Ég naut þess í ríkum mæli að sjá hvernig Ómar og hans aðstoðarmenn fléttuðu saman hinni hörðu og heillandi lífsbaráttu Eyvindar og Höllu í hinu harðbýla en tignarlega umhverfi,sem fléttar saman tign fjallanna til hinnar síbreytilegu náttúru.Öll gerð myndarinnar er afar áhrifamikil og nær sterkum tilfynninaríkum tökum á manni,myndartaka góð og mjög gott val á lögum og ljóðum,sem féllu vel að öllum efnistökum og umhverfi.
Enginn hefur gert betur en Ómar að kynna okkur á myndrænan hátt landið okkar og sögu ´fólksins frá fyrri tíð.Þetta mikla framtak hans nýtist ekki aðeins núverandi íbúum þessa lands ungum sem öldruðum, einnig óbornum um alla framtíð.Fegurð landsins verður aldrei fullkomlega lýst með orðum einum.Því meira virði eru þúsundir náttúrumynda Ómars víðsvegar af öllu landinu,sem taka einnig til lífshátta og menningar þjóðarinnar á sínum. tíma.
Til hemingju með sjötíu ára afmælið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.