Geta íbúarnir orðið að liði við umferðareftirlit í sínu nánasta umhverfi ?

Ég hef oft hugleitt hvað við íbúarnir getum gert til að ökumenn fari eftir  settum umferðahraða í íbúðarhverfum,þar sem t.d.hámarkshraði er 30 km.

Þar sem ég bý í Garðabæ er mikið af börnum á ferð við eina slíka götu.Yfirleitt er ekið þarna á lögleyfðum hraða og umferðin almennt til fyrirmyndar.En alltaf eru einhverjir að flýta sér og virða ekki hraðatakmörkin.Ég hef og reyndar fleiri sem þarna búa, rætt nokkrum sinnum við þá ,sem aka ógætilega og bent þeim kurteisislega á að virða hraðatakmörkin,sem sett eru til öryggis okkur öllum,þó sérstaklega litlu börnunum okkar.Undantekingarlaust hafa allir tekið þessum ábendingum vel og þakkað fyrir.Hins vegar höfum við orðið vitni að ofsaakstri ungra manna,sem ekki eru búsettir í hverfinu okkar og kært þá til lögreglu ef tekist hefur að greina skrásetningarnr.bifr.

Ég er enginn fyrirmyndar bifr.stj.allir hafa einhver umferðabrot á samviskunni,en við eigum samt að reyna eftir fremsta megni að bæta umferðarmenningu okkar og fækka slysum og aka eftir aðstæðum hverju sinni.Gerum íbúðarhverfin okkar umhverfisvæn og þar er ökuhraðin ávallt nr.1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband