Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Knattspyrnustelpurnar okkar landi og þjóð til sóma.
30.10.2008 | 20:26
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsætisráðhr.í slæmum málum - Varaður við hruni bankakerfisins.GERÐU EKKERT
29.10.2008 | 17:15
Landsbankamenn með Björgólfi Thor Björgólfssyni og bankastjórum Landsbankans lögðu fram á fundi með forsætisráðhr.að ríkið legði fram alls 170 miljarða við yfirtöku á Glitni.Landsbankinn og Straumur yrðu sameinaðir,síðan yrður Glitnir og Landsbankinn einnig sameinaðir.
Eftir það ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum 37,3 %,Samson félag Björgólfsfeðga ætti 24%,hluthafar Landsbankans 20 % , hluthafar í Straumi tæp 13 % og hluthafar í Glitni 6%.
Við þessum veigamiklu tillögum fékkst ekkert svar hvorki frá forsætisráðhr.né Seðlabankanum.Góðar líkur voru á að bresk stjórnvöld myndu taka vel í þessar tillögur,en viðkomandi aðilar höfðu 5 daga frest til að leiða málið til lykta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rippa saman kjaftinn á Seðlabankastjóra - Aðeins 10 % styðja hann.
28.10.2008 | 22:31
50 % hækkun á stýrivöxtum nú þegar heimilin og fyrirtækin eru að rústast er svo arfavitlaust við þær aðstæður,sem við búum við.Stóraukið atvinnuleysi kallar líka á fólksfótta úr landi.Sú leynd sem viðhöfð er af ríkisstjórninni gagnvart almenningi í landinu um aðgerðir, kallar líka á mikinn ótta og doða.Það er eins og dregið sé pólutískt myrkur yfir höfuð varnarlausra manna.
Fólið í landinu mun ekki liggja lengur hundflatt fyrir lýgi og hvers konar áróðri.Það verða að vísu alltaf til einhver heimsk trúfífl,sem trúa á forsætisráðhr.og Seðalabankastjóra.Mannshöfuð sumra er ekki aðeins þungt,það er líka lengi að skapast,við verðum að virða þeim það til vorkunnar.
Það er augljóst að Samfylkingin er að gefast upp á samstarfinu við Sjálfstæðisfl.því veldur m.a.ágreiningurinn um störf Seðlabankans, myntmálin og umsókn um aðild að ESB.Verst af öllu er að viðkomandi ráðhr.Sjálfstæðisfl.sem bera höfuðábyrgð á þeim afglöpum,sem leitt hafa þjóðina í þessa sjálfheldu ,skuli ekki biðja þjóðina afsökunar,heldur sína hroka og allskonar fíflhyggju.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótmælafundir geta breyst í harðvítug og blóðug átök v/upptöku og frystingar sjóða og verðbréfa.
26.10.2008 | 14:22
Mikil heift er í þjóðfélaginu vegna frystingar á sparifé í sjóðum og verðbréfum í bönkunum.Þetta virkar eins og upptaka á fjármunum fólks án nokkurs fyrirvara.Ríkið þjóðnýtir bankana,þar sem umsvif þeirra og skuldsetningar er komið margfalt yfir þau mörk,sem Seðlabankinn ræður við.Ríkisstjórninni var löngu kunnugt um að hverju stefndi,bæði frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og frá ýmsum innlendum og erlendum aðilum höfðu viðvörunarljós blikkað s.l. þrjú ár en ekkert gerðist af hendi ríkisstjórnarinnar.Bankarnir óðu áfram blindir af græðgi,nýttu sér ódýr lán og settu upp banka erlendis,sem ekki voru eignarlega aðskyldir frá heimabönkunum á Íslandi.Þeir bankar hafa verið teknir eignanámi nú af yfirvöldum viðkomandi ríkja.
Verði ekki umdæddir sjóðir og verðbréf einstaklinga og félaga í bönkunum afhentir eigendum sínum mun koma til harðvítugra átaka.Fjölmennir útifundir og mótmælagöngur munu ekki virða fyrirmæli lögreglu vegna þeirrar miklu heiftar ,spillingu og óheiðarleika sem undir býr.Að nokkir bankar og fjármálaóreiðumenn skuli hafa náð að setja þjóðina á hausinn í ásýnd lögboðinna eftirlitsaðila og ríkisstjórnarinnar.Maður gat skilið að svona hlutir gerðust hjá einræðisherrum úti í heimi,en ekki litla " saklausa "Íslandi.Málið er svo gafalvarlegt,að við eigum að fá strax erlendis frá færustu sérfræðinga á sviði fjársvika - og lögreglumála til að rannsaka allar hliðar þessara mála.Slíkar rannsóknir undanskilja ekki fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnir,Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið,stjórnendur og endurskoðendur bankanna,fjármálaráðuneytið o.fl.viðkomandi aðila.
Eitt það ljóasta í þessum ferli og er þó af nógu að taka var skipulögð aðför bankanna að sparireikningum landsmanna,að fá þeim breytt í sjóði og verðbréf á þeim forsendum að þar fengju þeir betri ávöxtun.Hundruð manna á vegum bankanna toku þátt í þessum aðgerðum með upphringingum og viðtölum í stórverslunum.Hverjir afhentu þessum útsendurum kennitölu viðkomandi sparireikninga ? Náttúrlega bankarnir.
Þá er fólki neitað að greiða út af persónulegum sjóðum og verðbréfum af húsnæðislánum.Þá er fólki gert að greiða 2% við niðurgreiðslu lána.Er nokkur furða þó þjóðin vilji sparka þessum bönkum út í hafsauga,reyndar má öll stjórnsýlsan sem á hlut að þessum málum fylgja með.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bankastjóraskiptin í Glitni kostuðu bankann 900 miljónir.
22.10.2008 | 21:18
Eins og kunnugt er fékk Lárus Welding yfir 300 miljónir fyrir það eitt að hefja starf hjá bankanum.Sama ár hætti Bjarni Ármannsson sem bankastjóri Glitnis,en hann hafði verið þar í 10 ár.Hann fór þó ekki tómhentur heim,heldur fékk hann 190 mil.kr.í launagreiðslur,en inni í því átti að vera starfslokasamningur.Þá hagnaðist Bjarni ennfremur um 391 mil.kr.á kaupréttarsamningum eftir að hann hætti.
Það eitt að losa sig við' einn bankastjóra og ráða annan kostaði því Glitni um 900 miljónir króna á síðasta ári.Þá má líka nefna m.a.árslaun Hreiðars Már Sigurðssonar,forstjóra Kaupþings,sem fékk greiddar 741 miljón króna í árslaun 2007.Þjóðin spyr eðlilega hvernig svona hlutir geta skeð fyrir framan nefið á ríkisstjórninni,Seðlabankanum,Fjármálaeftirlitinu o.fl.Svona fjármálaspilling er áður óþekkt á Íslandi þó ýmislegt hafi komið í ljós eftir að auðhyggjan og græðgin varð taumlaus í skjóli frjálshyggjunnar.
Forsætisráðhr.telur sig ekki bera ábyrgð á fjármálakreppu þjóðarinnar.
22.10.2008 | 21:15
Þetta kom fram í viðtali Geirs í Kastljósi við Sigmar í kvöld og jafnframt að hann treysti Davíð Oddssyni Seðlabankastj.fyllilega.Sá sem ekki er tilbúinn að viðurkenna ábyrgð sína og ítrekuð stjórnsýsluleg mistök og jafnframt að ranghverfa staðreyndum og blekkja þjóðina á að segja af sér.Geir virðist því halda fram skoðunum gegn berti vitund.Maður með hans reynslu í stjórnmálum,hefur setið samfleytt 17 ár í ríkistjórn með góða menntun getur ekki firrað sig ábyrgð.
Allir vita að ríkisstjórnin gat aðskilið innlenda bankastarfsemi frá erlendri og jafnframt að Fjármálaeftirlitð og Seðlabankinn gegndu illa eða alls ekki eftirlitsskyldu á ýmdum sviðum gagnavart bönkunum.Alvarlegar aðvaranir frá innlendum og erlendum sérfræðingum um yfirvofandi kreppu var stungið undir stól.Geir hefur ítrekað í fjölmiðlum kennt aðalega erlendum aðilum um kreppuna hérlendis,en svarar ekki af hverju íslenka þjóðin verður að taka á sig margfalt þyngri byrgðar.Náttúrlega var það heimatilbúin stjórnsýsluvandi,þar sem upp úr frjálshyggjunni varð til taumlaus auðhyggja og græðgi,sem engin virtist ráð við.
Er eðlilegt að forsætisráðhr.við núverandi aðstæður komi að uppbyggingu stjórnsýslunnar ?Þjóðin á ekki að þurfa að fylgja pólutískum vegvísi hans lengra en komið er.Sá sem þorir ekki að taka ábyrgð gerða sinna á ekkert erindi lengur við þjóð sína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensku bankarnir byggðir á sandi - Allir eftirlitsaðilar brugðust starfsskyldu sinni
21.10.2008 | 21:31
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ENA Efnahagsbandalag N - Atlandshafs -Ísland Noregur.Áhugaverð hugmynd.
19.10.2008 | 20:25
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 19 okt.er mjög áhugaverð grein eftir Sverrir Sigurjón Björnsson,þar sem hann skrifar um að Norðmenn og Íslendingar geri með sér ENA samning og síðar geti Grænlendingar og Færeyingar orðið aðilar að Efnahagsbandalagi N- Atlandshafsins eftir því hvernig mál þeirra skipast við Dani.
Þjóðirnar eiga sameiginlegan sögulegan og menningarlegan bakgrunn og eru í raun mjög líkar.Þá ráða þær yfir stærstu og gjöfulustu fiskimiðum heims.Bæði ríkin byggja efnahags sinn að miklu leiti á orkusölu og nýtingu auðlynda úr hafinu.Utanríkisstefna ríkjanna er mjög lík. Þessar þjóðir hafa undanfarin ár skipst á um að vera í efstu sætum á lífsgæðalista SÞ.Þær myndu nota norsku krónuna sem gjaldmiðil og hafa sameiginlegan Seðlabanka.Norðmenn myndu lána okkur til langs tíma eitt stórt lán,sem nægði okkur til að komast yfir fjárhagsvandræði þjóðarinnar.
Þetta er mjög athyglisverð hugmynd hjá Sverrir og sennilega myndu báðar þjóðirnar njóta góðs af slíku bandalægi, en halda áfram sambandi EFTA við ESB í markaðsmálum.
Hvílík auðlegð til framtíðar og samningsstaða á alþjóðavettvangi.Ef ríkin myndu ganga í ESB yrðu þau afar áhrifalaus nánast eins og tveir púntar á stórublaði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurfum að vera vel á verði varðandi fíkniefnaframleiðslu hérlendis. Lesið þetta .
17.10.2008 | 21:39
Vitað er að Cannabis ( hass og marihuana ) hefur verið ræktað í nokkru magni í heimahúsum hérlendis.Þá eru sterkar grunsemdir um að cannabis sé í verulegu magni ræktað í aflögðum gróður - og útihúsum.Miklu magni hefur verið stolið úr gróðurhúsum á undanförnum árum af ljóssterkum rafmagnslömpum,sem henta vel við cannabisræktun.Sumir telja að stærstur hluti af cannabisefnum sem neytt er hér sé ræktaður hérlendis.Það þarf að auka eftirlit og rannsóknir í þessum efnum og nota t.d.sjónvarpið til að sýna myndir af jurtinni ag aðstæður til ræktunnar.
Þá verður öll þjóðin að vera vel á verði um framleiðslu á amfetamín og metamfetamíni,sem nú er notað mest af öllum tegundum fíkniefna hérlendis.Hér er um að ræða mjög hættulegt ávanabindandi efni.Hundruð manna fara á hverju ári í meðferð vegna notkunar á þessu efni og margir láta lífið af völdum þess.Þjófnaðir,rán og hvers konar ofbeldi eru fylgifiskar þeirra sem neyta efnanna.
Talið er að háþróuð amfetamínverksmiðjan,sem lögreglan fann í Hafnarfirði hafi getað framleitt efni fyrir hundruð miljóna á ári.Talið er mögulegt,að eitthvað af efnum hafi verið komið á markað.Lögreglan ætti að vera með nauðsynlegar upplýsingar í sjónvarpi um útlit og áhrif allra fíkniefna,sem eru hérlendis í notkun til að auka þekkingu fólks.Við verðum líka að auka upplýsingastreymi almennings til löggæslunnar.Upplýsingasími lögreglunnar þarf að nýta eins og kostur er og auglýsa hann oft og reglulega.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umfangsmikil fíkniefnaverksmiðja í Hafnarfirði - 4 handteknir .
16.10.2008 | 22:51
Löggæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst um gríðarstóra Amfetamín verksmiðju í Hafnarfirði.Efnið hefur ekki verið greint ennþá að styrkleika,hér gæti einnig verið um að ræða Metaamfetamin efni.Gífurlegt magn tækja og tóla til framleiðslunnar voru til staðar og um eitt tonn af af hráefni til blöndunar.Líklegt má teljast að þarna hafi átt að fara fram framleiðsla m.a.til útflutnings,en það verður væntanlega upplýst síðar.Á staðnum funndust líka um 20 kg.af cannabisefnum.Þeir sem handteknir voru í þessu máli eru allir þekktir fyrir alvarleg afbrot,tveir þeirra voru á reynslulausn.
Vonandi verður upplýst hver hafi fjármagnað uppbyggingu verksmiðjunnar og efniskaup og hvernig skipulag og dreifing efna hafi verið fyrirhugað.
Löggæslan hefur sýnt mikla hæfni og þolinmæði við uppljóstrun málsins,þeim ber að hrósa og þakka frábært starf.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)