Ólafur forseti og Dorrit til fyrirmyndar - tóku vel á móti mótmælendum.

10 ungmenni komu til Bessastaða í erindum mótmælenda.Þar  hittu þau að máli forsetann og Dorrit,sem buðu þeim upp á kaffi og velgjörning.Fór vel á með þeim og dvöldu þeir þar í 45 mínútur,en fóru síðan með spekt og þökkuðu fyrir sig.

Þessi framkoma forsetahjónanna er til mikillar fyrirmyndar og sýnir gott fordæmi.Víst má telja,að ungmennin hafi fengið svör við ýmsum upplýsingum,sem þeim lá á hjarta,eins hafi forsetahjónin orðið vísari um þeirra sjónarmið á þjóðfélaginu.

Svona heimsókn hefur mikið gildi fyrir sjónarmið beggja aðila.Með rósemd, yfirvegun og háttvísi næst árangur,það skiptir öllu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband