Þak verði sett á fjölda innflytjenda.
31.10.2007 | 18:37
Sá mikli fjöldi útlendinga,sem sækist nú í auknum mæli eftir varanlegri búsetu og atvinnu hér á landi verður með einhverjum hætti að takmarka.Þá þarf líka að hafa einhverja raunhæfa stýringu á í hvaða atvinnugreinar okkur skortir helst vinnuafl í.
Eins og öllum er kunnugt hafa stjórnvöld ekki náð tökum á þessum málum,bæði er tekur til atvinnu skráningar,skattaeftirlits,búsetu o.fl.Þá verðum við líka að hafa hugfast, að tugþúsundir útlendinga á ísl.vinnumarkaði munu hafa mikil áhrif á laun í landinu þegar atvinnuleysi eykst.Þá er ljóst að þessi mikli fjöldi innflytjenda verður þungbær byrði fyrir velferðarkerfi þjóðarinnar.Miklar umræður eru í gangi í hinum ýmsu ríkjum ESB varðandi þessi mál,sérstaklega eftir að Austur -Evrópuríkin gengu inn í bandalagið.
Það er einkennilegur og órökvís hugsunargangur,að bendla menn við rasisma,sem vilja láta kanna þessi mál til hlýtar og læra af reynslu annara þjóða í Evrópu.Ég tel þá aðila vera á villigötum og hugsa illa um hagsmuni innflytjenda,sem enga viðspyrnu og skipulag vilja hafa á hlutunum.Sú mikla þensla sem enn er t.d. í byggingavinnu er m.a. til komin vegna of miklis fjölda útlendinga í greininni.Hins vegar hafa innflytendur fyllt upp í fjölmargar atvinnugreinar,sem skortur var á mannafla í og er það vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.