Færsluflokkur: Dægurmál
Er einleikur Vilhjálms að rústa flokkinn í borgarstjórn - borgarftr.íhuga að hætta.
24.1.2008 | 22:31
Aðgerðir og einleikur Vilhjálms að fá Ólaf til samstarfs við Sjálfstæðisfl. án þessa að varafulltr.hans Margrét styðji meirihlutann, fyllti mælinn hjá nokkrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisfl..Þá var málefnasamningurinn ekki kynntur nægjanlega,sumir borgarflt.sáu hann fyrst eftir að Vilhjálmur og Ólafur undirrituðu hann.Í reynd var Vilhjálmur að leika sama leikinn gagnvart borgarftr.sínum og í REY málinu.Hann haf'ði ekkert lært af fyrri mistökum sínum.
Óstaðfestar frásagnir um að nokkrir borgarftr.flokksins íhugi alvarlega að hætta í borgarstjórn undir stjórn Vilhjálms og hafi mótmælt harðlega að Ólafur settist í stól bogarstjóra.Ætla má að Sjálfstæðisfl.tapi verulegu fylgi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú virðist komin fram ástæða fyrir brotthvarfi Ólafar úr borgarstjörn.Sjálfstæðismenn töldu honum í trú um, að samstarf við VG væri í fæðingu bak við tjöldin.Ólafur brá skjótt við og vildi verða á undan VG í sæng íhaldsins.Eftir nokkra klst.viðræður hans við Vilhjálm ákvað hann að taka boði hans um samstarf og verða jafnframt borgarstj.
Enginn ágreiningur hafði verið milli Ólafs og borgarmeirihlutans og því kom hið skyndilega brotthvarf hans við samstarfsmenn hans í borgarstjórn og hans eigin varafulltr.í opna skjöldu.
Hér virðist vera um mjög alvarlega blekkingu að ræða af hendi Sjálfstæðism.,sem Ólafur í einfeldni sinni kokgleypti.Þessi fáranlega skrúfmælgi Vilhjálms og sá þröngi pólutíski vegvísir ,sem hann hefur viðhaft í þessu máli á eftir gera endanlega út um pólutíska framtíð hans,var þó nóg komið.Vilhjálmur og Ólafur munu uppskera eins og þeir sáðu.Það getur reynst erfitt að fá lausn undan svona blekkingum,lágkúran er algjör.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef aldrei skilið þá túlkun,að Íslendingar hafi ávallt verið vopnlaus þjóð.Samk.1.gr.varnarsamningssins frá 8.maí 1951 tóku Bandaríkin fyrir hönd Norður-Atlandshafsbandalagsins að sér hervarnir fyrir Íslendinga.Í umræddum samningi var ákveðið að Íslendingar yrðu að samþykkja hverrar þjóðar menn væru í bandaríska varnarliðinu.Þá var einnig háð samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar hversu margir varnarliðsmenn hefðu setu á Íslandi.Fyrstu ár hersins voru engir litaðir menn í herliði þeirra á Íslandi..Síðan voru sendir nokkrir valdir svartir menn hingað,svo við gætum setið í nefnd,sem fjallaði um mannéttindamál í Suður Afríku.Þegar bandaríski sjóherinn tók við rekstri flugvallarins eftir 1960 og annara samningssvæða komu hingað menn af öllum litarháttum og þjóðernum.
Bandaríski herinn var hér alla tíð samk.samþykki íslenskra ríkisstjórna.Þjóðin hefur því ekki verið herlaus og getur því ekki gortað að því sí og æ.Hermenn hafa í okkar þágu verið hér og nú er verið að semja um tímabundna aðkomu hermanna hingað við ýms NATO ríkí..Í mínum huga vildi ég frekar sjá íslenskt heimavarnarlið,sem bæri fulla ábyrgð á varnar - og öryggismálum þjóðarinnar með eðlilegri aðkomu NATO ríkja samk samningi þar að lútandi samningi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér virðist hann vega bakdyramegin að Guðna Ágústssyni form flokksins ,að hann ráði ekki við hlutverk sitt að ná sáttum innan flokksins og auka fylgi hans.Björn Ingi lætur að því liggja,að hann ,sem næsti" kandidat " flokksins sé orðinn svo leiður á þessum innbyrðis deilum ,að hann sé að hugleiða að fara úr flokknum.
Þetta er lúmskulegt útspil og gæti orðið til þess,að ýmsir flokksmenn Framsóknarfl.legðu trúnað sinn á þennan málflutning og myndu vinna að formannssæti fyrir Björn Inga.
Enn er verið að leggja stein í götu Guðna,var ekki nóg komið,honum tvívegis hafnað,fyrst sem varaform.Halldórs Ásgrímssonar og síðar varð hann að víkja fyrir Jóni Sigurðsson.Verður ein atlagan gerð að honum ennþá og þá úr launsátri að undirlagi Björns Inga og félaga hans.Hann hljóp úr vistinni hjá Sjálfstæðisfl.í borgarstjórn og tárvotum augum lýsti hann fyrir flokksmönnum sínum hversu erfið sú ákvörðunartaka var.Nú þykist hann ætla að yfirgefa þessa trúverðugu flokksbræður sína,gleymir nokkur þegar Alfreð Þorsteinsson faðmaði hann og huggaði á umræddum flokksfundi.
Það mun koma í ljós innan ekki langs tíma hvort þetta útspil Björns Inga gengur eftir.Ég hef fulla samúð með Guðna Ágústssyni að vera með svona lið innanborð,hann verðskuldar fullt traust.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hlustaði á umræður frá alþingi í dag um öryggis - og varnarmál þjóðarinnar.Ég er sammála að þessi mál komi undir utanríkisráðuneytið,en ekki kom fram í umræðunum hvernig hernaðarleg aðkoma ráðuneytisins verður í samskiptum við NATO ríkin.Um hernaðarleg samskipti gilda allt aðrar aga - og samskiptareglur,en í almennum utanríkismálum.Fróðlegt verður að sjá hvernig þau mál verða leyst.
Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 8.maí 1951 er enn í gildi.en hann gæti haft ákveðinn fordæmisgildi.Í 12.gr samningsins varðandi tjónaskiptingu milli landanna,þar sem Bandaríkin bera ein ábyrgð skulu þau greiða 85% en Ísland 15%.
Hvernig verður þessum málum háttað varðandi æfingaflug NATO ríkja innan lofthelgi Íslands? Hvað um réttarstöðu NATO hermanna ,sem dvelja hér tímabundið, fer hún eftir herlögum viðkomandi ríkja eins og gilti um Bandaríska hermenn á samningssvæðunum.Í 2.gr.10tl. varnarsamingsins stendur orðrétt.:"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samningssvæðunum og gera viðkomandi ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi".Ég taldi ávallt að þessi grein bryti í bága við Stjórnarskrá Lýðveldisins,þar sem Íslendingar einir geta farið með slíkt vald.
Þessi samningur var barn síns tíma og löngu tímabært að segja honum upp.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðamenn Sjálfstæðisfl.verja krónuna með kjafti og klóm,þeir ættu þó að vita að framtíð krónunnar ræðst á erlendum mörkuðum. Flæði krónunnar upp og niður er eins og loftvog, engin veit fyrirfram um styrkleika hennar eða veikleika.
Nú hefur fyrirtækið Landic Property fengið synjun um að færa bókhaldið í evrum og nú býður Kaupþing eftir úrskurði Fjármálaráðhr.hvort fyrirtækið fái að færa bókhaldið í evrum eftir að Ársreikningaskrá hafnaði i beiðni þeirra.Það er ekki hikað við að stefna þessum málum í þá óvissu,að stærstu fyrirtæki þjóðarinnar hreinlega fari úr landi.
Nú reynir á Samfylkinguna að spyrna við fótum og stöðva þessa stórhættulegu stefnu,sem myndi valda þjóðinni gýfurlegu tjóni.Það virðist sem Davíð Oddson Seðlabankastjóri hafi öll ráð í hendi sér í þessum málum og ráðhr.Sjálfstæðisfl.fari að hans vilja í einu og öllu.Þetta er að verða eins og illkynjað mein á þjóðfélaginu.
Krónan okkar er stórhættuleg efnahagskerfi þjóðarinnar af því við ráðum engu um framtíð hennar á erlendum verðbréfa mörkuðum.Það liggur beint við að taka upp evruna þar sem aðal viðskiptalönd okkar eru á því svæði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðsettar fiskveiðiheimildir til fjölda ára fyrir hundruð miljarða -Hvernig verður þeim úthlutað ?
14.1.2008 | 21:51
Eins og kunnugt er dæmdi Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna tveimur íslenskum sjómönnum í vil í máli þeirra gegn ísl.stjónvöldum v/kvótalausra veiða.Flestir Sjálfstæðismenn, sem hafa fjallað um þessa niðustöðu Mannréttindanefndar telja enga ástæðu til að breyta neinu um meðferð fískveiðiheimilda við Ísland.Hver skyldi ástæðan vera önnur en sú ,að sex stærstu útgerðarfélögin í landinu hafa yfir að ráða yfir 60 % veiðiheimilda og eru gegnir og góðir flokksmenn Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.
Svo geta menn líka íhugað,hvernig hægt sé að umbreyta úthlutun fiskveiðiheimilda,sem hafa verið veðsettar hjá innlendum og erlendum lánastofnunum fyrir hundruð miljarða til marga ára .Þá er talið um að á annað hundrað miljarðar hafi verið tekið út úr reksrti útgerðarfyrirtækja og fjármagnað í óskyldum rekstri eða komið fyrir í skattlausum"skúffufyrirtækjum" víðsvegar um heiminn.
Hvar ætla menn að finna sameign þjóðarinnar fiskinn í sjónum ? Honum var öllum af yfirlögðu ráði stolið frá þjóðinni með ýmsum stjónsýsluaðferðum byggða á röngum"lagaákvæðum ",sem brutu í bága við ótvíræð lagaákvæði um að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar.
Niðurstaða Mannréttindastofnunar SÞ er tilefni til alls herjar uppskurðar á úthlutun fiskveiðiheimilda við Íslandsstrendur.Öllu ólögmætu braski á fiski verði hætt og ríkið úthluti fiskveiðiheimildum eftir landsbyggðum eins og til er ætlast í niðurstöðu Mannréttindastofnunarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á s.l.tveimur árum hafa orðið 282 umferðaróhöpp við þessar tvær stærstu verslunarmiðstöðvar á Stór - Reykjavíkursvæðinu.Í langflestum tilvikum er ekið á kyrrstæðar bifreiðar.Í 141 tilfelli eða 50%var ekki tilkynnt um óhöppin og stungið af vettvangi.
Þessar niðurstöður eru með ólíkindum,að annar hvor maður láti sig hverfa til að komast hjá því að bæta viðkomandi aðila tjón og missa bónusinn.Sjálfsagt eru einhver óhöpp,sem menn eru ekki meðfitaðir um,en það skekkir ekki heilarmyndina nema að litlu leiti.
Hér er verkefni að vinna við tryggingafélögin.Heiðarleiki manna virðist ekki vera meiri en þessar tölur sýna.Ég held að bónusinn sé aðal orsakavaldur þessa vandamála og því verði best að fella hann niður.
Mér koma þessar niðurstöður á óvart,nokkrum sinnum hefur verið ekið á mannlausa bifr.mína á bílastæði og ávallt hafa viðkomandi aðilar tilkynnt mér um óhappið.Ég er sýnilega stálheppinn miðað við þessar niðurstöður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ellefufaldur Jón Bjarnason alþingism.á einni bloggsíðu - Er hann kominn til að vera ?
4.1.2008 | 21:58
Jón Bjarnason talar mest allra alþingismanna á þinginu,reyndar svo mikið og lengi að forsetar þingsins eru í vandræðum að halda sér vakandi. Það er von að bloggurum bregði í brún þegar hann birtist ellefufaldur á sömu síðunni.Þá vitum við hvað muni í framtíðinni "prýða " bloggið okkar hr.Jón Bjarnason alþingismann VG.Flokksmenn hans geta tekið sér frí frá blogginu.Það getur sett að manni nábít og böggul fyrir brjóst ef áleggið er of mikið.
Misnotkun á málfrelsi er m.a. langar innihaldslitlar og andlausar ræður.Það er frelsi að þurfa ekki að hlusta á fleiri klst.ræður í þinginu,sem er að mestu leiti endurtekið raus og rugl.Hugsanir sumra manna geta orðið svo fastofnar í eðli þeirra,að þær rótfestist í hugum þeirra og geri þá beinlínis aumkunarverða.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er auðveldara að vera kjáni en vitmaður,spurði nemandi kennara sinn.
28.12.2007 | 20:35
Af hverju ertu að spyrja um þetta drengur,sagði kennararinn. Ég er að reyna að ákveða mig hvort heldur ég ætti að vera þegar ég verð stór.sagði snáðinn.Ert þú vitmaður,spurði hann síðan kennarann.Já ég held að ég sé sæmilega greindur,sagði hann..Þá get ég ákveðið mig strax sagði snáðinn,ég ætla að vera kjáni í flottu fótboltaliði.
Löngu seinna eftir að strákurinn varð frægur atvinnumaður hitti hann kennara sinn og sagði:"Ég valdi rétt ,nú get ég notað bæði höfuð og fætur og er orðinn ansi ríkur,ég á þér mikið að þakka.Það getur reynst ansi erfitt að sjá fyrir hvor endinn nýtist betur,sagði kennarinn.
Er maðurinn ekki oftast að stærstum hluta það sem umhverfið og samfélagið hefur gert mann og uppskerum eins og við sáum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)