Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Hugmyndir um aðgerðir til að hækka tekjur láglaunafólks í komandi kjarasamningum,

Skattleysismörk hækki á kjörtímabilinu í 140 þúsund pr.mán.Lágmarkslaun hækki í 150 þúsund kr.pr.mán.á kjörtímabilinu,önnur laun verði ekki hækkuð.

Verðbólgumarkmið verði 2.5%.Verðtrygging og stimilgjöld verði afnumin af húsnæðislánum.Sterklega kemur til greina að verðtryggja laun, fari verðbólgan yfir viðurkennd verðbólgumarkmið Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins.Það gæti orðið góður hemill á verðbólguna ef atvinnurekendur og bankar yrðu að bera þunga verðtryggina í stað þess að velta verðbólgunni stöðugt á herðar lántakenda og neytenda.

Framangreindar kjarabætur ættu ekki að vera verðbólguvaldandi séu þær framkvæmdar á skipulegan hátt miðað við að framkvæmdir   og atvinnustigið í landinu valdi ekki þensluástandi.Það er ekki nóg að ríkisstjórnin taki vind úr seglum,fyrirtæki í byggingaiðnaði og bankar verða  að draga stórlega úr framkvæmdum.Þá verður þjóðin að skilja,að hin óhóflega neylsa,sem skapar m.a. þennan gýfurlega viðskipahalla verður að linna.


Friðarsúlan hennar Yoko Ono í Viðey heillar mig - Táknræn og falleg.

Súlan hefur svo sannarlega fangað hugi og hjörtu Íslendinga.Hugarheimur okkar leitar líka til Bítlana þegar við horfum á súluna,lögin koma svo sterkt fram að maður fer strax að raula.En að þetta sterka alheims friðartákn skuli hafa verið valinn staður á Íslandi í Viðey, gerir kröfur til þjóðarinnar,að við stöndum vörð um friðinn og verðum þar ávallt í  fylkingarbrjósti.

Súlan sendir ljósgeisla sína beint til himins og það mun hún gera fram að áramótum samk.fréttum í kvöld.Kærar þakkir Yoko One að lofa okkur að njóta hennar yfir jólatíðina. 


Markaðsverðmæti félaga sem skipa úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hafa lækkað um 750 miljarða á háflu ári.

Það er ljóst að sá kóngulóavefur sem tengir þessi fyrirtæki saman tekur þau öll með sér í fallinu,að undanteknu Marel.T.d.hefur markaðsverði Exista eitt og sér lækkað um rúmlega 200.miljarða frá því í sumar,en alls hafa fyrirtækin tapað 750 miljörðum frá því í júlí.Ég hef margsinnis í blaðagreinum og á blogginu bent á að þessi glafralega útrás margra Íslenskra fyrirtækja, gæti hvenær sem er  sprungið fyrirvaralaust,þar sem hvorki eignar  - né viðskipaleg staða þessa aðila væri nægjanlega traust.Nú er að koma á daginn,að þessi fyrirtæki voru meira og minna einn blekkingarvefur,sem gerðu kaupendur bréfa að trúfíflum. Fyrirtæki og einstaklingar láu hundflatir fyrir útrás hinna Íslensku víkinga.Íslendingum virðist hafa verið gefin sú "náðargáfa" að falla ofan í þá svartavillu að gera þetta eða hitt,svo lengi sem einhverja gróðavon er að hafa.Maðurinn er náttúrlega alltaf að stærstum hluta það sem umhverfið og þjóðfélagið hefur gert hann.

Það er búið að ranghverfa þessi viðskipti og endalaust að blekkja fólk og hreinlega draga það inn í viðskipti,sem það hefur enga þekkingu á.Með miskunarlausum áróðri hefur tekist að lemja inn í þjóðina,að hún eigi að fjárfesta í útrásinni,en þjóðin veit náttúrlega ekkert hvað stendur á bak við þær fjárfestingar.

Vest af öllu er þó,að auðtrúa stjórnir lífeyrissjóða hafa fjárfest miklar fjárupphæðir í þessum  loftkastölum útrásarinnar,sem m.a.mynda úrvalsvisitölu Kauphllarinnar.Vitað er nú þegar að þeir hafa tapað tugum miljarða.Hér er um langtíma fjárfestingar að ræða hjá lífeyrissjóðunum og því ekki auðvelt að losa sig frá þeim viðskiptum.Kannski verður það hlutskipti lífeyrisþega á komandi árum,að laun þeirra lækki,vegna hinnar  "rómuðu útrásar víkinganna."


Freyja Haraldsdóttir fékk verðskulduð Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins.

Það er á engan hallað,að Freyja hafi fyllilega verðskuldað þessi verðlaun.Þessi fatlaða stúlka er einstök hetja og fyirmynd okkar allra.Hún sannar að fatlaðir hafa áhuga,vilja og getu að gera svo marga áhugaverða hluti fyrir samfélagið.Þeir skipta því miklu máli fyrir þjóðfélagið engu minna en þeir sem heilbrigðir eru.

Freyja sagði er hún hlaut verðlaunin,að þau væru heiður og hvatning fyrir hana.Jafnframt benti hún á að auðvitað gæti maður alltaf gert betur og lært meira.Þessi verðlaun gæðir tilveruna meiri litadýrð og gleði,sagði hún .Við erum ekki bara einhverjir þjónustuþegar,sem sitja á hliðarlínunni og horfa á lífið þjóta framhjá.Við viljum vera þátttakendur og við skiptum máli í samfélaginu,sagði þessi yndislega og stórgreinda stúlka.

Freyja er löngu búin að sýna okkur ,að við þurfum að vernda og rýmka lýðræðið og efla andlegt frelsi og kærleika til að byggja upp menningalegt þjóðfélag.Hennar háleitu hugsjónir um lífið og tilveruna ættu að vera okkur öllum leiðarljós í þeim efnum.


Tekjuskattur lækki í 15% á næsta ári - útsvar óbreytt - skattleysismörk lækki

Tekjuskattur verði 15% á næsta árií stað  ca.22%,sem nú er.Útsvar haldist óbreytt,13 - 14 %.Skattar verði ekki lækkaðir á fyrirtækjum á þessu kjörtímabili ,en þeir eru nú 14% eins og kunnugt er.

Skattleysismörk hækki á næsta ári úr 90 þús.í 110 þús.en síðan um 10% árlega næstu fjögur ár eða þar til skattleysismörkin hafi verið leiðrétt til samræmis við hækkun launa s.l.tvo áratugi. Því miður er ekki hægt að hækka skattleysismörkin í einum áfanga í 140 þús. það myndi kosta ríkissjóð um 50 miljarða,en væri hins vegar auðvelt á þessu kjörtímabili ef vilji er fyrir hendi.

Gaman að heyra álit bloggara á þessum tillögum eða hvað annað, sem menn hafa til málsins að leggja. 


Tryggingarstofnun rukkar inn ofreiknaðar tryggingabætur - Laun öryrkja lækka - Þjóðarskömm.

Fólk með um 90.þúsund kr.laun með tryggingabótum er nú rukkað um tugi og hundruð þúsunda af Tryggingastofnun fyrir ofreiknaðar tryggingabætur fyrir mislöng tímabil.Það er þjóðarskömm af þessu framkvæmdamáta  að fólki sé ætlað að lifa af þessum smánartekjum samk.einhverjum stöðluðum útreikningum Tryggingarstofnunar.Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum áður en allt er komið í óefni.Það hýtur að vera alvarleg bilun í sálargangverki þeirra sem bera ábyrgð á þessu.Það setur að manni þunglyndi að horfa upp á svona miskunarlausa stjórnsýslu.

Einnig  er verið á sama tíma  að lækka laun öryrkja vegna fjárskort í lífeyrissjóði.Félagsmálaráðherra segist ekkert geta í málum þeirra gert,nema bjóða þeim 100.milj.kr.úr ríkissjóði,en öryrja skortir á þriðja hundað mikj.kr.til að endar nái saman.Er ekki verið að ganga frá fjárlögum á þingi þessa dagana og því hæg heimatökin að lægfæra laun öryrkja.

Það er eins og það sé höfuðlaus stjórn án nokkurs vegvísis,sem fer með þessi mál.Þessi sjálfslýgi stjórnmálamanna er eins og illkynjað mein,sem ekki er hægt að lækna.Þeir kunna helldur ekki að skammast sín.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband