Engin heildar aðgerðaráætlun liggur fyrir,þó að upplýsingar séu um, að yfir 40 þúsund heimili eru svo skuldsett umfram eignir,að þau verða strax að fá greinargóðar upplýsingar ríkisstjórnarinnar um aðstoð.Öllum alþingismönnum hlýtur að vera fulljóst að þúsundir heimila þurfa daglega fjárhagslega aðstoð í formi matargjafa og daglegrar þjónustu við heimilishald.Neyðin er miklu alvarlegri en stjórnvöld hafa upplýst,enda er þjóðin stolt að eðlisfari og reynir að hylma yfir sárustu neyðina.
Verði ekkert aðgert á næsti dögum af hendi ríkisstjórnarinnar má fastlega reikna með hörðum átökum vegna fjármála heimilanna og jafnvel átaka götum úti .Reiði og sorg fólks stigmagnast með degi hverjum.Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina heildarsýn yfir aðstæður,hana skortir tilfinningar,skilning og skipulag.
90 daga stjórnarsetu Jóhönnu og Steingríms hefur skort alla staðfestu og upplýsingar til fólksins.Loforðin um að allt ætti að gerast fyrir opnum tjöldum hefur reynst innantómt bull.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.