Færsluflokkur: Dægurmál

Schengen samningurinn veldur meiri vanda en hann leysir hr.dómsmálaráðhr.

Nú nær Schengen svæðið til nær allra landa Evrópu,nema fyrrv.sovétríkja Írlands og Bretlands.Niðurfelling á vegabréfum milli Schengen landanna hefur leitt af sér ýms vandamál,sem voru reyndar fyrirsjáanleg.Þar er um að ræða landamæraeftlit með  hvers konar afbrotamönnum s.s.fíkniefna, þjófagengum,mannsal,ólöglegt vændi ,barnaníðingar,farbönn, klámiðnaður,hryðjuverkamönnum o.fl.Eftirlit með svona afbrotammönnum var mjög tengt vegabréfa- og tölvueftirliti á landamærum.Ekkert annað jafn árangurríkt eftirlitsform hefur komið í staðin,þó svo að ýmis konar fullkomnari tæknibúnaður s.s. gagnabankar,fullkomnar myndavélar. gegnumlýsingartæki og aukin tæknileg samvinna þjóða hafi verið aukin.Það er mikill misskilningur hjá dómsmálaráðhr.í MBL í dag,að gagnabankar sé öflugra eftirlitstæki á landamærum,en að skoða persónuskilríki..Bæði kerfin styðja hvort annað,í gegnum vegabréfaeftirlit væri hægt að mata gagnabanka af öllum farþegum til og frá landinu.Það þarf að mata gagnabankann hr.dómsmálaráðhr.svo hann melti fæðuna.

Í stað vegabréfa áttu að koma alþjóðleg persónuskilríki,sem handhafar áttu ávallt að hafa meðferðis og framvísa við landamæraeftirlit og löggæslu væri þess krafist.Mér er ekki kunnugt um að þessi persónuskilríki séu almennt komin í gagnið hér á landi.Því ættu íslenskir ferðamenn að hafa vegabréf meðferðis erlendis ,þar sem það er eina löggilda persónuskilríkið hér á landi.Ég var mótfalinn inngöngu okkar í Schengen,bæði vegna hins mikla kosnaðar á flugstöðinni og launakosnaði og þó mest,að þessar breytingar veiktu eftirlitskerfi okkar  með  brotamönnum til og frá landinu.Að losna við að sýna vegabréf við komu og brottfarir milli landa fannst mér ekki réttlæta svo aðgerðamiklar breytingar.


Var vitni að skemmtilegum atburði hjá 6-7 ára dreng í Kringlunni í dag.

Var staddur í matsal á 3.hæð ásamt fjölda fólks,þar á meðal sat ungur ljóshærður drengur við næsta borð við mig.Allt í einu tekur hann til fótanna og hleypur að mannlausu borði skammt frá okkur og tekur þar gleraugu og hleypur síðan á miklum hraða niður stigann.Bannsettur strákurinn skyldi hann vera að stela gleraugunum.Ég fór fram á stigabrúnina og gat þaðan fylgst með honum.Þar sá ég hann stöðva gamlan mann,sem gekk við staf og afhenda honum gleraugun.Gamli maðurinn tók upp veski og stakk síðan einhverju í lófa drengsins.

Síðan kom strákurinn aftur að borðinu.Þetta var flott hjá þér strákur,sagði ég við hann.Hann horfði á mig smástund,síðan sagði hann.Mér líður svo vel ef ég get hjálpað sérstaklega gömlu fólki.Afi og amma vilja að ég geri helst góðverk á hverjum degi,ég bý heima hjá þeim.Ég hlustaði og horfði á þennan fallega glókoll,sem í jólaösinni  var að hugsa um hvernig hann gæti glatt og hjálpað öðrum.

Ég klappaði á kollinn á honum þegar ég fór og sagði,Þú hefur líka glatt mig,þér gleymi ég ekki.Hann brosti fallega til mín.

Svona atvik kemur mér í jólaskap,þökk sé glókolli. 


Handtaka Erlu Óskar eins og um væri að ræða hættulegan glæpamann.

Vissulega gat útlendingaeftirlitð hafnað komu hennar til Bandaríkjanna,hafi hún gerts áður brotleg  t.d.um  lengd dvalartíma í landinu.Synjun um landgöngu þýðir í reynd að viðkomandi farþegi skal fara úr landi eins fljótt og auðið er undir eftirliti útlendingaeftirlitsins.

Um þetta er ekki deilt,heldur framkvæmd aðgerðarinnar varðandi hand - og fótjárnun hennar og óviðeigandi framkomu.Handtöku þeirri ,sem Erla Ósk hefur skýrt frá er með öllu ólögmæt,slíkt á aðeins við  um eftirlýsta og hættulega glæpamenn.Þarna er augljóslega vegið að mannihelgi viðkomandi með niðurlægjandi hætti á grimmilegan hátt og ekki á neinn hátt í samræmi við meint brot.

Ég þekki þessi mál af eigin reynslu úr starfi mínu við útlendingaeftirlit á Keflav.flugv.Þegar komufarþega til landsins er synjað um landgöngu er viðkomandi skýrt frá málavöxtum og honum gefið tækifæri til að andmæla. Honum er jafnframt tilkynnt,að hann verði sendur úr landi til sama lands og hann kom frá.Í slikum tilvikum þarf ekki að beita harðræði. Sé hins vegar um að ræða aðila,sem grunaðir eru um mannsal,fölsuð vegabréf, meint brot á meðferð fíkniefna o.fl.alvarlegum brotaflokkum þá getur þurft að handjárna þá af öryggisástæðum á leið til fangelsis.

Framganga Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðhr.í þessu máli er til sóma.Fljótt brugðist við á öruggan hátt.


Sílspikuð velmegunarþjóð.Ört vaxandi þyngd þjóðarinnar slæmar fréttir.

Nú er staðfest að við erum þyngstir allra Norðurlandabúa og þá  eigum við  hugsanlega líka Evrópumet.Þetta verður innan tíðar okkar alvarlegasta heilbrigðisvandamál sökum þeirra fjölþættu sjúkdóma sem offita veldur.

Fyrst af öllu verða foreldrar að vera góð fyrirmynd barna með holt fæðuval og hafa strangt eftirlit með óhóflegu salgætisáti og gosdrykkjum.Yfirvöld hafa verið með ýmsar aðgerðir til að draga úr reykingum með þokkalegum árangri.Nú er komið að  landsátaki gegn ekki minni óvini þ.e.offitan.Það er holt og gott að ganga á hverjum degi,vera í íþróttum,en umfram allt vanda það sem í magann fer.


Stjórn KSÍ ber fulla ábyrgð á slæmu gengi landsliðsins - Liðsheildin óskipulögð.

Landsleikurinn nú við Dani undirstrikar enn langvarndi getuleysi landsliðsins.Leikskipulag liðsins brotnar upp, því tekst sjaldan að halda uppi skipulögðum samleik og einstaklingsframtakið situr í fyrirrúmi.Þá eiga leikmenn af einhverjum ástæðum erfitt með að leika sig fría,sem veldur því að allt flæði leiksins verður afar þunglama - og  tilviljunakennt.Þá vantar okkur meiri hraða í sóknarleikinn og móttaka og boltameðferð er yfirleitt ábótavant.

Megin ástæða þessa getuleysis er að landsliðið vantar meiri samæfingu og miklu fleiri landsleiki.KSÍ þarf að leggja fram meira fjármagn og framtíðarskipulag um uppbyggingu landsliðsins til langs tíma.Þjóðin hefur  stolt og metnað,það verður KSÍ að hafa.


Þak verði sett á fjölda innflytjenda.

Sá mikli fjöldi útlendinga,sem sækist nú í auknum mæli  eftir varanlegri  búsetu og atvinnu hér á landi verður með einhverjum hætti að takmarka.Þá þarf líka að hafa einhverja raunhæfa stýringu á í hvaða atvinnugreinar okkur skortir helst vinnuafl í.

Eins og öllum er kunnugt hafa stjórnvöld ekki náð tökum á þessum málum,bæði er tekur til atvinnu skráningar,skattaeftirlits,búsetu o.fl.Þá verðum við líka að hafa hugfast, að tugþúsundir útlendinga á ísl.vinnumarkaði munu hafa mikil áhrif á laun í landinu þegar atvinnuleysi eykst.Þá er ljóst að þessi  mikli fjöldi innflytjenda verður þungbær byrði fyrir velferðarkerfi þjóðarinnar.Miklar umræður eru í gangi í hinum ýmsu ríkjum ESB varðandi þessi mál,sérstaklega eftir að Austur -Evrópuríkin gengu inn í bandalagið.

Það er einkennilegur og órökvís hugsunargangur,að bendla menn við rasisma,sem vilja láta kanna þessi mál til hlýtar og læra af reynslu annara þjóða í Evrópu.Ég tel þá aðila vera á villigötum og hugsa illa um hagsmuni innflytjenda,sem enga viðspyrnu og skipulag vilja hafa á hlutunum.Sú mikla þensla sem enn er  t.d. í byggingavinnu er m.a. til komin vegna of miklis fjölda útlendinga í greininni.Hins vegar hafa innflytendur fyllt upp í fjölmargar atvinnugreinar,sem skortur var á mannafla í og er það vel.


Starfsm.Hitaveitu Reykjavíkur eiga engan rétt á kaupréttarsamningum frá Reykjavík Energy Invest.

Það fordæmi,sem viðhaft er nú af stjórnarmönnum Hitaveitu Reykjavíkur með borgarstjórann í broddi fylkingar að leyfa starfsmönnnum Hitaveitunnar að kaupa bréf í Reykjavík Energy Invest á hálfvirði er afar slæmur gjörningur.Halda þessir stjórnarmenn,að starfsm.Hitaveitu Reykjavíkur séu eitthvað verðmætari sinni stofnun,en t.d.sérmenntaðir starfsmenn við heilbrigðiskerfið ,menntamál,löggæslumál o.fl.Náttúrlega ekki,þessi kauréttarsamningur er bittlingur og hreint bull af hendi stjórnarmanna Hitaveitunnar.Það heyrist ekki orð frá aðilum vinnumarkaðarins né BSRB um þessi viðskipti.

Bréfakaup Bjarna Ármannssonar á hálfvirði hjá þessu fyrirtæki upp á einn og hálfan miljarð,er talin vera hluti af hans samningi við fyrirtækið.Þeir sem gera slíkan samning er með öllu óhæfir að fara með opinbert fé landsmanna.Það verður ekki heldur séð,að fyrrv.bankastj.Bjarni Ármannsson hafi neina yfirburða fjármálaþekkingu né tækni - og vísindalega sérþekkingu á þessu sviði  umfram fjölda annara manna,sem gagnist fyrirtækinu sérstaklega í þeirri framrás sem fyrirhuguð er.Við höfum nóg af hæfum mönnum í þessa forstjórastöðu,sem ekki þarf að greiða miljarða í kaupréttarsamninga.Hvernig var ráðingu þessa manns háttað? Svona launasamningar magna upp mikinn óróa í verðandi launasamingum,sem mun hækka vöruverð og auka verðbógu í lanmdinu.

Var ekki nóg fyrir þjóðina,að fá staðfest að bankastjóri KB banka fékk yfir 800 miljónir í árstekjur á s.l ári.Það fer að verða vandfunndinn sá staður í víðri veröld,þar sem fjármálaspillingin hefur grafið sig dýpra en á Íslandi.


Krónan þarf að vera 80 - 100 kr.pr.dollar - áður en við förum inn í ESB.

Í Kastljósi í kvöld skýrði Þorvaldur Gylfason prófessor frá því ,að gengi ísl krónunnar nú væri skráð alltof hátt ,þyrfti að vera 80 - 100 kr.pr.dollara.Hann taldi að Ísl. ættu að aðgæta vel að fara ekki inn  í ESB með ranglega skráð gengi,það gæti haft alvarlegar afleiðingar.Hann sagði líka að ríkisdæmi Íslendinga almennt væri ranglega metið út frá  hinu sterka gengi krónunnar.

Sjálfsagt bregður þúsundum Íslendinga við ,sem hafa tekið svonefnd myntkörfulán í gegnum bankana undanfarið.Það vekur furðu manns,að ekki skulu liggja fyrir neinar hagsýslutölur frá fjármálastofnunum og fyrirtækjum  um áætlaða stöðu krónunnar .Vitanlega er það breytilegt eftir fjárhagslegum aðstæðum  við aðal viðskiptalönd okkar,en eitthvert áætlað meðaltal þarf að vera til staðar,svo einstaklingar og fyrirtæki geti hagrætt sýnum viðskiptum og rekstri í samræmi við stöðu gjaldmiðils okkar. Þá ætti ríkisstjórnin ,Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins að taka þessum málum föstum tökum,þar sem verðlag í landinu grundvallast eins og kunnugt er að stórum hluta á gengi krónunnar á hverjum tíma.Hið fljótandi verðbréfagengi krónunnar ræður hennar för að stórum hluta,litli Seðlabankinn okkar er nánast bara nafnið eitt.


Loksins,loksins gat hin sauðtrygga hjörð Framsóknarflokksins haft ástæðu til að gleðjast.

Þegar maður sá formann Framsóknarfl. í ræðustól tilkynna flokkssystkinum um breytt viðhörf sín varðandi afstöðuna til Íraksstríðsins, var eins og eins og þungu fargi væri létt af flokksmönnum, þeir klöppuðu og klöppuðu og hrópuðu.Þetta mynnti mann helst á samkomu ofsatrúarmanna sem fengið hefðu hina einu og sönnu opinberun.Hjálmar Árnason,þingflokksform.taldi viðbrögð fundarmanna hafa verið sérstök og áður óþekkt á stjórmálafundi.Undirtektir fundarmanna staðfestu ljóslega andstöðu sína við hina ólögmætu  ákvöðrunartöku Davíðs og Halldórs um að taka einhliða  afstöðu án samráðs við utanríkismálanefnd ,að við  værum í hópi hinna sjálfviljuðu ríkja, sem væru samþykk stríðsátökum í Írak.

Þarna gafst  flokksmönnum  Framsóknarfl.loksins tækifæri eftir 4.ár að  rassskella  sinn fyrrverandi formann í skjóli hins nýja formanns Jóns Sigurðssonar.Betra seint en aldrei má segja um þessa  afstöðu Jóns,vonandi verða ekki ákvörðunartökur hans í framtíðinni jafn síðbúnar og þessi.

Jón Sigurðsson þarf  að upplýsa nákvæmlega hvaða ástæður lágu til grundvallar ákvörðunartöku Davíðs og Halldórs á sínum tíma um aðild að Írakstríðinu.Var þar kannski verið að reyna að leggja grunn að endurskoðun varnarsamningsins um áframhaldandi veru bandaríska herliðsins.Öll lýgin um gereyðingavopn í Írak lágu fyrir áður en þessi ákvörðun var tekin.

                                                                  Kristján Pétursson


Öll dagblöðin undir hæl íhaldsins.Þarf Jóhannes í Bónus á íhaldinu að halda?

Hvernig á lýðræði að þróast á dagblaðamarkaðnum þegar einn og sami stjórnmálaflokkurinn ræður þar ríkjum.Morgunblaðið er útgefið  af  Árvaki h.f.en Blaðið af útgáfufélaginu Ár og Dagur.Eigendur og stjórnendur þessa blaða er allir kunnir sjálfstæðismenn.

Ritstjóri Fréttablaðsins er Þorsteinn Pálsson,fyrrv.formaður og ráðherra Sjálfstæðisfl.Áður en hann settist í sæti ritstjóra heldu sjálfsagt  flestir lesendur blaðsins að það væri  frjálst og óháð og fögnuðu komu þess.Sumir töldu á þessum tíma að aðaleigendur Fréttablaðsins Baugur, væru andvígir Sjálfstæðisfl.vegna afskipta þeirra af upphafi meintrar sakarannsóknar á hendur fyrirtækinu.Margir fögnuðu því að Fréttablaðið gæti orðið verðugur keppinautur við Morgunblaðið,ekki einungis á sviði auglýsinga, einnig varðandi stjórnmálaumræðuna í landinu.Að Dagblaðinu höfðu flestir aðgang enda blaðið gefið út sem frjálst og óháð,en fyrir kosningar réði þó íhaldið þar einnig ríkjum,enda eigendur blaðsins á þeirra meiði.Nú er Dagblaðið orðið helgarblað sem litlu sinnir stjórmálaumræðunni.

                                            Þarf Jóhannes í Bónus á íhaldinu að halda?

Þegar Davíð Oddsson,fyrrv.form. - og forsætisætisráðhr.Sjálfstæðisfl.hætti og fór í Seðalbankann virtist Baugur taka flokkinn aftur í sátt og gerði Þorstein Pálsson að ritstj.Fréttablaðsins. Hefur hann notað aðstöðu sína óspart gegn stjórnarandstöðufl.en lofað íhaldið bak og fyrir.Það kom flestum á óvart að Fréttablaðið myndi kasta sér svo skyndilega í faðm íhaldsins og er reyndar afar óskynsamlegt varðandi aðaltekjulind blaðsins auglýsingar.Þá munu hugsanlega   verslanir Baugsveldisins   bera viðskiptalegt  tjón af þessum pólutísku umskiptum.Baugur hefur haft mjög sterka viðskiptavild við almenning í landinu og notið góðvildar almennings.  

                                              Kristján Pétursson

      


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband