Skemmuþjófurinn
12.8.2007 | 23:16
Guðrún kemur inn með öndina í hálsinum og segir:"Skemman stendur opin ég held að þjófur sé inni í henni."Það getur ekki skeð segir Álfur."Álfur hleypur út að skemmudyrunum og kallar inn og spyr:"Er hér nokkur?" - og svarað er :"Hér er enginn."- "Ég vissi að það gat enginn verið," segir Álfur og læsir skemmunni,staulast síðan heim í bæinni og sest á rúmið sitt.Þá spyr Guðrún:Var nokkur í skemmunni? Álfur svarar:Þar sagðist enginn vera.Hver gat sagt það nema þjófurinn? Álfur hleypur aftur út að skemmunni og hittir þá svo á,að þjófurinn er með peningakistil í fanginu að troðast úr um skemmudyrnar.Álfur tekur þjófinn og leggur hann og þrýstir að kverkum hans og segir að hann eigi alls kostar við hann,en biður þjófinn að liggja kyr meðan hann sækir ólarreipi inn í eldhúsið til að binda þjófinn með.Þegar Álfur kemur aftur er þjófurinn á bak og burt með peningakistilinn.Nokkru síðar fannst þjófurinn og þýfið og var hann dæmdur til hýðingar,sem Álfur framkvæmdi.
Úrtak úr sögu Jónasar Hallgrímssonar skálds.Hver er Álfur nútímans og hver er þjófurinn? Er til einhver samsvörun við þá félaga?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.