Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Eiga rannsóknir á kúskelinni eftir að upplýsa okkur m.a.um loftlagsbreytingar fyrir þúsundum ára ?
7.11.2007 | 20:44
Kúskelin,sem fannst í fyrra í rannsóknarleiðangri Bjarna Sæmundssonar hér við land er elsta lifandi dýr jarðar sem vitað er 405 ára.Það sem gerir kúskelina merkilega til rannsóknar á ástandi jarðarinnar er að hún bætir við sig einum vaxtarlags hring úr kalki á hverju ári.Úr þessum vaxtarhringum gera vísindamenn sér góðar vonir um,að hægt verði að fá vitnesku um ástand jarðarinnar.Þetta geta orðið jafnvel miklu þýðingameiri rannsóknir fyrir veraldarsöguna en borunin á Grænlandsjökli fyrir nokkrum árum.
Rannsóknaraðilar gera sér góðar vonir um að finna þúsundir ára gamlar kúskeljar,sem gerir okkur kleyft að fá vitnesku m.a.um hitastig og strauma hafsins fyrir hundruðum og jafnvel þúsundum ára.Út frá þeim niðurstöðum fá menn vitneskju um hitastig loftsins og ástand jarðar á hverjum tíma.Hversu miklar breytingar eru af náttúrlegum ástæðum eða af mannanna völdum.
Frá þessum rannsóknum er skýrt frá á miðsíðu Morgunblaðsins í dag.Mjög áhugaverð grein,sem allir ættu að lesa
Búið er að fullreyna að ná fram fullum mannéttindum kvenna nánast alla s.l.öld. varðandi launa - og kjaramál og ýms önnur réttindamál kvenna.Þó svo ,að samþykkt var fyrir nokkrum áratugum að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu,hefur samt ekki tekist jafnétti á þessum sviði.Þá hefur skipun í embætti hjá opinberum fyrirtækjum verið konum afar óhagstæð,sama gildir um stöðu kvenna á hinum almenna vinnumarkaði.
Þessi þróun í jafnréttismálum kvenna er karlmönnum til háborinnar skammar og ekki í neinu samræmi við lýræðislega þjóðskipunarhætti.Jóhanna Sigurðard.félagsmálaráðhr.ásamt mörgum öðrum framsæknum konum hafa um langan tíma staðið í fylkingabrjósti.Nú er fram komið jafnréttisfrumvarp,sem þingið vonandi samþykkir.Ljóst er þó að Sigurður Kári þingm.Sjálfstæðisfl.og fleiri þingm.í þeim flokki eru andstæðir frumvarpinu.Þeir vilja engin boð eða bönn í svona löggjöf,það á allt að þróast af sjálfu sér með betri mannlegum samskiptum.Sama helvítis karlakjaftæðið og verið hefur og engum árangri skilað.
Ég mun fjalla nánar um þetta frumvarp þegar ég hef kynnt mér það vel.
Enn og aftur hækkar Seðlabankinn vextina,sem eru um þrefalt hærri en í nokkru öðru vestrænu ríki.Þennslan heldur áfram og verðbólgan tvöfalt hærri en viðmiðunarmörk vinnumarkaðarins.Verðbætur á húsnæðillánum hækkar höfuðstól lána um hundruð þúsunda umfram hækkun íbúðarverðs.Hvað ætla stjórnvöld að gera gangvart hávaxtastefnu bankana.sem hafa enn á ný hækkað húsnæðismálalána vexti um 50% s.l.3.ár,sem nú þegar hafa leitt til fjölda gajldþrota.Þá er staða krónunnar að leggja útflutningsgreinar þjóðarinnar í rúst með kolvitlausu hágengi krónunnar.
Ríkisstjórnin er bara áhorfandi og gerir ekki neitt.Hvaða tillögur hefur ríkisstjórnin komið fram með til að leysa vandann ? Ekki mér vitanlega neinar.Væri ekki skynsamlegt í stöðinni að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar og fella t.d. út úr henni húsnæðisliðinn og mínnka vægi eldsneytis ,sem myndi stórlækka verðbólguna.Einhver slík könnun er nú í vinnslu hjá Bretum um vægi ákveðinna þátta vísitölunnar til lækkunar verðbólgu.Þar þekkast engar verðbætur á íbúðarlán og reyndar hvergi í Evrópu.Við siglum þar einskipa og engin kúvending fyrirsjáanleg.
Nú er spurt,hvort ríkisstjórnin ætli að sitja aðgerðarlaus gagnvart þessu þensluástandi á meðan verðbólgan og okurvaxtastefna bankana er að setja tugþúsundir íbúðaeigendur í mikil fjárhagsleg vandræði og gjaldþrot ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2007 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef oft hugleitt hvað við íbúarnir getum gert til að ökumenn fari eftir settum umferðahraða í íbúðarhverfum,þar sem t.d.hámarkshraði er 30 km.
Þar sem ég bý í Garðabæ er mikið af börnum á ferð við eina slíka götu.Yfirleitt er ekið þarna á lögleyfðum hraða og umferðin almennt til fyrirmyndar.En alltaf eru einhverjir að flýta sér og virða ekki hraðatakmörkin.Ég hef og reyndar fleiri sem þarna búa, rætt nokkrum sinnum við þá ,sem aka ógætilega og bent þeim kurteisislega á að virða hraðatakmörkin,sem sett eru til öryggis okkur öllum,þó sérstaklega litlu börnunum okkar.Undantekingarlaust hafa allir tekið þessum ábendingum vel og þakkað fyrir.Hins vegar höfum við orðið vitni að ofsaakstri ungra manna,sem ekki eru búsettir í hverfinu okkar og kært þá til lögreglu ef tekist hefur að greina skrásetningarnr.bifr.
Ég er enginn fyrirmyndar bifr.stj.allir hafa einhver umferðabrot á samviskunni,en við eigum samt að reyna eftir fremsta megni að bæta umferðarmenningu okkar og fækka slysum og aka eftir aðstæðum hverju sinni.Gerum íbúðarhverfin okkar umhverfisvæn og þar er ökuhraðin ávallt nr.1.