Almennar mótmæla aðgerðir fari fram við Alþingi og Stjórnarráðið .
4.4.2008 | 22:55
Aðgerðir atvinnubílstjóra í mótmælaaðgerðum sínum undanfarna daga ættu að vera gerðar í samráði við lögregluna eins og lög mæla fyrir.Ég held að þær hefðu enn meiri áhrif og samúð og velvild almennings yrði enn meiri.Frumkvæði atvinnubifreiðastj.er lofsverður,þeir hafa sýnt og sannað hvað samstaðan getur áorkað.
Hins vegar skora ég á almenning að efna til fjöldafunda á Austurvelli og við Fjármálaráðuneytið eins oft og kostur er.Það þarf að mótmæla fleiru en háu eldsneytisverði t.d.verðbótum húsnæðislána, okurvöxtum bankana og hækkun vöruverðs o.fl.
Þjóðin á að sýna samstöðu og gera ríkisstjórninni það ljóst,að aðgerðarleysi hennar gegn verðbólgunni verður ekki lengur þolað.Tugþúsundir heimila stefna í gjaldþrot,fylgist ríkisstjórnin ekkert með lífsafkomu fólksins í landinu ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Það þarf að mótmæla fleiru en háu eldsneytisverði t.d.verðbótum húsnæðislána, okurvöxtum bankana og hækkun vöruverðs o.fl."
Þú getur ekki rakið þessa hækkun eldsneytisverðs til ríkistjórnarinnar eða ráherra.
Það er einmitt hagur lántakenda á húsnæðismarkaði að vera með verðtryggð lán frekar en hávaxtalán. Það dreifir greiðslubyrðinni á lánstímann en annars þyrftu þeir að punga út núna fyrir allri hækkuninni. Ekki trú ég að jafn skarpgreindur maður og þú sért að ætlast til að sparifjáreigendur eða almennir skattborgarar greiði niður lán húskaupenda.
Bankarnir lána sína vöru á þeim vöxtum sem þeir fá hana lánaða að viðbættri þóknun sem hefur farið hlutfallsega minnkandi með árunum. Það væri glæpsamlegt af þeim að fara að borga með henni núna. Ríkið er að vinna í því að leiðrétta þau kjör sem bankarnir haf erlendis að svo miklu leiti sem unnt virðist. Það er mat mætra manna að fara verði ákaflega varlega í að Ríkið beiti sér um of í þessu og gæti haft öfug áhrif.
Hækkun vöruverðs stafar fyrst og fremst af gengisfallinu og ég veit ekki betur en stofnanir á vegu ríkisins séu að rannsaka hvort eitthvað gruggugt sé þar á bakvið. Er ekki rétt að sjá hvað kemur út úr því áður en farið er að hrópa á torgum.
Það finnst mér hinsvegar furðu sæta að forkólfar verkalýðssamtaka og neytenda keppast við að mæra núna verslanir sem hafa svo háa álagnigu á vöru sinni að þeir geti tekið á sig 30% gengisfellingu eins og ekkert sé. En svona er nú lífið stundum skrítið.
Ertu með tillögur um hvað á að gera og hvernig? Þá er ég að meina annað en fækka sendiráum sem flestir eru sammála um.
Landfari, 5.4.2008 kl. 00:10
Lántakendur eiga ekki að þurfa að greiða áratugum saman vexti og afborganir af húsnæðislánum og höfuðstóllinn hækki stöðugt.Ég hef lengi haldið því fram að húsnæðiskosnaður eigi ekki að vera í neysluvísitölu,íbúðir eru fasteignir,sem við greiðum lögbundin gjöld af.
Af hverju þurfum við einir þjóða í Evrópu að greiða verðbætur ? Það er náttúrlega fyrir að fjársýslustjórnun okkar er röng.Ég gæti nefnt ótal dæmi um kolranga efnahagsstjórnun,en í dag er það fyrst og síðast krónan okkar,sem er ónothæf.Það átti aldrei að ýta þessari örmynt á flot,hún hlaut að verða skotmynt,sem Seðlabankinn réði ekkert við.
Þá er það náttúrlega niðurlægjandi fyrir okkur að geta ekki notað gjaldmiðil okkar erlendis.Við verðum strax að taka upp nothæfan gjaldmiðil og koma efnahagsmálum okkar í lag.Bankadekur ríkisstjórnarinnar getur leitt okkur í gjaldþrot.
Kristján Pétursson, 5.4.2008 kl. 21:56
Já Kiddi P.! maður aflar sér svo sem engra vinsælda með sannleikanum á þessu landi.
Það er eitthvað "ofnæmi" í gangi gagnvart heilbrigðri skynsemi í landinu og sér í lagi hjá ráðamönnum.
Ætli ég haldi bara ekki áfram að vera öfgamaður sem engin hlustar á..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.