Framkvæmdar - og getuleysi fyrrv.ríkisstjórnar í vegamálum veldur nú gífurlegum umferðartöfum.
12.9.2007 | 20:44
Þær endalausu tafir sem fólk á höfuðborgarsvæðinu verður fyrir, er fyrst og síðast um að kenna,að vera ekki búnir að byggja Sundabraut.Engin samstaða var í fyrrv.ríkisstjórn að hefja þessar framkvæmdir og alltaf var Sundabraut látin víkja fyrir vegaframkvæmdum á landsbyggðinni.Reyndar má segja,að allir þingmenn Stór - Reykjavíkursvæðisins hafi sýnt þessari framkæmd lítinn áhuga.Sífellt óábyrgt blaður og kjaftæði á annan áratug um ytri - og innri leið ,brú og göng.Eitt er víst,að fyrrv.samgönguráðherra Sturla Þórðarson var alls óhæfur að hafa framgöngu í þessu máli og ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hafði engan áhuga né getu til að gera neitt í málinu.
Nú þegar skólarnir hófust,kom endanlega í ljós að vegirnir bera ekki þann umferðarþunga,sem er á morgnanna og má segja að samfelldar þéttar bílaraðir séu allt frá Mosfellsbæ niður í miðborg Reykjavíkur.Þetta öngþveiti er ekki bara vandamál þeirra sem bíða langtímum saman að komast ferða sinn,heldur er hér líka um að ræða eitt stærsta öryggismál íbúa Stór - Reykjavíkursvæðisins.Ef einhver sú vá kæmi,að skyndilega þyrfti að flytja íbúa þessara svæða í burtu,þá er ljóst að Vesturlands - og Suðurlandsvegir myndu ekki nægja.Ekki síst þessvegna átti Sundabrautin fyrir mögum árum að hafa forgang í verkefnaröð vegalagna á landinu.Þeir sem bera ábyrgð á þessum mistökum eiga ekki að koma nálagt stjórnmálum né annari stjórnsýslu.Hvort hér ræður allsherjar aulaskaður,skipulagsleysi eða eitthvað ennþá verra, verður hver og einn að dæma,sem situr fastur í umferðaöngþveitinu þessa dagana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.