Færsluflokkur: Dægurmál

Furðulegar yfirlýsingar forustumanna ríkisstjórnarinnar - stjórn - og getuleysi.

Þegar Jóhanna og Steingrímur hafa verið spurð undanfarið hvað líður aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum,þá hefur svarið ávallt verið að fyrst þurfi að ljúka við Icesave málið.Þessi svör lýsa vel stjórnleysi og vanmætti ríkisstjórnarinnar.Það hefur verið öllum ljóst lengi að skuldir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja hafa farið ört vaxandi á sama tíma og kaupmáttur fer mínnkandi og ættu því fyrir löngu síðan að vera búin að fá afgreiðslu.

Getuleysi ríkisstjórnarinnar  í málefnum heimilanna er algjör þó vitað sé að um 30% þeirra skulda meira en eignir standa fyrir og þúsundir leita eftir mataraðstoð í hverjum mánuði,þá stendur ríkisstjórnin ennþá ráðalaus og ræðir um einhverja fíflhyggju,sem engum kemur að gagni.Engin aðgerðaráætlun eintóm óvissa og heimskuleg greiðsluaðlögun er það sem fyrir þjóðinni blasir í þessum efnum,sem leiðir til sívaxandi ótta og hörmunga.

Við verðum að fá utanþingsstjórn og losna við löggjafarþingið eins og það leggur sig.


Afskrifa íbúðarskuldir,sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna.

Það var löngu vitað eftir fall bankanna að svigrúm var í bankakerfinu til að takast á við hinar gífurlegu húsnæðisskuldir.Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankana var gert ráð fyrir afskriftum í þessum tilgangi.

Það verður að finna raunhæfa leið um greiðslugetu  og veðrými heimilanna.Hér er um flókin mál að ræða,þar sem sumir lántakendur reyndu af fremsta megni að standa í skilum  og fengu m.a. tímabundna aðstoð  aðstandenda  og gerðu ýmis skonar sparnaðaraðgerðir til að ná endum saman.Aðrir eyddu um efni fram og greiddu ekki tilskyldar afborganir af íbúðarlánum.Enn aðrir hættu að borga af lánum vegna fjárhagserfiðleika eða í mótmælaskyni við lánveitendur.

Það kann að verða erfitt að finna meðalveginn um sanngjarna úrlausn á íbúðarskuldum,en niðurfelling verðtryggingu lána t.d.s.l.tvö ár kemur sterklega til greina ásamt fleiri hliðaraðgerðum fyrir þá sem verst eru staddir.

Mest um vert er að hefjast strax handa,biðin um raunhæfar aðgerðir hefur valdið tugþúsunda heimila miklum vanda og þúsundir leita nú úrlausna erlendis.


Ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skuldir heimilanna í landinu

40 þúsundir heimilia eru skuldsett langt umfram eignir,sem eru rúmlega 35 % af þjóðinni.Samkvæmt yfirlýsingu félagsmálaráðhr.í kvöldfréttum hefur ríkisstjórnin enga áætlun um að lækka skuldir heimilanna.Ríkisstjórnin hafi enga fjármuni til þess segir ráðhr.skuldir verða áfram frystar og höfuðstóllinn heldur áfram að hækka.Þúsundir heimila fara í gjaldþrot og landflótti er skollinn á.

Þeð er augljóst að ríkisstjórnin hefur engin tök á þessum skuldamálum þjóðarinnar og gerir sér mjög takmarkaðar hugmyndir um afleiðingar þeirra. Niðurröðun forgangsmála gengur allt út á Icesave málið og bankana,meðan heimilunum í landinu blæðir út.Heimilin í landinu eiga alltaf að skipa fyrsta sæti ríkisstjórnarinnar þegar jafn alvarleg kreppa gengur yfir.Sjálfsagt hafa margir kosið Jóhönnu Sigurðard.í alþingiskosningunum í þeirri trú,að hún stæði föst fyrir þegar hagsmunir efnaminna fólks væri annars vegar.Því miður hefur hún ekki komið fram með neinar tillögur til að leysa efnahagsvanda þessa fólks.Sársaukinn og reiði fólksins sem hér á hlut að máli  hafnar aðgerðarleysi hennar  og Samfylkingunnar.

Ef allar lausnir Icesave málsins og aðrar skuldir þjóðarinnar upp á 2000 miljarða á að leysa með hækkun skatta  og skulda þá ætti ríkisstjórnin að fara frá og utanþingsstjórn taki við.Það hafa reyndar allir aðilar fjórflokkanna fengið tækifæri að sýna ábyrga stjórnsýslu,en engum tekist.Framkvæmda - og löggjafarvaldið er samanofið í einn pakka,þannig getur lýðræðið aldrei sinnt sínu hlutverki.  


Eva Joly fordæmir framferði breta,Hollands,ESB og Norðurlandanna.

Enn og aftur gerist Joly málssvari Íslendinga gegn ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Greinin birtist samtímis í Aftenposten,Le Monde, Daily Telegraph og Morgunblaðinu.Hún átelur harðlega ábyrgðalausa afstöðu sumra ríkja ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gangvart hruni íslenska efnahagskerfisins.Hún sendir Norðurlöndunum einnig tóninn,að þau skuli ekki bregðast við þeirri kúgun sem Íslendingar hafið orðið fyrir,það dragi úr raunverulegum vilja þeirra til að veita bræðraþjóð sinni stuðning.Joly telur að alþjóðasamfélagið yppi öxlum og láti sem engra breytinga sé þörf og beiti land eins og Íslendinga þrýstingi af fullkomnu miskunarleysi.

Ég vona að íslenska þjóðin sýni henni þakklæti fyrir frábæra grein,hún vill veita ísl.þjóðinni aðstoð og vekja athygli umheimsins á vandamálum þóðarinnar.Ísl.þjóðin skortir líka reynslu og þekkingu í samskiptum við stórþjóðir einkanlega á sviði fjármála.

Það vakti athygli eftir að greinin birtist,að aðstoðarmaður forsætisráðhr. skyldi vera að gagnrýna Joly vegna umfjöllunar hennar á þessum málum.Ef þessi gangrýni er í anda forsætisráðhr.ætti hún að skammast sín,sem hefur ekki einu sinni komið opinberlega fram við viðsemjendur okkar í Evrópu til að andmæla því miskunarleysi sem Íslendingar hefur verið sýnd.

Daily Telegraph


Verður Icesavesamningurinn samþykktur með skýrum endurskoðunarákvæðum ?

Flest rök hníga að því að samningurinn verði samþykktur,en þó með þeim formerkjum af hálfu alþingis að ríkisábyrgðin verði tengd skýrum endurskoðunarákvæðum,þar sem greiðsubyrgði ísl.ríkisins verði stórlækkuð   miðað við greiðsluþol þjóðarinnar á hverjum tíma..Jafnframt verði áréttað  í samningnum að ísl.stjórnvöld afsali sér ekki rétti til málshöfðunar hér á landi,en eins og kunnugt er geta aðeins þjóðir inna ESP nýtt sér Evrópudómstólinn.Viðkomandi ríki Holland og Bretland yrðu að kæra Íslendinga fyrir Héraðsdómi óski þeir málsmeðferðar.

Nýr samningur milli þessara þjóða væri þó besti kosturinn í stöðunni til að leiða þessi mál til lykta.Hæfir innlendir og erlendir sérfræðingar utan ESB ríkja myndu verða tilkvaddir til að gera slíkan samning.

Það eru harðir kostir að ísl.þjóðin verði að gangast undir svona órétti og beri þungar byrgðar vegna aðgerða fjárglæfra og meintra glæpamanna.Þetta særir svo djúft réttlætis - og frelsiskennd þjóðarinnar.Auðhyggjan hefur rekið um árabil ósvífinn hrokafullan blekkingaáróður undir merkjum frjálshyggju kapitalisma.Uppskeruna sjá allir í dag,meinssemd græðginnar er nú öllum augljós.

 

 


Fjarlægðarmælingar með mælitækjum verði bönnuð á golfvöllum.

Nú er farið að nota síma til að reikna út vegalengdina frá kúlu að holu.Áður hafa golfleikarar notast við teigamerkingar og brautarhæla til að miða við vegalengdir á golfvöllum.Þessi nýja tækni með Sony Eirícsson og Samsung er á sinn hátt áhugaverð tæknilega séð,en svona reiknikunstir hafa reyndar verið notðar áður við vegalengdarmælingar.

Persónulega er ég mótfallinn þessari tækni,hver leikmaður á að ákvarða vegalendir og viðeigandi kylfur hverju sinni,hún er ein af  veigamestu ákvörðunartökum golfleikarans. Við eigum ekki að tæknivæða golfið til að gera það auðvelara,höldum okkur við góðu gildin og reglurnar í golfinu.Næst verður sjálfsagt farið að vindmæla hraða og kylfur notaðar í samræmi við það.

Við höfum slæma reynslu af breyttum aðferðum í frjálsíþróttum,látum ekki það sama henda okkur með golfið.


Fjárnámsbeiðnir í Reykavík eru á þessu ári 10500,en allt árið 2008 9500

Á einu og hálfu ári hafa því orðið 20.þúsund fjárnámsbeiðnir í Reykjavík,en á öllu landinu á sama tíma  um 40,þúsund.Þessar tölur sýna okkur hvert stefnir.Hverjar eru tillögur ríkisstjórnarinnar í málefnum íbúðareigenda og fyrirtækjanna.Veit það nokkur maður ?Greiðslufrestir íbúðarlána og frysting lána til 3. ára leysir engan vanda.Stöðugur ótti fólks við þessar aðstæður brýtur niður heimilin.Árin sem fara í hönd  munu skipta sköpum fyrir börn þessa lands.Nú þurfa allir að' taka höndum saman og verja yngstu kynslóðina,hún þolir ekki heimilishald,sem byggist á áhyggjum og kvíða.

 


Er Icesave skuldaviðurkenning eða lánasamningur ?

 Ef ríkissjóður stendur ekki í skilum vegna vanefnda á greiðslum lánsins virðast innheimtuaðilar geta krafist eignahalds á þjóðareignum til fullnustu greiðsna.

Þá vekur það líka furðu að virt alþjóðleg matsfyrirtæki skuli ekki vera búin að meta með lögformlegum hætti allar eignir Landsbankans erlendis og einnig hér innanlands.

Ég skora á alþingi að fella þennan alvitlausa og háskalega  samning,sem þjóðin gæti aldrei staðið  fjárhagslega undir skilmálum hans.Þetta Icesave mál á að fara dómstóla leiðina,allt annað er ranglát málsmeðferð,þar sem um er að tefla framtíð og velferð heillar þjóðar. Hver vill bera ábyrgð á slíkum landráðasamningi.


Uppgjör Icesave samningsins virðist vera orðið skilyrði SF fyrir inngöngu í ESB.

Þessi niðurstaða er hrein hrollvekja fyrir land og þjóð.Að VG ætli sér að samþykkja samninginn óbreyttan vekur mikla undrun,þar sem nú er ljóst að inngangan í ESB er tengd uppgjöri Icesave samningsins.

Það er ljóst að þjóðin er búin að samtengja þessi mál og innan tíðar hefjast fjölmennir mótmælafundir um allt land. Við sættum okkur aldrei við að borga erlendar skuldir meintra afbrotamanna,sem tóku  hundruð miljarða  kr.ófrjálsri hendi frá þjóðinni.Fyrrverandi ríkisstjórnir bera þar höfuðábyrgð fyrir stjórn - og eftirlitsleysi og jafnvel meinta aðstoð við svonefnda útrásarmenn.Það verður vonandi leitt í ljós í skýrslum þeirra sem rannsaka fall bankanna.


Herferð hafin gegn Evu Joly af handbendum og leiguliðum útrásar manna..

Það kom mér ekki á óvart eftir hreinskiptin og fróðleg  viðtöl við Evu Joly í ríkissjónvarpinu um sakamálarannsóknir,að þau myndu hreyfa við rigbundnum stöðnuðum embættismönnum innan dómsmálakerfisins og leiguliðum útrásarmanna vegna meintra fjármálabrota þeirra.

Það hefur verið viðtekin lenska hérlendis af viðkomandi yfirvöldum að halda leyndum gangi sakamála fyrir almenningi,enda hafa þau yfirleitt verið lituð persónulegum og pólutískum áhrifum,en hins vegar ráðist gegn þeim löggæslumönnum,sem fyrir rannsóknunum stóðu.

Persónulega hafði ég nokkra reynslu af slíkum vinnubrögðum á meðan ég starfaði sem löggæslumaður.Þá var ítrekað reynt að koma mér úr starfi með aðstoð  viðkomandi pólutískra yfirvalda vegna rannsókna sakamála,einnig varð ég tvívegis að kæra dagblaðið Tímann vegna brota á meiðyrðalöggjöfinni.Ég var samk.dómsniðurstöðum  saklaus af öllum ákærum dómsvaldsins.

Sjálfsagt verður reynt að koma höggi á Evu sem ráðgjafa vegna meintra fjármálabrota.Það er þegar byrjað að reyna að gera hana tortryggilega.Þjóðin mun standa þétt að baki hennar og aðstoða við uppljóstrun mála.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband