Eldsneytisverð hækkar um 12,5 kr.lítirinn.Lengi getur vont versnað
22.6.2009 | 20:49
Vegna breytinga á vörugjöldum 28.maí s.l.hækkar eldsneytisverð um 12,5 kr.lítirinn.Þegar " eldri " byrgðir bensín stöðvanna eru búnar hækkar verðið um næstu mánaðarmót.
Þessi hækkun kemur svo fram í neysluvísitölunni og hefur því bein áhrif á verðbólguna.Tekjur ríkissjóðs sem aflað er með þessum hætti mun eðlilega koma fram í minni eldsneytisnotkun bifreiðanotenda og þannig mun þessi hækkun ekki skila sér í ríkissjóð nema að litlu leiti þegar upp er staðið og dæmið reiknað til enda.
Hins vegar mun þessi hækkun neysluvísitölu m.a.koma verst við skulduga íbúðaeigendur og bifreiðaeigendur.Ríkisstjórnin verður að forðast hækkanir sem leiða beint til aukinnar verðbólgu,endurskoðun og breyting á neysluvísitölunni er löngu tímabær.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.