Hef ekki ekið á nagladekkjum í 15.ár - engin óhöpp eða vandamál.
30.10.2007 | 22:31
Nú þegar hinar árstíðabundnu biðraðir myndast við hjólbarðaverkstæðin að skipta um dekk,hugleiða bifreiðaeigendur hvernig þeir geti best tryggt öryggi sitt yfir vetrarmánuðina.Vissulega ræður miklu búseta manna og hvort þeir þurfa að aka um langan veg til vinnu sinnar eða búa hérna á Stór - Reykjavíkursvæðinu.
Ég tók þá ákvörðun fyrir 15.árum að aka á grófmunstruðum ársdekkjum.Hef ég auðveldlega komist leiðar minnar án óhappa,enda ek ég að stærstum hluta hér á Stór - Reykjavíkursvæðinu.Hins vegar finnst mér stórlega vanta óvilhallar leiðbeiningar sérfræðinga um hvaða hjólbarðamunstur henti best í snjó og hálku.Hvernig væri að Umferðastofa og tryggingafélögin tækju höndum saman um slíka rannsókn? Þá ber líka að skoða vel aðrar tegundir dekkja s.s.korna - og blöðru dekkin.Hjólbarðanotendur eiga að fá greinargóðar og öruggar upplýsingar í þessum efnum,en því miður eru upplýsingar frá sölumönnum mjög misvísandi um gæði og væntnalega ræður þá mestu um hvaða dekkjategundir viðkomandi er að selja.
Ég ákvað að aka hægar í snjó og hálku eftir ég hætti að nota negldu dekkin.Hins vegar er rétt að hafa í huga að negldu dekkin gefa oftar en ekki falst öryggi þegar naglarnir slitna og týna tölunni.
Hægari akstur, meiri aðgætni og tillitssemi er besta hálkuvörnin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.