Ég tel að mennirnir hafi skapað Guð ,en ekki öfugt - Er það guðlast ?
25.3.2008 | 15:55
Tók mér bíblíuna í hönd og reyndi sem oftar að öðlast skilning á innihaldi hinnar helgu bókar.Enn er ég að reyna að trúa á eilíft líf eftir dauðann, að eitthvað sé eftir þegar við hættum að draga andann.Þekkingarleysi okkar á víddum alheimsins og reyndar eigin sálarheimi gerir okkur vanhæf að meta kenningar og trúarleg viðhorf bíblíunnar.
Í heilagri bók stendur,að guð hafi skapað himinn og jörf og einnig manninn í sinni eigin mynd. Sannarlega er bíblían meistaraverk,sem heldur utan um alla þessa guðsspeki.Sköpun himins og jarðar er okkur öllum ráðgáta og verður væntanlega aldrei upplýst,þrátt fyrir allar þær vísindalegu rannsóknir með fullkomnustu tækjum og tólum,sem nýtt er í þessum tilgangi.
Ég tel að mennirnir hafi skapað guð,en ekki öfugt og sömdu svo bíblíuna í áföngum með guð að leiðarljósi.Þessi skoðun mín hefur gert mig vantrúaðan á innihald hinnar helgu bókar og kynstrin öll af hvers konar kenningum og fræðiritum um trúarbrögð.Skoðun mín um gildi bíblíunnar um hinn kristilega boðskap er varðar góðverk,liðsinni við snauða, fátæka og sjúka og hvers konar blessun verður alltaf fylgifiskur trúarinnar,þó deilt sé um sjálfa sköpunina.
Árekstrar deilur og styrjaldir milli ólíkra trúarflokka hefa alla tíð verið til staðar,reyndar þurfa ekki trúarbrögð til eins og báðar heimsstyrjaldir á s.l.öld sýndu.
Áður fyrr var því haldið að fólki færi til Himnaríkis,þar sem það nyti dýrðar og eilífðar hvíldar eða til Helvítis og byggi þar við eilífa kvöl og pínu.Ég ætla að trúa því að kærleikurinn og allt það góða í sjálfum þér,sé okkar guð.Vonin um annað óskilgreint líf eftir síðasta andatak verður þá guðleg opinberun,sem allir horfa til með stóru ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Í leit þinni að lífi eftir þetta líf gætir þú t.d. prófað að lesa indverska heimspeki. Hún er oftast einföld og skýr, og "rökrétt". Ég vona að þú finnir nýjar hliðar þar.
Þar segir t.d. að sköpun himins og jarðar, sem þú veltir fyrir þér, hafi ekki orðið því allt sé eilíft, ekkert verður til úr engu. Heimurinn hafi alltaf verið til og muni alltaf verða til! Sá Guð sem margt fólk í kringum okkur trúir á er sagður hafa skapað heiminn, það er, að hafa búið hann til úr engu! Það hljómar skringilega. Einnig trúa margir því að Guð biblíunnar sé eilífur..þar með hefur Guð verið til að eilífu áður en Guð skapaði heiminn! Það hljómar einnig skringilega.
Kveðja.
NýJörð, 25.3.2008 kl. 16:11
Þetta er hárrétt.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:56
mér finnst að þú ættir að lesa What I believe og The Kingdom of God is within you eftir Tolstoy
halkatla, 29.3.2008 kl. 16:23
Þakka þér Anna Karen fyrir ábendinguna.
Kristján Pétursson, 29.3.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.