Færsluflokkur: Dægurmál
Sofandi flugmenn fóru fram hjá áfangastaðnum - Mögnuð uppákoma.
28.6.2008 | 21:13
Flugvél frá Air India á leið til Jaipur í Mumbai flaug fram hjá ákvörðunarstaðnum með báða flugmennina steinsofandi.Flugumferðarstj.tókst að vekja á neyðartíðni.
Hvað um flugfreyjurnar voru þær kannski líka steinsofandi ?Þetta vekur mann til umhusunar um,að víða liggja hættur í leyni.Varla fá þessir svefnvana flugmenn að fljúga oftar.Ætli manni verði hugsað til flugmanna í næsta langflugi?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Önnum kafin utanríkisráðhr.okkar er nú stödd í Damaskus.
25.6.2008 | 17:56
Hún fundar nú með sýrlendkum ráðamönnum um málaefni Mið-Austurlanda og málaefni Íraks og Íran.Hún vinnur að því að friður komist á fyrir botni Miðjarðarhafs.Hún er þegar orðin mjög víðförul eftir eitt ár í stóli utanríkisráðhr.Kannski erum við að eignast þarna alheimsfriðarboða eða eru þessar ferðir fyrst og síðast til að komast í Öryggisráð SÞ.
Það kemur illa við marga að heyra um þetta heimsflakk utanríkisráðhr.á meðan ríkisstjórnin er með allt niðrum sig.Á ekki form.Samfylkingarinnar að spyrna við fótum í innanlandsmálum og koma fram ásamt samstarfsflokknum með aðgerðaráætlanir,gefa landmönnum von um uppstyttu t.d. í verðbólgu - og okurvaxtamálum áður en tugþúsundir heimila verða gjaldþrota og að flotkrónan okkar hverfi eins fljótt og auðið er.Það eru allir orðnir afar þreyttir á forsætisráðhr.okkar,nú beina menn augum til utanríksráðhr.að hún beini orku sinni og víðsýni í þágu eigin lands.
![]() |
Utanríkisráðherra fundar með ráðamönnum í Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfstæðisfl.tapar þriðjungi kjósenda sinna á landsbyggðinni samk.könnun Fréttablaðsins.
22.6.2008 | 18:15
Sjálfstæðisfl.og Samfylkingin mælast nú jafnstórir með 32% kjósenda og myndi hvor flokkur fá 21 þingmann,VG 11 og Framsóknarfl.Frjálslyndifl.fá 5 þingmenn hvor.
Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart.Forsætisráðhr.hefur enga opinbera stefnu í efnahagsmálum.Sagði reyndar í hátíðisræðu sinni 17 júní,að þjóðin ætti að spara.Frá honum hefur engin aðgerðaráætlun borist þjóðinni í vaxta - og verðbólgumálum.Tugþúsundir íbúðareigenda eiga ekki lengur fyrir skuldum,höfuðstóll af meðalháum íbúðarlánum hækkar á annað hundrað þúsund á hverjum mánuði meðan húsverð fer lækkandi.Íbúðarlán í erlendri mynt sem tekin voru í gegnum bankana eru í mjög slæmum málum. Flotkrónan okkar er löngu síðan ónothæf mynt segja atvinnufyrirtækin í landinu og aðilar vinnumarkaðarins eru því sammála.Forsætisráðhr.og flokkur hans vill ríghalda í krónuna með tilstyrk Seðlabankans þó allir heilvita menn sjái að það er enginn grundvöllur fyrir því.
Kjósendur í landinu sjá þetta og hafna Sjálfstæðisfl.sem er í reynd ekki samstarfshæfur í ríkisstjórn.Hann vill engar aðgerðir nema styrkja bankana.Það má ekki skoða aðild að ESB og ekki heldur taka upp nýtt myntkerfi t.d.norska krónu.Það má ekki heldur endurskoða grundvöll neysluvísitölunnar,sem mælir verðbólguna.Þar má t.d. fella út ákveðna liði eins og húsnæðiskosnaðinn og kanna vægi og endurskoða aðra kosnaðrliði t.d.eldsneyti.Verðtryggingar lána á að fella niður eins og er inna ESB ríkja.Það á ekki sífellt að koma aftan að lántakendum með hækkun höfuðstóla lána.
Sjálfstæðisfl.er búinn að máta sig út í horn,hann hefur ekki lengur hemil á græðgi peningavaldsins og fjöldi kjósenda flýr nú flokkinn.Honum tekst ekki öllu lengur að ranghverfa málum og blekkja fólk,græðgin hefur nefnilega þann eiginleika að tortíma sér og draga niður með sér í fallinu þúsundir manna.Spurningin er hvort Samfylkingin verði flotkví fyrir íhaldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eining samvinna og dugnaður ísl.kvennalandsliðsins til fyrirmyndar.
21.6.2008 | 21:17
Sá íslenska kvennalandliðið vinna Slóveníu 5 - 0.Það er svo gaman að sjá þennan leiftrandi kraft og gleði sem einkennir leik liðsins.Samvinnan og leikskipulagið gengur eitthvað svo áreynslulíið fyrir sig,en er virkilega að virka.Ég held að karlalandsliðið okkar ,sem lengi hefur átt dapra leiki og er neðarlega á heimslitanum ætti að taka kvennalandsliðið sér til fyrirmyndar.Ég sé ekki betur en þær standi þeim framar í leikskipulagi,hafi betra úthald og sigurviljinn sé meiri.
Þjóðin á að sýna þeim í verki að hún meti árangur þeirra og fylla Laugardalsvöllinn.Um 4 þúsund áhorfendur voru á leiknum,það er alltof lítið.Það er löngu tímabært,að konur fái verðskuldaða eftirtekt,fjölmiðlar hafa lengst af gefið þeim litla athygli.Kvennalandsliðið okkar stendur nú hæst á tindi íþrótta hérlendis.
Til hamingju með frábæran leik og kærar þakkir fyrir skemmtunina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanburða aðgerðir ríkisstjórnarinnar - vextir og verðbætur nú um 20%
21.6.2008 | 16:54
Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa engin áhrif á vexti og verðbætur húsnæðislána.Hámarkslán fara úr 18 mil.í 20 mil.kr.og brunabótamat verður ekki lengur notað sem viðmiðun á lán.Lánin miðast nú við 80% kaupverðar húseignar.
Ég held, að ætti að gefa út allsherjar aðvörum til allra þeirra,sem hafa í hyggju að taka íbúðarlaán á þeim kjörum sem í boði eru.Okurvextir og verðbætur nálgast nú 20 %,sem þýðir í reynd aðeins eitt,að lántakendur lenda í skuldasúpu með höfuðstól lána,sem leiðir á skömmum tíma að eignir standa ekki undir skuldum.Nú er ekki hægt að treysta á að söluverð íbúða hækki og mæti eins og áður var hækkun höfuðstóls íbúðarllána.Ekki er ástand þeirra sem tóku erlend lán betri með dollarann á 82.60 krónur.
Um þetta grundvallaratriði fjallaði ríkisstjórnin ekkert um.Einu fyrirmælin sem þjóðin fær frá forsætisráðhr.er að spara.Hins vegar er ekki orð um að ríkisstjórnin gangi hægt um gleðinnar dyr,þar heldur áfram fjáraustrið.Nú þegar er orðið ljóst,að ríkisstjórnin getur ekki staðið við verðlags - og vísitölumarkmið sín við stéttarfélögin í landinu á næsta ári.Nú ættu þau að taka höndum og gera þær mótvægiskröfur,sem koma duga.Burt með krónuna,taka t.d.upp norska krónu og fá hingað erlenda banka til að skapa eðlilega samkeppni og eyða þeirri bankaógn samtryggingar,sem við búum nú við.þá kæmi sterklega til greina að setja hér upp einn ríkisbanka,einkabankarnir hafa nú þegar sýnt að þeir eru vanhæfir til að þjóna þjóðinni.Þar er enginn hemill á græðgi peninmgavaldsins.Þetta gæti orðið góður millileikur á meðan könnuð er aðkoma okkar að ESB.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búið að skjóta tvö bjarndýr á tveimur vikum - Hvað næst ?
18.6.2008 | 20:50
Svo virðist sem við Íslendingar höfum ekki nægjanlega þekkingu að fanga bjarndýr.Nú er nóg komið og við viljum strax sjá vel skipulagðar aðgerðaráætlanir,sem við sjálfir framkvæmum.Á ótal myndum erlendis frá má sjá hvernig staðið er að skjóta deyfiefnum í ýmis konar rándýr.Við skulum leita til þeirra aðila,sem hafa mikla reynslu á þessu sviði.Ég er hræddur um að við fáum slæma dóma fyrir frammistöðu okkar hingað til.
