Þjónusta við tveggja sæta stólalyftur í Kóngs - og Suðurgili í Bláfjöllum ábótavant.

Það hefur árum saman verið kvartað yfir því að stólalyftur komi harkalega að þeim ,sem eru að setjast í lyfturnar.Tveir starfsmenn eru við hverja lyftu,annar þeirra á að hægja ferð stólanna meðan fólk sest  í þá.Því miður er það oftar en ekki,að þessari starfsskyldu sé sinnt og fær maður stólanna aftan í kálfa og rass á fullum krafti nái maður ekki sjálfur handfestu í stólunum til að hægja ferð þeirra.Stundum falla menn úr stólunum við þessar aðstæður og geta hæglega slasað sig eins og dæmin sanna.

Ég hef stundað Bláfjöllin í áratugi og oft verið vitni að því að fólk hafi meiðst og reyndar gerðist það hjá mér í dag að fá fá þungt stólahögg á hægri fót og geng nú haltur í einhverja daga.

Lagið þetta strax,við þurfum og eigum ekki að sætta okkur við svona vinnubrögð.Mér þykir vænt um Bláfjöllin og starfsmenn,við eigum þarna fjöldskylduparadís,sem við skulum bera virðingu fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega Páska...Child Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband