Færsluflokkur: Dægurmál
Óverðtryggð 10 ára evrulán til íbúðarkaupa - eru í skoðun hjá Allianz og Byrs á Íslandi.
22.4.2008 | 21:16
Ollianz er í eigu Sparisjóðsins Byrs.Í nokkra mánuði hafa þessir aðilar verið að skoða markað fyrir íbúðarlán á föstum óverðtryggðum evrulánum til 10 ára.
Vonandi verður þetta að veruleika,en lánstíminn ætti að vera a.m.k.til 20 ára.Ekki er heldur vitað ennþá á hvaða vöxtum slík lán yrðu,enda hafa víst aðeins farið fram frumathuganir um slíkan banka.
Sjálfsagt myndu margir óska þess,að hér kæmi erlendur banki með evrumynt,svo hægt yrði að koma krónunni úr umferð og okurvextir ísl.bankanna yrðu slegnir út af borðinu.Þeir mættu ásamt Seðlabankanum í núverandi mynd reyndar alveg missa sig,þeirra yrði ekki sárt saknað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður Landsspítalinn gerður að opinberu hlutafélagi ?
21.4.2008 | 20:51
Nú eru forstj.Landsspítalans og formaður nefndar um spítalann,báðir sjálfstæðismenn farnir að ræða um að gera Landsspítalann að opinberu hlutafélagi.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða viðbrögð Samfylkingin sýnir í þessu máli.Eins og allir vita er hlutafélagsformið inngangur að einkarekstri.Það má aldrei ske með Landsspítalann,heilbrigðiskerfið okkar er eitt að grundvallarstoðum lýðræðisins ,sem stendur fyrir jafnræði öllum til handa.Þarna verður Samfylkingin að standa föst fyrir eins og reyndar Framsóknarfl.gerði í samstarfi við íhaldið. Við viljum ekki að græðgin smiti um sig meira en orðið er í heilbrigðismálum okkar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir útlendingar sem sækja um atvinnu - og dvalarleyfi sýni sakar - og heilbrigðisvottorð.
19.4.2008 | 14:30
Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því ekki í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil og vaxandi umsvif Mafíunnar er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.
Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.
Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.
Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hugsanir dómsmálaráðhr.um embætti lögregustj.á Suðurnesjum eru fastofnar og óbreytilegar.
12.4.2008 | 20:53
Dómsmálaráðhr.talar og skrifar um að embættið hafi verið og sé rekið með halla.Af hverju hefur hann ekki endurskoðað fjárveitingar til embættisins niður í kjölinn og kannað nákvæmlega aukningu ýmissa verkefna.Við löggæslu koma alltaf upp ófyrirsjánleg verkefni,sem geta breytt fjárhagsáætlunum.Ég hélt að dómsmálaráðhr.hefði mikla reynslu á þessu sviði m.a. við rekstur embættis Ríkislögreglustj.
Í þessu umrædda máli lögreglustj.Jóhanns R.Benediktssonar bera allir traust til hans ,enda hefur hann sýnt færni dug og þor í sínu starfi.
Björn spyr m.a.á blogsíðu sinni:"Vilja málasvarar óbreytts ástands slíka stjórn á fjármálum opinbers embættis?"Er ekki Birni eðlilegast að ræða þessi ágreiningsmál mál til hlýtar og komast að sanngjarni niðurstöðu við lögreglustj.í stað þess að gefa fyrirmæli um að þrískipta valdsviði embættisins milli fjármála - samgöngu - og dómsmálaráðneytisins.
Ég ætla eins og í síðasta bloggi mínu um þessi mál,biðja þig hæstvirtur dómsmálaráðhr.að gefa þegar í stað fyrirmæli um óbreytt starfsskipulag og auka fjármuni sérstaklega er lýtur að fíkniefnaeftirliti.Mér þykir vænt um þessa stofnun frá fyrri tíð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Borða meira en maður brennir = offita
8.4.2008 | 20:18
Offita er sýnilegt vandamál hér eins og í öðrum vestrænum ríkjum.Þyngdaraukningin er að mestu til vegna breytts lífsstíls.Þegar farið var að skoða ástæður þessarar þróunar kom í ljós að aukið vægi skyndibitafæðu í matræði almenningsværi stærsti orsakavaldurinn.
Offita veldur vaxandi heilbrigðiskosnaði vegna aukinnar lyfanotkunar og einnig veldur offita skertu starfsþreki,veikindum og tíðari fjarveru frá vinni.
Heilsuhagfræði er ung grein á Íslandi.Tinna Laufey Ásgeirsd.doktor í heilsuhagfræði stýrir MS námi í greinnni við Háskóla Íslands.Hún hefur lagt fram tillögur til úrbóta í þessum efnum m.a.að bæta matræði barna og auka aðgengi þeirra að aðstöðu til hreyfingar o.fl.
Mín reynsla er að borða minna,en holla fæðu og hreyfa sig mikið.Mörgum hættir við að borða meira ef þeir auka hreyfinguna,það gefur náttúrlega engan árangur.Aðstæður til útivistar hér eru yfirleitt góðar og næsta nágreni við heimil flestra nægir oft.Tímaleysi er oft kennt um hreyfingarleysi fólks,oftar en ekki er það afsökun fyrir að gera ekkert í málinu.
Mikilvægast er að beina sjónum að börnunum.Heilbrigt líf í æsku er oft grunnurinn að heilbrigðu lífi fullorðinsáranna,bæði er tekir til matræðis og hreyfingar.Náttúran okkar beinlínis togar okkur til sín,veðrið er sjaldan slæmt það er bara hressandi og tilbreytingaríkt.Einbeitni og sjáfsagi er allt sem þarf til að losna úr viðjum offitunar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um leið og ljóst var að gengi krónunnar var að veikjast fóru kaupmenn strax að undirbúa hækkun vöruverðs.Þeim ætti þó að vera ljóst að aukin verðbólga dregur úr kaupmætti fólks og kennski lendir þessi snemmbúna hækkun þeirra verst á þeim sjálfum.
Sterkt gengi krónunnar lækkar aldrei vöruverð hjá kaupmönnum og lækkun á innflutningsgjöldum matvöru fór að mestu á sínum tíma beint í vasa kaupmanna og hjá aðilum í veitingarekstri kom lækkunin aðeins fram hjá nokkrum aðilum tímabundið.
Allir þekkja hækkun á eldsneyti bifr.Hún kemur nánast samtímis fram hér og tilkynnt er um hækkun á heimsmarkaðsverði.Fullir tankar af eldra elsneyti á lægra verði er hækkað samstundis hjá öllum ólíufélögunum á nánast sama útsöluverði.
Hvernig væri að kaupmenn tækju höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins að halda niðri verðbólgu,sama gildir um banka og reyndar alla þjónustuaðila í landinu.Það þarf þjóðarátak,við eigum að vera eins stór fjölskylda,sem stendur þétt saman þegar svona árar.Við eigum lítinn og veikann Seðlabanka með óhæfa stjórn og ríkisstjórnin hefur ekki einnþá markað sér virka stefnu í peningamálum.Krónan okkar er aðeins nothæf í okkar eigin landi,erlendis móttekur engin hana sem peninga.Það er niðurlægjandi fyrir sjálfstæða þjóð að geta ekki með sinni eigin mynt átt nein viðskipti við erlenda aðila.
Þjóð sem ekki á nothæfa mynt í erlendum viðskiptum er ekki sjálfbær.Flotmyntin okkar á ekkert föðurland lengur.hún er notuð af innlendum og erlendum aðilum til að grafa undan efnahagsstoðum þjóðarinnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísl.krónan vinsæl hjá erlendum bankaþjófum .
27.3.2008 | 20:23
Ekki liggur fyrir en hvað miklum peningum var stolið úr hraðbönkum.Þær 3 - 4 miljónir sem funndust í ferðatöskum hjá þjóðverja og rúmena við brottför í Leifsstöð gefur tilefni til frekari rannsóknar á slíkum þjófnaði.Við erum sýnilega ekki viðbúin þjáfluðum þjófaflokkum né ofbeldismönnum sem sýnilega hafa hreiðrað um sig hér.
Vissulega hefur lögreglan verið að kynna sér ýmsar nýjar rannsóknaleiðir afbrotamála m.a.vegna síaukins fjölda nýbúa hér á landi,en þeir eru nú um 22.þúsund manns. Ísl.afbotamenn sem hafa dvalist oft langtímum erlendis hafa líka aukið færni sína í hvers konar tegundum afbrota.
Það vekur furðu mína,að ekki skuli hafa verið aukið verulegu fjármagni til löggæslu,einkanlega þó til fíkniefnamála.Loforð stjórnmálafl. fyrir síðustu kosningar að efla stórlega aðgerðir í fíkniefnamálum virðist sem oft áður ekkert að marka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yndislegir skíðadagar í sól og logni í Bláfjöllum.
16.3.2008 | 21:25
Hvað er skemmtilegra en vera á skíðum í faðmi fannhvítra fjalla,þar sem fjölskyldur með börnin sín ljóma af gleði.Ætli maður geti verið nánari náttúrinni en við svona aðstæður.Þegar fjöllin bera við heiðbláan himininn og af toppi Bláfjalla,sem er víðsýnasti staður hér suðvestanlands má augum líta óendanlega fegurð,þar sem tign fjallanna flettast saman við hafflötinn og eyjarnar.Höfuðborgarsvæði með nesjum,eyjum og vogum verður svo lítið af heildarmyndinni sem við blasir.Reykjanesfjallgarðurinn klæddur sinni hraunskykkju með ótal gígum og gufustrókum,sem stíga til himins.
Breytileiki náttúrunnar er svo óendanlegur,fagur og tígnarlegur,maður beinlínis festist við þessa stórfenglegu sýn. Það er okkur öllum svo mikils virði að skoða hið fjölbreytilega leiksvið náttúrunnar,sem er í reynd óendanlegur æfintýraheimur.
Ég er alltaf jafn heillaður og þakklátur fyrir hvern dag,sem við upplifum við slíkar aðstæður.
Dægurmál | Breytt 17.3.2008 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sparufé landsmanna í bönkum er ekki að fullu ríkistryggt - um lágmarksverd er að ræða.
23.2.2008 | 16:00
Samk.lögum frá 1999 er ætlað að veita innistæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum lágmarkvernd.Um þetta fjallar m.a.Þorvaldur Gylfason prófessor í Fréttablaðsgrein í dag.Eins og kunnugt er gengur ísl.bönkum illa að fá lánsfé á þeim kjörum hjá erlendum lánastofnunum vegna skuldatryggingarálags ísl banka.Talið er að þeir loki a.m.k.tímabundið eða að mestu leiti fyrir lán til íbúðarkaupa af þessum ástæðum og á meðan Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum.
Ekki hefur verið upplýst,af hverju ísl.bankar fá ekki sömu lánakjör og aðrir bankar erlendis.Gæti ástæðan verið sú,að þeir eru skuldsettari og eignarstaðan svo bágborin að erlendir lánadrottnar treysta ekki lengur ábyrgðum þeirra .Eru víkingar ísl.útrásarinnar,sem margir hafa lofað í hástert búnir að missa tiltrú lánadrottna sinna vegna áhættu - og glæfralega viðskipahátta.Þá hafa laun bankastj.og ýmissa forstjóra stórfyrirtækja upp á hundruð milj.vakið mikið vantraut og reiði fólks á meðferð fjármuna hjá þessum aðilum.Margir hugleiða að breyta innistæðum sínum a.m.k.tímabundið í viðskiptabönkum sínum í erlenda gjaldeyrisreikninga á meðan mikil óvissa ríkir um fjárhagsstöðu bankanna.
Er að myndast biksvartur dökkvi út við sjóndeildarhringinn.?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samfylkingin vill bjóða upp kvótann á almennum markaði - gott mál.
20.2.2008 | 22:25
Ingibjörg Sólrún,kynnti þá hugmynd í gær,að byggðakvótinn yrði boðinn upp á almennum markaði,en andvirðið rynni síðan til sjávarbyggða,sem áður hefðu notið góðs af honum.Þetta er ágæt hugmynd,sem gæti að einhverju leiti mætt þeirri gangrýni,sem kom fram í áliti Mannréttindanefndar SÞ.
Það er vissulega tímabært að ræða þessi mál á vitrænan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.Hins vegar eru 12.þúsund tonna byggðakvóti alltof lítið magn, til að þetta nái tilgangi sínum á rekstrarlegum forsendumi.Magnið' þyrfti a.m.k.að vera þrefalt meira svo eðlileg verðmyndun skapaðist á uppboðsmarkaði.
Lítið magn kallar á hærra verð og aðeins stórum og verðmiklum fiski verði landað,meðalstór og lítlum fiski verður kastað í sjóinn.Reyndar er þetta svona í dag,eini munurinn væri að byggðakvótinn færi á uppboð og andvirðið rynni til viðkomandi sjávarbyggða.
Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni,að ákveðnum sjávarbyggðum,sem hafa sína aðallífsbjörg af fiskveiðum væri úthlutað kvóta,sem væri boðinn upp á almennum markaði innan viðkomandi byggðalaga til tveggja ára í senn..Bönnuð sé sala og leiga á fiskveiðiheimildum.Rétt væri við þessar aðstæður að auka heildar fiskveiðikvótann um 25 þúsund tonn.Sú aukning öll kæmi í hlut byggðakvóta,sem seldur væri á almennum markaði.Hvernig lýst ykkur á LÍÚ mönnum ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)