Það er gott framtak hjá umhverfisráðhr.að setja menn í að kanna hvað hefði betur mátt fara og jafnframt að gerð verði aðgerðaráætlun um hvernig verði staðið að þessum málum í framtíðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástand golfvalla í góðu ástandi - leikurinn,náttúran, hreyfingin og ánægjan er mikil.
16.6.2008 | 18:29
Ég er í golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar G K G.Fyrir okkur sem búum á þessu svæði er örstutt á völlinn.Umhverfið er fallegt hæðir í kringum völlinn,þar er líka nokkur trjágróður og tjarnir.Þá er fuglalífið fjölskrúðugt,mikið af mófuglum,öndum og gæsum.Bráðum fara ungarnir að hlaupa á golfbrautunum,vona bara að Veiðibjöllurnar komi ekki og tíni þá upp.Veiðibjallan er óvinur okkar allra,sem höfum yndi af smáfuglunum.Þær eiga þó sinn tilverurétt,við því er víst lítið hægt að gera.
Golfið er góð fjölskylduíþrótt.Hundruð barna eru hér í golfskóla og fátt er skemmtilegra en sjá þau með kylfurnar sínar sæl og kát.Þau eru svo tillitssöm og kurteis,við sem eldri erum gætum oft tekið þau til fyrirmyndar.Stóra vandamálið er að þessi íþrótt kostar nokkuð mikið og margir hafa ekki efni á stunda hana.Bæjarfélögin hafa þó lagt mikið fjármagn í uppbyggingu golfvallarins ,enda er svæðið mest sótta útivistarsvæði þessa byggðalaga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú getum við bæði drukkið Gullfoss og Geysir í framtíðinni.
10.6.2008 | 21:29
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkissjóður verður a.m.k.tímabundið að lækka verðið á eldsneyti.
9.6.2008 | 17:26
Eldsneytisverðið hefur mjög víðtæk efnahagsleg áhrif á flesta þætti þjóðlífsins.Vissulega geta bifreiðaeigendur fólksbifr. fengið sér sparneytnari bíla, notað reiðhjól í ríkari mæli en nú er.Öðru máli gegnir um vörubifr.rútur og ýms þungavinnslutæki.Þá hefur eldsneytisverðið mikil áhifr á rekstur skipaflotans´og áætlunaflugs innan og utanlands.
Kannski kæmi líka til greina að setja tímabundið fast verð á eldsneytið svo neytendur og atvinnurekendur geti betur áætlað heildar kosnaðinn við reksturinn.Það verður ekki séð fyrir hvort eða hvenær eldsneytið lækkar,það gæti eins haldið áfram að hækka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún telur að umfang rannsóknarinnar og ákæranna,sem gefnar voru upphafalega væru ekki í neinu samræmi við tilefnið. Eins og kunnugt er voru ákæruatriðin í málinu 40 talsins,en aðeins ákært í einu þeirra .Þessi niðurstaða staðfestir,að umfang rannsóknarinnar var ekki í neinu samræmi við tilefnið eins og utanríkisráðhr.segir.Hún getur þess einnig í yfirlýsingu sinni að stjórnvöld ættu að draga lædóm af niðurstöðinni.
Þegar forsætisráðhr.var spurður sömu spurningar ,taldi hann ekki viðeigandi að svara spurningunni.Geir virðist lifa í núllinu,hann gefur ekki heldur upp neinar ráðstafanir né aðgerðaráætlanir ríkisstjórnarinnar í verðbólgu og vaxtamálum.Hann hefur líka verið í núllinu varðandi vandamál og átök flokksbræðra sinna í borgarstjórn.Þjóðin bíður enn eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar,en biðlund hennar varðandi aðgerðir í efnahagsmálum er senn á enda,verðtrygginar á höfuðstól íbúðarlána flæða nú yfir tugþúsundir heimila í landinu,sem skulda meira en eignarstaða þeirra.Núll staða forsætisráðhr.er sprungin.Stóra spurningin er hvort Samfylkingin ætlar að spyrna við fótum eða láta Sjálfstæðisfl.draga sig með sér niður í fallinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)