Bensínverð í methæðum víðsvegar um heim.Hvar eru mörki?

Á morgun mun bensínverð t.d.í Danmörku hækka í 11.68 d.kr.jafngildir 187 ísl.kr.Manni finnst skorta nánari upplýsingar um ástæður fyrir þessum miklu hækkunum.Sumir tala um stríðsástand  vegna Irans og reyndar fleiri múslimaríkja við Israel eða öllu heldur við Bandaríkin.Það sé verið að undirbúa sig með eldsneyti fyrir þau átök.Þá er réttilega bent á mikla aukningu eldsneytis í Kína,Indlandi o.fl.austurlöndum fjær.Manni finnst samt eitthvað fleira liggja til grundvallar þessum miklu hækkunum,eru stærstu olíuframleiðslu ríkin eitthvað að styrka stöðu sína í valdatafli viðskipta og hernaðar í  heiminum? Eiga vopnaframleiðendur ekki líka stórra hagsmuna að gæta á þessum vettvangi ?Sá spyr sem ekki veit.Er ekki löngu kominn tími til að ríkissjóður og olíufélögin lækki olíuverðið a.m.k.tímabundið.Það myndi líka slá eitthvað á verðbólguna.Þessar olíuhækkanir magna upp verðbólguna,það bítur hver í skottið á öðrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband