Færsluflokkur: Dægurmál

Áhugavert og gaman að hlusta á Margréti Pálu og Eddu Karlsd.í Kastljósi .

Þessar ágætu og hæfileikaríku konur gera okkur áheyrendur bjartsýna.Þær hafa markað spor  hvor á sínu sviði í íslensku samfélagi,sem munu varðveitast langt inn í framtíðina.Þær efla andlegt frelsi og rýmka um leið stoðir lýðræðisins.Margrét Pála er frumkvöðull í leikskóla- og uppeldisfræðum,hún hefur markað ný viðhorf til þessa mála.Það er ekki aðeins að börnin séu hamingjusöm í leikskólum Hjallastefnunnar,foreldrar barnanna njóta þeirrar reynslu líka.Margrét Pála fær okkur til að hrífast með sér í háleitum hugsjónum og einingu tilverunnar,hún er sérstök kona,sem vill byggja upp menningalegt þjóðfélag.

Edda Karsdóttir er minna þekkt,en hefur í nokkur ár verið einn fremsti fjármálasérfræðingur þjóðarinnar.Þjóðin hlustar á spár hennar og hvers konar fjármálaskýringar,hún færir skýr rök fyrir máli sínu og framkoma hennar er trúverðug.Hún hefur starfað bæði  hjá KB banka og Landsbankanum við góðar orðstýr.Hún hefði fyllilega verðskuldað að vera Seðlabankastjóri,en sú staða er því miður frátekin fyrir uppgjafa pólitíkusa.

Kærar þakkir Margrét Pála og Edda fyrir frábæra kvöldstund í Kastljósi.


Leita þarf til meðferðastofnana til að vista fanga - 142 fangar bíða afplánunar.

170 brotamenn biðu fangavistar vegna plássleysis í fangelsum fyrir mánuði síðan.Nú er rætt um að a.m.k.helmingur þeirra gæti sótt um samfélagsþjónustu í stað fangelisrefsingar.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða skilyrði fangar þurfa að uppfylla til að njóta samfélagsþjónustu og hvernig sérfræðingaáliti verður háttað.Þetta hefur verið reynt undanfarin ár í nokkrum mæli,en  ágreiningur er um hvernig hefur tiltekist.Svo geta menn líka velt fyrir sér hvort slíkir verustaðir samræmist þeim skilyrðum ,sem refsingar eru grunvllaðar á samk.hegingarlögum.Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á  samveru fanga og þeirra sem njóta samfélagsþjónustu,en tel að þessi mál þurfi að fá frekari rannsóknir en nú er,en láta ekki fjárskort fangelsismála ráða ferðinni eins og verið hefur undanfarin ár.Það er til háborinnar skammar,að ekki skuli hafa verið byggt fullkomið deildarsskipt fangelsi,en um það hefur verið rætt a.m.k.í hálfa öld ,allt frá því Ólafur Jóhannesson,var dómsmálaráðhr.

Við Íslendingar verðum sem lýðræðis - og menningaþjóð að endurskoða afstöðu okkar til fangelismála almennt.Við eigim að líta á  fangelsin sem deildarskiptar meðferðarstofnanir,þar sem fangarnir eigi rétt á sálfræðilegri meðferð,menntun og störfum við sitt hæfi.Verum þess minnug,að sárustu sorgirnar eru þær ,sem við höfum valdið okkur sjálfir.Hvergi birtast manni þessi sannyndi  skýrar en innan fangelsismúranna.  


Samfylkingin stóreykur fylgi sitt í Reykjavík - Sjálfstæðisfl.tapar miklu fylgi.

Samk. nýrri könnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík fengi Samfylkingin 47,1 % og 7 menn kjörna,Sjálfstæðisfl.30,1 % og fimm menn,VG 18,9 % og 3 menn kjörna,Framsóknarfl.og Frjálslyndir enga menn kjörna.

Samfylkinguna vantar sáralítið upp á til að fá hreinan meirihluta.Það er ljóst,að sú óeining og vitleysisgangur,sem ríkt hefur hjá borgarmeirihluta Sjálfstæðisfl.og Frjálslyndra er farið að mylja alvarlega undan þeim.Verst er þó  fyrir Sjálfstæðisfl.,að enginn veit hver tekur við sem borgarstjóri þegar Ólafur hættir .Þessi fíflhyggja flokksins er eins og illkynjað mein,sem engin veit hvernig á að lækna.Það virðist sem formaður Sjálfstæðisfl.hafi enginn tök á að leysa þá höfuðlausu  sköpun,sem ríkir nú hjá flokksbræðrum hans í borginni.  


Dýflissa Guðmundar í Byrginu í Hafnarfirði.

Morgunblaðið skýrir frá því,að fram hafi komið í framburði vitna,að Guðmundur í Byrginu hafi komið sér upp dýflissu í kjallara í Hafnarfirði.Þar hafi verið langborð með alls konar BDSM kynlífstækum.Þá hafi verið einnig plata á vegg með nöglum til að binda fólk við.Inn í þetta greni var gengið í gegnum skáp.

Ef allt sem skrifað hefur verið um þetta mál og komið fram í vitnisburði og rannsóknargögnum málsins verður að  telja að Guðmundur hafi sloppið vel með 3.ára fangelsisdóm.Líklegt verður að teljast að Hæstiréttur þyngi þennan dóm af framlögðum gögnum að dæma.


Um 30.000 íbúðareigendur skulda umfram eignir , segir Seðlabankastjóri.

Seðlabankastjóri tilkynnti þetta í dag og sagði  að fjárhagsstaða þessa fólks væri slæm.Forsætisráðhr.sagði einnig í dag,að hann hefði varað fólk við miklum lántökum fyrir nokkru síðan.Þannig er aðkoma þessara manna að landmönnumi,sem eiga minna en ekki neitt.Engar tilkynningar um efnahagslegar aðgerðaráætlanir ríkisstjórnar né Seðlabanka í þessum málum.Reyndar kom fram að ríkisstjórnin  væri að efla Seðlabankann og auka lántraust bankana,svo þeir gætu á ný sinnt "  eðlilegri " lánastarfsemi.

Maður gæti haldið af þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar,að enn væri ríkisábyrgð á bönkunum.Svo er náttúrlega ekki.Þeir eiga að bera fulla ábyrgð á sínum rekstri,þjóðin á ekki að leggja krónu í ábyrgðir fyrir bankana,sem viðhafa í skjóli einkaaðstöðu sinnar hreina okurstarfsemi á sínum viðskipavinum,hæstu vextir og  verstu lánakjör í Evrópu.Nú horfa allir til , að hingað komi alvöru evrubanki,sem m.a.taki yfir öll íbúðar - og rekstrarlán,sem miðast við sömu lánakjör og gilda innan ESB.Samk.skoðunarkönnun nýlega vill mikill meirihluti þjóðarinnar að við hættum strax að nota hina handónýtu fljótandi  krónu  og sækjum um aðild að ESB.Þingflokkur Sjálfstæðisfl.er eins og kunnugt er mótfallin aðild að ESB og einnig VG.Rökstuðningur þeirra gegn aðild er orðinn að einhverri þráhyggju um að þjóðin missi sjálfstæði sitt.Væri líklegt að hart nær þrjátíu ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru að fórna sjálfstæði sínu ?


Ótímabærar fréttir af kynferðisáreitni eða blyðgunarsemi sóknarprestins á Selfossi.

Enn og aftur gera fréttastofur sig seka um ótímabærann fréttaflutning.Á meðan ekki er farið með lögformlegum  hætti að yfirheyra stúlkurnar og rannsaka málið og ekki liggur fyrir staðfestur framburður þeirra, eiga fréttastofur alls ekki að birta neina frétt um málið.Hér er ég ekki að bera neitt blak af sóknarprestinum,sem ég þekki ekki neitt,heldur að hafa í huga þá miklu mannorðshnekki,sem viðkomandi verður fyrir hvort heldur hann reynist sekur eða saklaus.Við þekkum ótal sögusagnir,sem komið hefur verið á kreik af illgjörnum lygalaupum til að eyðileggja mannorð viðkomandi karla og kvenna.Persónulega varð ég tvisvar að kæra sama dagblaðið fyrir meiðyrði og vann þau mál bæði í Hæstarétti.Um var að ræða afbotamenn,sem ég þurfti að hafa afskipti af í alvarlegum sakamálum  á sínum tíma sem löggæslumaður.

Málið fer nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Suðurlands.Málið var af foreldri annarar stúlkunnar vísað  fyrst til Barnaverndarstofu,en þar sem stúlkurnar hafa náð lögboðnum aldri til dómsmeðferðar verður málið afgr.í Héraðsdómi.Hins vegar getur Barnaverndarstofa  verið lögreglu og dómstólnum til aðstoðar ef þess er óskað.

Frásögn og upplifun Jörg Sonderman organista í Selfosskirkju af þessu máli á heima hjá lögreglunni opinberar ályktanir hans eru eins og fréttamannanna ótímabærar.Hvað liggur honum á að koma skoðunum sínum á framfæri áður en lögreglan  hefur lokið a.m.k.frumrannsókn í málinu?eða


Lagið okkar og sviðssetningin á laginu okkar í Evrópukeppninni eitt allsherjar klúður.

Þvi oftar sem ég horfi á þetta myndband og heyri þennan tilfinningasnauða  hávaða og öfgvafulla látbrað líður mér illa.Að þetta skuli vera framlag okkar,sem eigum fullt af hæfileikaríkum lagahöfundum er alveg dæmalaust.

Þá er þessi sífellda keppni milli söngvarana og hljómsveitarinnar hvor geti yfirkeyrt hinn í hávaða ekki líkleg til að láta vel í eyra.Hver ræður þessari ömurlegu sviðsetningu,þar sem söngvararnir eru að stórum hluta yfirskyggðir af einhverjum aukapersónum,sem eiga þarna ekki heima.Við verðum að skipuleggja þennan undirbúing á faglegum nótum og koma honum úr þessu klessuverki tómleikans. 


Góð niðurstaða hjá hjúkrunarfræðingum - Órjúfanleg samstaða kom málinu í höfn.

Þjóðin fagnar niðurstöðu málsins.Uppsagnir hjúkrunarfræðinga dregnar til baka og nefnd verður skipuð til að gera tillögur um nýja samninga fyrir 1.maí 2009.Þetta mál er búið að vera mikið  klúður af hendi heilbrigðisráðhr.allt í einum hnút fram á síðustu stundu.Hann fær þó plús fyrir að ná samkomulagi,en svona starfsaðferðum á ekki að beita í mjög viðkvæmum  samningsviðræðum við starfsmenn heilbriðgisþjónustunnar.Þjóðin fagnar niðurstöðu málsins.Uppsagnir hjúkrunarfræðinga dregnar til baka og nefnd verður skipuð til að gera tillögur um nýja samninga fyrir 1.maí 2009.Þetta mál er búið að vera mikið  klúður af hendi heilbrigðisráðhr.allt í einum hnút fram á síðustu stundu.Hann fær þó plús fyrir að ná samkomulagi,en svona starfsaðferðum á ekki að beita í mjög viðkvæmum  samningsviðræðum við starfsmenn heilbriðgisþjónustunnar.

Hið ábyrgðarlausa lánadrifna " góðæri " á enda.

Ámundi Loftsson,bóndi skrifar ágæta grein i Morgunblaðið um hagstjórnarmál.Þar segir hann m.a." þar sem fasteignaverð fer nú lækkandi þannig að upphæðir tekinna húsnæðislána geta orðið hærri en matsverð,vakna spurningar um verðtyryggingu.Hún er eingöngu á ísl.krónunni ,en ætti með réttu að vera á veðinu líka,þannig að falli veðsett húseign í verði ,lækki lánið að sama skapi."Þetta er rökrétt skoðun,sem rétt er að hugleiða vel.

Allur þessi verileiki á að mestu rót sína að rekja til stjórnarstefni tíunda áratugarins.Hið ábyrgðarlausa lánadrifna " góðæri "er á enda og fráhvarfið er framundan.Ekki hefur tekist að hemja lánasukkið,sem hratt af stað þeirri flóðöldu,sem við eigum nú við að stíða.Á sínum tíma setti R -listinn lóðir á uppboð í Reykjavík og lóðaverð rauk í himinhæðir.Aðkoma bankanna að húsnæðislánum vóg þó þyngst og öll " hagstjórn " fór úr böndunum.Ríkisstjórnin og bankarnir láta svo  lántakendur bera alla verðbólguna og vaxtaokrið.


Hugmynd Björgólfs um Þjóðarsjóð vel tekið af Geir og Ingibjörgu.

Björgólfur form.bankaráðs Landsbankans telur að slíkur sjóður gæti haft tekjur af auðlindum landsins og hugviti þjóðarinnar.Sjóðurinn yrði notaður til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir áföllum eins og nú hafa dunið yfir.

Við eigum reyndar okkar þjóðarsjóð sem eru lífreyrissjóðirnir.Hins vegar má segja að auðlindagjald hefði átt að vera búið að lögfesta fyrir löngu  síðan af sameignum þjóðarinnar.Það hefði t.d.strax átt að gerast þegar kvótinn ver settur á fiskveiðiheimildir.Sama gildir um vatnsafl og jarðvarma o.fl.

Slíkt auðlindagjöld renni til ríkisins til að efla uppbyggingu,hugvit  og ýmsa vísindalega þætti sameigna þjóðarinnar.

Ég tel að bankarnir ættu sjálfir að koma upp öflugum varasjóum og geta staðið á eigin fótum til að tryggja sig og sína starfsemi.Þjóðarsjóður er að mínu viti aðeins réttlætanlegur í formi auðlindagjalds,en ekki til að verja efnahagslífið fyrir slæmri og oft spilltri hagstjórn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband