Skipulögð glæpastarfsemi í fjársvikamálum í stórum stíl - þjófnaðir og mannsal

Rökstuddur grunur hefur verið í nokkur ár um skipulagða brotastarfsemi,sem m.a.tengist erlendri glæpastarfsemi.Sökum mannfæðar sérmenntaðra rannsóknarmanna hefur ekki tekist að rannsaka þessi afbrot nægjanlega.Þessar tegundir rannsókna eru mjög tímafrekar og flóknar,enda taka þær oft til miklis fjölda inn - og erlenda glæpamanna.

Umfang þeirra fjársvikamála sem nú eru í rannsókn,varða ekki einungis meint fjármálabrot banka og fyrirtækja,þau tengjast líka fjármögnun hvers konar glæpastafsemi.Slíkar rannsóknir verða að vera líka vel studdar sérhæfum rannsóknaraðilum í fíkniefnarannsóknum og mannsali,Talið er að þessir málaflokkar velti hærri ólögmætum fjárupphæðum en aðrir glæpahringir.

Hvað getum við gert til að hjálpa rannsóknaraðilum til að ná árangri? Við eigum að tilkynna lögr.strax grunsamlega hegðun og umferð fólks og jafnframt  skýra lögr.frá sögusögnum um mál og menn,sem líkleg geta talist varða lögbrot með einum eða öðrum hætti.Lögreglan fer með allar slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.Gagnkvæm virðing og traust milli lögreglu og fólksins í landinu eru virkustu upplýsingakerfin ,sem við getum beytt gagnvart skipulegri glæpastarfsemi.Bresku lögreglunni hefur tekist að byggja upp fjölþætt og sterk upplýsingakerfi,sem ná til flestra starfsþátta og fyrirtækja í landinu.Nú njóta þeir t.d. góðs af þessum kerfum ganvart hryðjuverkamönnum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband