakka sérstaklega fyrir frumkvæði beggja fyrir móttöku handboltalandsliðsins.Þessi móttökuhátíð náði svo sannarlega tilgangi sínum,að tugþúsundir landsmanna hilltu hetjur sínar af sannri gleði og innlifun..Foreldrar með börnin sína veifandi þjóðfánanum,klappandi og gleðin skein úr hverju andliti.

Sú ákvörðun að veita þeim fálkaorðuna var skynsamleg aðgerð og jafnframt þakklæti þjóðarinnar til strákanna okkar.Ég er sannfærður um að svona aðgerð hvetur íþróttamenn til dáða og börnin munu  líta á heturnar sem fyrirmyndir sínar.Þetta er jákvætt og ætti líka að sameina þjóðina til góðra verka.


Fyrir háskakstur er hægt að leggja hald á bíla og allt að 4 ára fangelsi.

Marg ítrekaður glæfraakstur sportbíls á skólalóð við Austurbæjaskóla nýlega olli miklum ótta viðstaddra.Lögreglan handtók ökumanninn og farþega og færðu þá til yfirheyrslu og bifreiðin tekin í vörslu lögreglunnar..Bifreiðin hafði ekki verið færð til skoðunar og voru því skrásetninganr.hennar því fjarlægð.

Ökumaðurinn er talinn hafa brotið hegningarlög með atferli sínu á skólalóðinni,en myndskeið er til af atburðinum.Þá mun hann hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.Við slíku broti getur ökumaður hlotið allt að 4 árum.


Íslenska þjóðin sameinast í gleði og sorg - Nú er það gullið og þjóðsöngurinn .

Hinir mögnuðu sigrar handboltastrákanna okkar í Peking hafi hrundið af stað meiri gleði og samstöðu þjóðarinnar en áður er þekkt.Þegar öll þjóðin ungir sem aldnir segja ÁFRAM íSLAND  og faðma hvorn annan og gráta gleðitárum þá er gaman að vera Íslendingur.Þessi ríka samstaða hinnar fámennu eyþjóðar er svo einlæg og tær.

Þegar sorgin ber dyra hjá þjóðinni  í slysum og hamförum þá sameinast líka þjóðin,allir eru tilbúnir að rétta hjálparhönd.Þessi framkoma er svo fastofin í eðli þjóðarinnar.Á svona stundum framkallast eitthvað innra með manni sem er svo jákvætt og fagurt. Íþróttir er kjörin vettvangur fyrir þjóðina að sameinast,þar eigum við bestan aðgang að æskunni og láta gott af okkur leiða. 

Í slysum og hamförum þá sameinast líka þjóðin,allir eru tilbúnir að rétta hjálparhönd.Þessi framkoma er svo fastofin í eðli þjóðarinnar.Á svona stundum framkallast eitthvað innra með manni sem er svo jákvætt og fagurt. Íþróttir er kjörin vettvangur fyrir þjóðina að sameinast,þar eigum við bestan aðgang að æskunni og láta gott af okkur leiða.

 


Slæm upprifjun fyrir Davíð - Ótímabær birting fyrrv.Mogga ritstjóra.

Úr dagbókarfærslu Matthíasar Jóhannessen fyrrv.ritstjóra kemur fram,að Þáverandi forsætisráðhr.Davíð Oddsson hafið lengi velt því fyrir sér hver ætti að greiða lækniskosnað Guðrúnar Katrínar forsetafrúar í Bandaríkjunum.Öll þjóðin fylgdist með þessari hæfileikaríku, fallegu og ástsælu konu,sem var stolt sinnar þjóðar.Það var þjóðarsorg þegar hún lést um aldur fram.

Nú tíu árum eftir andlát hennar  fer Matthías að skýra frá viðtali Davíðs við Svavar Gestsson sendihr.um þessi viðkvæmu mál.Þessi frásögn um aðkomu Davíðs að þessu máli,lýsir afstöðu hans til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.Það er eins og hatrið valdi stundum alvarlegri bilun á sálargangverkinu og menn losni ekki úr myrkri persónuleikans.

Svona endurminningar Matthíasar um sinn besta vin Davíð geta varla komið honum vel.Þá eru þessi tímamörk um birtingu einkasamtala ekki í samræmi við þær hefðir, sem tíðkast hafa hér á landi.


Verðandi borgarstjóri hefur margsinnis logið að þjóðinni.

Hanna Birna hefur margoft staðfest opinberlega að samstarfið við Ólaf borgarstj.hafi allaf verið gott og borgarstjórnarfl.Sjálfstæðisfl.stæði heill að baki honum.Nú er komið í ljós,að mikill ágreiningur hafi verið um ýms störf Ólafs sem borgarstj.,sem leitt hafi að lokum  til að samstarfi flokkanna var slitið.

Það er því augljóst, að verðandi borgarstj.hefur ítrekað logið að þjóðinni um hið trausta og góða samstarf við Ólaf.Sannleikurinn er sá  að í málefnasamningi flokkanna fékk Ólafur um 70 % af stefnumálum flokks síns samþykkta,sem voru að stórum hluta andstæð stefnumálum ihaldsins í borgarstjórn.Eins og kunnugt er fékk Ólafur síðan borgarstjórastólinn og stefnumál sín samþykkt fyrir að sprengja fyrrv.borgarstjórn.Þetta virðist allt hafa verið fyrirfram ákveðin leikflétta til skamms tíma til að ná aftur meirihluta í borginni.

Hanna Birna samþykkti þennan dæmalausa gjörning ásamt öðrum borgarftr.íhaldsins.Hvað gerir hana nú hæfa til að gegna borgarstjórastarfinu ? Borgarstjórnarflokkur íhaldsins átti náttúrlega að leita sér að hæfum borgarstj.utan þeirra raða,þeir voru margsinnis búnir að gera sig vanhæfa fyrir gallaðar og ósannar skilgreiningar og ranghverfa málum og blekka fólk.

Hanna Birna ber þunga pólutíska  ábyrgð ,sem valdhafar flokks hennar hafa samþykkt.Nú hefur Sjálfstæðisfl.eina óbærilega framsóknarhækju til að stjórna borginni,sem hefur reyndar engan varamann,sem hefur neitað allri samvinnu við hinn nýja borgarmeiruhluta.

Nýjasta skoðunarkönnun um fylgi flokkanna í borginni,sem birt var í dag sýnir að Samfylkingin fengi hreinan meirihluta í borginni um 47%,en fylgi Sjálfstæðisfl. og Framsóknar væri samanlagt um 30%.Það er afar slæmt að svo mikill minnihluti stjórni borginni og þó er verst af öllu að þessi eini framsóknarmaður í borgarstjórninni skuli fá stjórnunarvald að hálfu við Sjálstæðisfl.


Framsókn til í slaginn enn á ný með íhaldinu í borgarstjórn -,Ólafur F.Magnússon hættir.

Framsóknarfl.veit samk.skoðanakönnunum að hann á aðeins 2-3 % kjörfylgi í borginni og  fer mínkandi.Þeir vita hins vegar af fenginni reynslu ,að eftir ýmsum bitlingum er að slægast í borgarstjórn og í þeim efnum er þeir opnir í báða enda.

Sem andstæðingur Sjálfstæðisfl.tek ég slíkum breytingum vel,þá væru þeir endanlega búnir að skera undan sér og standa áfram sundraðir uppi i hárinu hvor á öðrum.Það er eins og einhver alvarleg bilun hafi orðið í sálargangverki íhaldsins þegar þeir sóttu Ólaf F.Magnússon yfir bæjarlækinn og gerðu að borgarstjóra.Það þarf mikla einfeldni og ósvífni gagnvart kjósendum að bjóða þeim upp á svona úrlausn.

Eitt aumkunarverðasta samband lágkúru og ruglingsháttar í pólutík hefur íhaldið enn á ný  leitt yfir borgina.  Framsókn er sýnilega næsta hundtík íhaldsins í borgarstjórn.Fíflhyggja flokkanna um 50 % skiptingu valds innan borgarstjórnar,þar sem Framsókn hefur aðeins einn mann er algjört virðingarleysi við kjósendur í Reykjavík.Það setur manni nábít og böggul fyrir brjóst,að þurfa að upplifa aðra eins misnotkun  á  lýðræði og hlusta á fáranlega skrúfmælgi  væntanlegs borgarstjóra Hönnu Birnu.

Ólafur telur að hann hafi verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisfl.Þeir hafi ekki staðið við mállefnasamning flokkanna.


Pétur Pétursson er besti knattspyrnumaður á Íslandi fyrr og síðar.

Ég ætla ekki að fara að rökstyðja álit mitt í þessum efnum,öll samanburðarfræði um getu manna í knattspyrnu er afar mismunandi eftir því hvaða hæfileika þeir hafa .Þegar allt er grandskoðað finnst mér leikskilningur,framkoma og tæknileg meðferð Péturs vera í fyrsta sæti.Hann var markaskorari af bestu gerð,á reyndar ennþá deildarmetið 19 mörk ásamt fleirum.

Gaman væri að heyra álit ykkar um besta leikmann Íslandssögunnar í knattspyrnu.


Verðtryggingar á að banna með lögum -þær leggjast á höfuðstólinn og eru óafturkræfar.

Verðtryggingar sem við búum við eru svo haganlega gerðar fyrir lánveitendur,að nánast allar verðhækkanir úti í heimi telja hérlendis.hvort heldur þær koma til út af olíuhækkunum eða matvælum erlendis frá.Verðbólguskotin koma á okkur úr öllum áttum.við eigum enga vörn né skjól hjá núverandi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hækkanir leggjast á höfuðstól lána og eru óafturkræfar sama hvað kann að gerast  í heiminum síðar á lánstímanum.Verðtryggingin er þannig úr garði gerð,að ef um verðhjöðnun yrði að ræða lækkar lánið ekki neitt.Það hlýtur að teljast eðlileg og lýðræðis krafa að fundin verði leið til að jafna  ábyrgðinni milli lánveitenda og lántaka.

Hvernig væri að ríkissjóður og bankar myndu taka á sig strax helming verðtryggingar á húsnæðismálum og verðtryggingin yrði að fullu afnumin innan tveggja ára.Slík aðgerð myndi veita lánveitendum sterkt aðhald og hjálpa jafnframt lántakendum að standa í skilum með sín lán.

Þóra Guðmundsdóttir skrifar ágæta grein um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband