Leiðin til að losna undan eigin ábyrgð er að fara úr borgarstjórn.

Nú er orðið endanlega ljóst eftir birtingu skýrslunnar, hversu alvarleg mistök Vilhjálmar þáverandi borgarstj.voru í svonefndu REI máli.Hann reyndi rétt einu sinni í Kastljósi í kvöld að afsaka afglapaverk sín og hann væri búinn að biðja þjóðina afsökunnar.

Afglöp hans verða vart rakin til þekkingarskorts,ósannar staðhæfingar og gallaðar skilgreiningar virtust vera af yfirlögðu ráði í þágu ákveðinna aðila,sem hefðu getað skaðað Hitaveituna um miljarða kr.Ruglandaháttur Vilhjálms í viðtölum við fjölmiðla í þessu máli voru með ólíkindum,en þegar Björn Ingi sprengdi meirhluta Sjálfstæðisfl.hélt maður að þáttur Vilhjálms í borgarmálum væri á enda.

En þá var bara hálfleikur hjá Vilhjálmi,náði aftur meirihluta í borgarstjórn með Ólafi (6527) og gerði hann að borgarstjóra í eitt ár,síðan myndi hann  sjálfur taka við.

Allt gerist þetta með fullri samþykkt borgarfulltrúa Sjálfstæðisfl.a.m.k.andmælir engin opinberlega,en jarðarfarasvipur þeirra var þó áberandi þegar Vilhjálmur tilkynnti fyrir fjölmiðlum hinn nýja borgarstj.

Samk.skoðanakönnun hefur Vilhjálmur um 3% atkvæða og Ólafur eitthvað svipað.Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda að sitja uppi með svo svona endalausa fíflhyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Í raun ætti allur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F að segja af sér eftir þetta. Þá væri hægt að boða til nýrra kosninga.

María Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband