Er krónan handónýt í langtímaviðskiptum?Seðlabankinn er bara úrræðalaus áhorfandi.

Erlendir bankar hafa eins og kunnugt er gefið út skuldabréf(jöklabréf) fyrir 370 miljörðum í ísl.krónum.Hafa þeir ofurtrú á krónunnii okkar eða ætla þeir fjárhagslega að hagnýta sér  veikleika hennar?Náttúrlega ætla þeir að gera það,en þeir halda núna uppi gengi krónunnar um stundarsakir.Ef  hins vegar skuldabréfin yrðu innheimt á skömmum tíma,sem vissulega má buast við ,myndi krónan hrapa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.Hugsið ykkur að við eigum að stærstum hluta allt undir erlendum bönkum komið hvort þessi handónýta króna okkar heldur velli eða ekki.Af hverju skýrir ekki Davíð Oddson,seðlabankastj.fyrir þjóðinni hvaða áhrif þessi jöklabréf geta haft á viðskipti einstaklinga og fyrirtækja.Hann dæmdi á sínum tíma evruna ónýtan gjaldmiðil.Hvað um erlend lán,sem íbúðarkaupendur taka í erlendri mynt?

Vísitala neysluverðs til verðtryggingar tryggir alltaf lánveitendur,þeir þurfa ekkert að óttast, græða t.d.um 70 .miljarða árlega fyrir yfirdráttarlán á 21-23% vöxtum.Þá er viðskiptahallinn úr öllum böndum og heimilin þau skuldsettustu í víðri veröld.Matarkarfan sú dýrasta í Evrópu,sama gildir um vextina,við sláum nánast alls staðar met í hagsýslu -og fjármála óreiðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Því miður virðist það vera apalmarkmið okkar íslendinga almennt en það er að eiga met...sama í hverju sem það er ..gott eða vont..

Agný, 18.1.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband