Rafmagnslínur á álgrindarturnum um land allt er mesta sjónmengun samtímans, spillir og umbreytir náttúrunni.

Það vekur furðu mína hvað náttúruverndarsinnar eru hljóðir um mestu sjónmengun samtímans í ísl.náttúru rafmagnslínur frá virkjunum,sem þræða landið þvert og endilangt.Þessar línur spilla og umbreyta umhverfinu og valda jafnframt heilsutjóni þeirra sem búa í nágrenni þeirra.Af hverju ekki að hækka rafmangsverðið til stóriðju og leggja línurnar í jörð.Línurnar eru ekki svo stór kosnaðarliður í heilarverði virkjana og verksmiðja,að það verði óarðbært.Ef álverin eða önnur stóriðja þolir ekki 3-5% hækkun á heildarverði byggingakosnaðar,þá eru áætlanir á heildarrekstri eitthvað ábótavant.

Ég þoli ekki að horfa á náttúruna misþyrmt með svona tröllauknum álgrindaturnum og línum með tilheyrandi jarðraski út um allt.Fáið ykkur ökutúr að virkjunarstöðvum hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og virðið vel fyrir ykkur þessar "ófreskjur" sem setja svipmót á allt umhverfið,sár sem aldrei gróa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband