Færsluflokkur: Dægurmál
Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms.Jón fær þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hlutast til um útgáfu tilhæfulausra kredit reikninga frá Nordica.Embætti Ríkislögreglustjóra hefur borið veg og vanda af þessum lengstu réttarhöldum Íslandssögunnar.Um 4o ákæruatriði voru lögð til grundvallar í málinu,en aðeins dæmt fyrir eitt ákæruatriði.Sú þráhyggja ,sem viðhöfð var af embættinu m.a.með endurupptöku mála og hræra stöðugt í sömu grautarskál um árabil virtust helst grundvallast á persónulegum hatri og óvild gegn fjölsskyldu Jóhannesar í Bónus,fremur en lögformlegum rannsóknum og réttarhöldum.
Aðför Ríkislögreglustjóra að Baugi og upphaf þessa máls hefur stórskaðað íslenskt réttarfar.Þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir og reyndar fleiri fjölskyldumeðlimir og nokkrir af yfirmönnum fyrirtækisins hafa í meira en hálfan áratug orðið að búa við ósannar staðhæfingar og hvers konar gallaðar skilgreiningar á meintum sakargögnum.Oft virtist að verið væri að ranghverfa málum og blekkja fólk.Það virðist líka sem reynt hafi verið beinlínis að draga pólutískt myrkur yfir höfuð meintra sakborninga.
Sú mikla andlega þjáning og tilfinningastríð ,sem umræddar fjölskyldur hafa orðið að ganga í gegnum vegna þessa máls er ólýsanlegt.Þeir sem stóðu upphaflega að þessari aðför og nýttu sér aðgang að réttarkerfinu eru engin höfuðlaus sköpun,þau er illkynjað mein í þjóðfélaginu.Hvenær eða hvort þeir aðilar,sem stóðu að baki þessum málaferlum verði látnir gjalda verka sinna er óráðið.Eitt er þó víst að við uppskerum eins og við sáum.Það hefur rækilega sannast á verkum Ríkislögreglustjóra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hver fyrirskipaði að hvítabjörninn yrði skotinn - Við eigum ekki að drepa friðuð dýr í útrýmingahættu.
4.6.2008 | 17:12
Af hverju var dýrið ekki svæft og komið fyrir í búri meðan kannaðir yrðu möguleikar á framtíð þess.Þetta mikla óðagot að senda hóp manna til að skjóta dýrið.Óttinn við bjarndýrið var slíkur að fimm úrvalsskyttur voru sendar á vettvang til að fella það.
Það er að koma í ljós,að varalið dómsmálaráðhr.getur víða komið að notum.Fyrsta innrásin eftir að við tókum við vörnum landsins hefur verið hrundið af landgönguliðinu.Það á náttúrlega ekki að hafa svona grafalvarlegt mál í flimtingum.Var engin undankoma að fella dýrið? Var hugsanlega hægt að koma því til heimkynna sinna? Mér finnst við eigum að virða í öllum tilvikum dýraverndarlög um friðanir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að hafa hlustað á Kristján Júlíusson í eldhúsdagsumræðunum ,þar sem hann er að lýsa enn og aftur góðæri íslensku þjóðarinnar.Það virðist sem hann og fjöldi þigmanna Sjálfstæðisfl.fylgist afar takmarkað með lífskjörum þjóðarinnar.Nýverið var upplýst ,að a.m.k.27 þúsund lántakendur íbúðarlána skulduðu umfram eignir.Þeim fjölgar ört í 28% verðbólgu miðað við s.l.3 mánuði.Þá liggur einnig fyrir að heimilin í landinu eru ein skuldsettustu í heimi.
Í góðæri Sjálfstæðisfl.erum við með langhæstu verðbólgu í Evrópu,langhæstu vextina,hæsta matarverðið og handónýta mynt.Við ykkur Sjálfstæðismenn vil ég segja þetta:Hættið þessum blekkingum um góðæri á sama tíma og a.m.k. 1/3 hluti þjóðarinnar á í miklum fjárhagslegum vandræðum og þúsundir Íslendinga verða að fá matargjafir.Ósannyndi og blekkinar af þessum toga af yfirlögðu ráði er óheiðarlegur málaflutningur.Kannski er hann notaður af forsætisráðhr.í þeim tilgangi að réttlæta bullið , að engra sérstakra aðgerða sé nú þörf í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er nú samk.skoðunarkönnun óánægðir með efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar.Það kæmi mér ekki á óvart að kjósendur færu að gefa ríkisstjórninni langt nef.Hún hefur ekki uppi neina aðgerðaráætlun í verðbólgumálum nema styrkja stöðu bankanna.Svo er hún að bíða eftir að krónan styrkist,sem er reyndar aðeins nú um 5% undir undir eðlilegum styrkleikamörkum.
Þá hefur verðbólgan þegar étið upp þá launahækkun sem gerð var vi ð ASÍ og reyndar 4 -5 % betur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í verðabólgu ( 28% ) og vaxtamálum afar bágborin.
27.5.2008 | 18:06
Einu úrræði ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu eru að styrkja krónuna,sem er þó aðeins um 5% veikari en hún ætti að vera.Meðan styrkleiki krónunnar var frá 58 -65 gangvart dollar voru verðgildi á útflutningsvörum okkar í algjöru lágmarki. 5% styrking krónunnar gagnvart evru og dollar læknar sáralítið verðbólguna.Við myndum sjálfsagt lítið finna fyrir því í matarkörfunni okkar.Lækning verðbólgunnar byggist sáralítð á styrkingu krónunnar.Eitthvað mun aðkoma Seðlabankanna á hinum Norðurlöndunum og fjármunir ríkissjóðs við Seðlabanka Íslands styrkja stöðu krónunnar.
Það er löngu síðan komi tími til að spyrna við fótum áður en allt fer í óefni.Verðbólga s.l.þrjá mánuði er nú 28% og 12,3% á ársgrundvelli.Hvað haldið þið þingmenn,að höfuðstóll íbúðarlána hækki á hverjum mánuði við slíkar aðstæður og húsnæðisverð fer lækkandi ? 27 þúsund lántakendur eiga núna ekki fyrir skuldum og þeim fjölgar ört við núverandi aðstæður.Þetta fólk og margir fleiri beina augum sínum til ríkisstjórnarinnar mánuð eftir mánuð í von um að heyra um einhverjar ráðsafanir í verðbólgu - og vaxtamálum.Þaðan berast engar fréttir,það er verið að vinna í þessu segir forsætisráðhr.en í reynd er ekkert sýnilegt verið að gera.Þeir una vel sínum hag með rúma miljón í mánaðarlaun.
Í viðræðuþætti Silfur Egils í gær kom berlega fram hversu hugmynda - og úrræðalausir formenn flokkanna eru í efnahagsmálum.Eru þessir menn í reynd aðeins að hugsa um eigin hagsmuni ? Svar mitt er já.Pólitískir vegvísar þeirra liggja beint heim til þeirra sjálfra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rétt hjá Hillary Clinton að halda baráttunni áfram - 800 þingftr.munu ráða úrslitum.
26.5.2008 | 16:41
Vissulega hefur Hillary Clinton vindinn í fangið með 190 fulltr.færri en Barack Obama,sem skortir aðeins 56 ftr.til að ná kjöri.Hins vegar virðast margir nú hafa meiri trú á að Hillary myndi vinna John Mc Cain í komandi forsetakosningum.
Komi til þess,að hinir 800 kjörftr.ráði endanlega hver verður forsetaefni flokksins mun Hillary bíða þeirrar niðurstöðu.Persónulega hefði ég kosið að Hillary hefði unnið þessar kosningar og Obama yrði varaforseti.
Það hefur valdið mér nokkrum ótta hin miklu fjárráð Obama,hvort þau séu dulbúið framlag vopaframleiðenda.Mér hefur verið sagt af fólki,sem þekkir allvel til þessa mála í Bandaríkjunum,að það séu ótal leiðir til að fara fram hjá þeim reglum, sem gilda um peningaframlag til forsetakosninga.Þá hafa yfirlýsingar Obama um róttækar og skjótar breytingar Bandaríkjamanna í hernaðaraðgerðum og utanríkismálum verið fremur ógætilegar og lítt sannfærandi.Hugmyndir Obama um að ná sáttum við allar óvildarþjóðar Bandaríkjamanna eru ekki á rökum reistar,þar spila inn í svo miklir hagsmunir,bæði fjárhagslegir og pólutískir,sem alltaf verður mikill ágreiningur um.Það er hins vegar gott að menn hafi þær hugmyndir að leiðarljósi að hægt sé að bæta samskipti þjóða þ.m höfuðandstæðingana.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérfræðingar leggi mat á framlag þjóðanna í söngvakeppninni.
25.5.2008 | 14:24
Það ætti öllum að vera orðið ljóst að núverndi fyrirkomulag keppninnar endirspeglar á engann hátt gæði og flutning laga.Austur - og mið Evrópuþjóðir skipta þessu bróðurlega á milli sín með meirihluta þjóða að baki sér.Suður og norður Evrópuríkin gefa einnig hvort öðru sín atkvæði.
Við verðum væntanlega að snúa okkur aftur að fyrra skipulagi að sérfræðingar leggi mat á framlag hverrar þjóðar í söngvakeppninni.
Hafi menn einhverjar aðrar og betri hugmyndir um að fá hlutlausa niðurstöðu væri áhugavert að heyra það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn er afstaða dómsmálaráðhr.óbreytt í lögreglustjóramálinu - skortir þekkingu á staðháttum.
23.5.2008 | 20:59
Dómsmálaráðhr. vill ennþá að embætti lögreglustj.komi undir samgöngu-fjármála - og dómsmálaráðuneytið,en eins og kunnugt er fer lögreglustj.Jóhann R.Benediktsson nú neinn með yfirstjórn þessara mála.Rétt er að árétta,að allt frá því að varnarsamningurinn var gerður 1951 við Bandaríkin, þá hefur ávallt lögreglustj. eða sýslumaður gegnt yfirstjórn löggæslumála á Keflavíkurflugv.í 56 ár,en embættið kom þá eins og kunnugt er undir utanríkisráðneytið,þar til varnarliðið fór.Nú vill dómsmálaráðhr.að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum verði auglýst til umsóknar til að koma því undir áðurnefnd ráðuneyti.Líklegra er þó að aðgerðin sé gerð til að losna við Jóhann R.Benediktsson,lögreglustjóra úr starfi.Slík aðgerð er talin af þekktum lögfræðingum jafngilda uppsögn úr starfi og standist ekki lög.
Núverandi yfirstjórn hefur alla tíð hentað þessu embætti vel og enginn ágreiningur verið um það,fyrr en núverandi dómsmálaráðhr.vill fara að þrískipta yfirstjórn þess.Aðal rök hans fyrir þessari breytingu er að spara fjármuni.Yfirleitt er þessu öfugt varið,að sameining embætta og sveitastjórna séu gerð til hagræðis og spara fé.Persónulega sé ég engin haldbær rök hjá ráðhr.fyrir þessari breytingu.Ég tel mig gjörþekkja þessa stofnun bæði fjárhags - og rekstrarlega eftir að hafa starfað þar á sínum tíma,sem deildarstj.á þriðja tug ára.Vænlegast til að leysa þennan ágreining hefði dómsmálaráðhr.átt að hafa frumkvæði að því að ný lög yrðu sett um framkvæmd stjórnskipunar á löggæslu og -öryggismálum á Keflav.flugv.Þau kæmu ekki lengur undir samgöngu - og fjármálaráðhr.heldur einungis undir dómsmálaráðhr.Þá færi lögreglustjórinn á Suðurnesjum með með alla lögformlega stjórnun löggæslu - og öryggismála m.a.í flugstöðinni eins og margsinnis hefur verið óskað af löggæslumönnum á staðnum.
Ég hef áður á bloggsíðum mínum lýst skipulagháttum embættisins er viðkemur störfum í flugstöðinni.Hér er aðalega um að ræða lögreglu -tollgæsu - og öryggismál og landamæraeftirlit o.fl.Þá hefur fíkniefnaeftirlit verið stóraukið eins og kunnugt er.Flest þessara starfa tengjast með einum eða öðrum hætti komu - og brottfararfarþegum og fraktflugi.Skipulag þessara starfa samtengjast á öryggislegum vettvangi,enda er hér um samverkandi störf að ræða ,sem verður að skipuleggja samk.áætlun flugfélaga til og frá landinu.Það ætti því öllum að vera augljóst,sem að þessum skipulagsmálum koma,að þrískipting valds myndi stjórnsýslulega tefja boðleiðir og veikja stjórnunarhætti embættisins stórlega.Það væri afar slæmt ef Jóhann R.Benediktsson og fleiri starfsmenn embættisins hættu störfum þarna vegna ágreinings við dómsmálaráðhr.Jóhann er hæfileikaríkur,dugmikill kjarkmaður,sem hefur sýnt í verki hversu megnugur hann er.
Enn og aftur bið ég því dómsmálaráðhr.að koma sér upp úr þeirri svartavillu sem hann hefur rótfest sig í þessu máli.Hins vegar er ég sammála ráðhr.um a.m.k.200 - 300 manna varalið,sem hægt væri að nýta ef lögregluna skortir mannafla við sérstakar aðstæður,annað er ábyrgðarleysi.
Dægurmál | Breytt 20.9.2008 kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandarískur alríkismaður skýrði bandarískum þingmönnum frá því,að hryðjuverkadeild FBI væri illa í stakk búin að takast á við alvarleg hryðjuverk.Starfsmenn deildarinnar væru undirmannaðir um 40% og jafnframt væri deildin illa skipulögð einkum sökum þess, að illa gengi að halda reyndum mönnum í starfi og ungir og óreyndir lögreglumenn kæmu í staðinn.
Þessi alríkismaður taldi hryðjuverkadeildina vanta menn með góða tungumálaþekkingu og mikil vanþekking þeirra væri almenn á menningaheimi íbúanna.Þetta eru afar slæmar fréttir,þar sem talið hefur verið að aðgerðaráætanir Bandaríkjamanna varðandi hryðjuverk væru þær bestu í heimi.Ýmsar þjóðir hafa sent sínar sérsveitir til þjálfunar gegn hryðjuverkum einmitt til Bandaríkjanna.Reyndar kemur mér þetta ekki á óvart,því í stríðinu í Irak hafa Bandaríkjamenn orðið m.a.að beita þjálfuðum hermönnum hryðjuverkadeilda,sem hefur væntanlega skaðað deildina hjá FBI.
Þá hefur ekki verið staðfest hvort framburður alríkismannsins sé fullkomlega marktækur,en honum hefur þó ekki verið mótmælt.Fyrir okkur Íslendinga eru þetta ekki góðar fréttir,við höfum treyst Bandaríkjamönnum í meira en hálfa öld fyrir varnar - og öryggismálum okkar og haft góð samskipti við þá.Nú eru það hins vegar alls konar alþjóðleg hryðjuverk,sem herja á heiminn og við þurfum að fá alla þá bestu þjálfun fyrir okkar sérsveitarmenn sem kostur er á.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stórar kyrkislöngur í Florida (Everglades svæðinu ) valda ótta .
21.5.2008 | 14:07
Upphaflega voru þessar slöngur heimilisdýr,en þegar þær stækkuðu var þeim sleppt í sýkin.Þar hafa þær náð allt að 5 m.lengd.Þær hafa m.a.gleypt hunda og ráðist á krókódíla og því ljóst að mönnum stafar hætta af þeim.Veiðmenn hafa drepið eitthvað af þeim,en það hefur lítið að segja,þar sem þær fjölga sér mjög ört,eiga 60 - 80 egg árlega.Búist er við að kyrkislöngurnar nái innan tíðar til nærliggjandi fylkja.
Yfirvöld líta alvarlegum augum á þennan hættulega vágest og unnið er að skipulögðum vörnum m.a. á Everglades svæðinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Órökstudd andstaða forsætisráðhr.án viðræðna við ESB sýnir ábyrgðar - og úrræðaleysi.
19.5.2008 | 20:24
Hræðsla forráðamanna Sjálfstæðisfl.að innganga Íslands í ESB myndi hafa það í för með sér, að Sjálfstæðisfl.myndi klofna.Þessa kenningu hefur m.a.Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.viðurkennt í viðtali á Stöð 2 fyrir nokkru síðan.Skoðanakannanir benda einnig til að fleiri flokkar eins og VG og Framsóknarfl.myndu taka djúpa dýfu ef Íslendingar samþykktu inngöngu í ESB.
Stjórnmálamenn verða að fara að vilja þjóðarinnar,ræða rök með og móti ESB,en vera ekki vísvitandi að blekkja þjóðina af ótta við eigin frama.Ósannar staðhæfingar eða rangar skilgreininar á ESB eru ekki líklegar til að ná réttlátum niðurstöðum.Fullyrðingar andstæðinga ESB,að Íslendingar missi sjálfstæði sitt að stærstum hluta m.a í heilbrigðis - og menntamálum og skerði stórlega viðskiptafrelsi sitt eru vísvitandi að blekkja og hræða þjóðina um inngöngu í ESB.Við höfum reyndar upplifað þennan áróður að mestu leiti áður með inngöngu í EFTA.Halda nokkrir í alvöru að hartnær 30 ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru hrædd um að missa sjálfstæði sitt.Ekkert ríki innan ESB hefur gengið úr bandalaginu.Hins vegar er rétt að hafa í huga,að í efnahagsmálum þurfum við ótalmörgu að breyta til að fá inngöngu í bandalagið,vegur þar þyngst verðbólga og okurvextir.
Þá ræður þjóðin endanlega hvort við samþykkjum eða höfnum inngöngu,það er sú lýðræðislega niðurstaða sem við verðum öll að lúta,en ekki persónulegu valdabrölti forsætisráðhr.o.fl.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)