Ólögmætar útrunnar gjafamatvörur afhentar til bágstaddra frá Fjölskylduhjálp.

Sjálfssagt hefur mörgum brugðið við þegar fréttist, að stór hluti af matvörum til bágstaddra væri útrunninn jafnvel fyrir meira en tveimur árum síðan.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir alla aðstandendur þessa mála,vörunum verður að farga með lögmætum hætti og undirstrika að svona hlutir gerist aldrei aftur.Viðkomendum virðist hafa verið ljóst hvað þarna fór fram,þetta er skömm gagnvart öllu því fólki,sem hefur vegna neyðar og fátæktar orðið að nýta sér þessa þjónustu.Neytendasamtök og heilbrigðiseftirlit hljóta að láta málið til sín taka strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var nú samt dálítið merkilegt viðtalið við hana Áslaugu í Kastljósi í gærkvöldi. Hún sagði að vörurnar bærust til þeirra áður en þær renna út að vísu með stuttum fyrirvara en Fjölskylduhjálpin hefur ekki náð að deila þeim út fyrir útrunninn tíma!

Edda Agnarsdóttir, 1.3.2007 kl. 10:36

2 Smámynd: halkatla

undarlegt mál

halkatla, 2.3.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta sorglegt og kemur mest niður á þeim sem á þessu þurfa að halda.  Síðasti söludagur er ekki endilega að varan sé útrunninn heldur trygging framleiðsluaðila fyrir ferskleika vörunnar.  Margir hafa nýtt sér að fá svona vörur á síðasta söludag frítt eða fyrir lítið.  Mér finnst þetta bara vera sorglegt.  Tekur mat frá mörgum munni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband