Landsþekktir auð - og fíflhyggju flokksþrælar hafa stjórnað landinu í áratugi.

Þegar maður leitar rökrétt orsaka í þjóðskipulagi frjálshyggju kapitalisma,þá verður auðhyggjan og græðgin ávallt í fyrsta sæti samfara siðspillingu.Þetta eru innbyggðar meinsemdir gróðaveganna.Við sitjum uppi með ríkisstjórnir og ráðherra heilu kjörtímabilin þrátt fyrir margsvikin kosningaloforð og fremji ýmsar óhæfur í þokkabót.

Hningun á réttarfarslegu lýðræði er öllum orðin augljós,að ljúga að fólkinu og falsa fréttir eru nánast dagleg tíðindi.Heiðarlegar rökræður og skynsamleg gagnrýni hefur  strax  verið skotin út af borðinu séu þær ekki í  anda auðhyggjunnar,enda er hún baktrryggð hjá valdhöfunum hverju sinni.

Nú verður þjóðin að sameinast um að vernda og rýmka lýðræðið og efla andlegt frelsi.Við uppskerum eins og við sáum.Við þurfum öll að losna undan því svartnætti,sem við búum nú við.Við eigum að efla hugsjónir, einingu og bræðralag jafnaðarmanna,þar fáum við lausn undan græðgi peningavaldsins.Nú verðum við öll að spyrna við fótum,fá nýja lífsýn lýðræðissins með nýja Stjórnarskrá,þar sem allar sameignir þjóðarinnar verða tryggðar,breytt og réttlát kosningalög og verndun náttúrunnar verði tryggð um alla framtíð.

Við eigum endanlega að rippa saman kjaftinn á íhaldinu,það gerum við best með að sameina vinstri menn í einn öflugan  jafnaðarmannaflokk,sem vinnur af eindrægni fyrir land og þjóð,en ekki  einhverjar sundurleitar flokksklíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband