Það ætti nú að vera lýðum ljóst hvað býður þjóðarinnar um aðgerðir stjórnvalda varðandi íbúðarlán.
Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur m.a.fram eftirfandi tillögur:
Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður.
Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
Heimild til að frysta afborgun í allt að 3 ár.
Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst.
Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40.
Heimild til íbúðarlánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði,sem sjóðurinn eignast á uppboðum.
Annað eins samansafn af rugli og fíflhyggju er vandfundinn
.Tillögurnar ganga út á að lengja,fresta og frysta lán,en engar varanlegar úrlausnir.
Nú þurfum við öll að spyrna við fótum og ekki síst við sem kusum þessa flokka til forustu.Hvort þessi ruglandi stafar af þekkingarskorti og vanhæfni eða einfeldni veit ég ekki,en þetta er ósvífni og algjört tillitsleysi við lántakendur íbúðarlána. Ég skora á bloggara að láta til sín heyra á þessum vettvangi
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er hárnákvæm og sönn lýsing á ótrúlegu getuleysi S og VG á þessu sviði. Auk óvilja þeirra að viðurkenna og koma til móts við almenning vegna okurs og óréttlætis.
Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig um hvað hangi á spýtunni hjá flokkunum?
Hagsmuna hverja eru þau að vernda og hvers vegna? Ekki er það almennings eða fyrirtækja svo mikið er á hreinu.
Það er ekki unnt að benda á eina aðgerð sem skiptir máli fyrir fyrirtækin og allar aðgerðir fyrir almenning eru svo niðurlægjandi og sértækar að fólk gefst frekar upp en að reyna þessar leiðir.
NEI (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.