Neyðarlög verði sett til hjálpar nauðstöddum og fátækum heimilum.

Sú sára fátækt sem herjar á tugi þúsunda heimila í landinu verður ekki bætt með núverandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bankanna.Reyndar eru þær aðgerðir ómarktækar og einungis pólitískar yfirbreiðslur yfir höfuð varnarlausra heimila.Verst af öllu er að lántakendur eiga engar útgönguleiðir,þeir geta ekki selt eignir sínar,þær stórlækka í verði og verðtryggingar margfalda höfuðstóla lánanna.Þessi skuldafangelsi,sem ríkisvaldið og bankarnir hafa skapað varða um 40 þúsundir Íslendinga.

Þetta ástand er að rótfestast í hugum manna,fólk flykkist umvörpum úr land í þúsunda vís og sífellt fjölgar þeim þúsundum heimila,sem leita aðstoðar í formi matvæla og fjármuna hjá hjálparstofnunum.Sú mikla reiði og sársauki sem fólk býr við verður ekki leystur með hendur í skauti aðgerðarleysis stjórnvalda.Það mun standa fast á skoðunum sínum.

Pólitískir  vegvísar löggjafarvaldsins í þessum efnum eru svo þröngir að þeir lokast inni á eigin bás,en það gerist ekki sjálfkrafa.Þjóðin verður að hafa sterkan einingaranda og kjark til að losna undan þeirri pólitísku áþján og grimmd,sem við búum við.Enn og aftur skora ég á stjórnvöld að afnema verðtrygginguna,hún er stærsti örlagavaldur verðbólgu og skulda. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Steingrímur gaf út ríkisskuldabréf og var það fært til eignar í nýju bönkunum svo væri hægt að starta þeim að nýju. Þetta bréf átti og verður ekki leyst út, því þetta eru raunverulega platpeningar. Til að fá ekta peninga inn í bankann er nauðsynlegt að fá inn eignir úr gjaldþrotum. Það græðist miklu meira að fá gjaldþrot heimilla inn í bankan enn smá afborganir. Þetta hefur Jóhanna og Steingrímur vitað allan tíma og þess vegna verður ekkert gert fyrir þessi heimili. Það er búið að ákveða hversu margar eignir þarf til að bankinn nái fjárhagslegum balans...

Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband