Spaugstofan fór ekki yfir nein siðferðismörk - það gerðu hins vegar Ólafur og Vilhjálmur.
29.1.2008 | 17:44
Það voru eðlileg viðbrögð hjá Spaugstofunni að hafa hinn nýja borgarstj.í aðalhlutverki þáttarins eins og hann í reynd hefur verið í fréttum alla s.l.viku.Hið skyndilega flug Ólafs úr borgarstjórn upp í hreiðrið hjá Vilhjálmi á 2 - 3 klst. og fá að launum borgarstjórastólinn og 80% af stefnuskrá Frjálslindafl.og óháðra er einsdæmi í sögu ísl.stjórnmála.
Fyrst hélt fólk að einhver bilun hefði átt sér stað í sálargangverki þessa forustumanna flokkanna eða um hreint gabb væri að ræða ,aðrir urðu lamaðir eins og í einhverju pólutísku Dauðahafi.Þegar menn sáu að ekki var um höfuðlausa sköpun að ræða heldur tvíhöfða gangverk,þá var eins og myrkur og ský dragi fyrir,fólkið mótmælti hástöfun á áhorfandapöllunum.
Var nokkuð að undra þó hugsjónamenn Spaugstofunnar kæmu þessari sérstöku uppákomu heim í stofu landsmanna.Þeir reyndu að lyfta þessum atburðum úr lágkúrunni á hærra og skemmtilegra plan .Hinn pólutíski vegvísir þeirra Ólafs og Vilhjálms er afar þröngur enda virðist hann byggist á yfirdrotnun og valdasýki.
Athugasemdir
Satt hjá þér Kristján.
Það eru þessir gangandi trúðar sem halda að þeir séu stjórnmálamenn sem njóta traust (en hafa ekki) fólksins sem leggja Spaugstofunni til efniviðinn. Ef grínið svíður þá eru það stjórnmálamennirnir(trúðarnir) sem ættu að athuga sinn gang,ekki Spaugstofan . Hún að sjálfsögðu notar bara það efni sem trúðarnir leggja til.
Nonni (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 18:09
Ég er alveg sammála þér KRISTJÁN og þér líka NONNI.
Sannleikurinn hverjum sárastur...
gudmunduroli (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.